Kaldasti desember í hálfa öld gæti fylgt einum hlýjasta nóvember í sögunni Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2022 10:50 Frost hefur verið í Reykjavík samfellt frá 7. desember og um liðna helgi tók snjó að kyngja niður. Vísir/Vilhelm Horfur eru á að desember gæti orðið sá kaldasti á landinu í tæp fimmtíu ár. Meðalhitinn á landinu í nóvember var sá hæsti frá upphafi mælinga. Um átta gráða sveifla gæti orðið á meðalhitanum í Reykjavík á milli nóvembers og desembers. Samfelldur frostakafli hefur verið frá því snemma í desember. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir að spár um áframhaldandi kulda á landinu séu eindregnar yfir jólin og fram að áramótum. Þannig gæti meðalhiti í Reykjavík síðustu níu daga ársins verið um -5 gráður en á Akureyri -7 til -8 gráður. Gangi þær spár eftir gæti meðalhitinn í Reykjavík í desember verið á bilinu -3 til -3,5 gráður. Aðeins einu sinni hefur meðalhitinn vetrarmánaðar farið niður fyrir -3 gráður á þessari öld, í febrúar 2002. Þá náði hann -3,3 gráðum. Á Akureyri gæti meðalhitinn endað í -4,5 til -5 gráðum. „Ef fram fer sem horfir gæti þessi yfirstandandi desember orðið sá kaldasti frá 1973,“ skrifar Einar í færslu á Facebook-síðu sinni og vísar til meðalhitans á landsvísu. Í samtali við Vísi segir Einar ekkert benda til þess að veðráttan sé við það að snúast í aðra átt „Það er alveg sama hvaða spár maður skoðar, það er bara miskalt,“ segir Einar. Helsta óvissan sé um frekari snjókomu og hversu mikil hún kann að verða. Einar segist að líklega muni víðast hvar bæta eitthvað í snjó. Veðurstofan spáir éljum norðan- og austanlands í dag og lítilsháttar snjókomu við suðurströndina seint í kvöld. Á aðfangadag gerir hún ráð fyrir snjókomu eða éljum víða. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Stöð 2 Óvenjulangvarandi frost Einar segir sérstakt hversu lengi frostið hafi varað. Gangi spár eftir muni verða komnar þrjár vikur án nokkurrar hláku. „Í seinni tíð vekur það athygli. Frosthörkur sem voru hérna í tengslum við hafískomur stóðu gjarnan lengi. Það hefur enginn hafís verið nærri landinu lengi eins og við vitum,“ segir hann. Þessi mikla hitasveifla frá nóvember leiði hugann að hversu vetrarveðráttan á Íslandi geti verið breytileg. Líklega sé hún tilviljun en mögulega séu tengsl á milli. Of snemmt sé að segja til um það. „Við fáum eiginlega aldrei einhverja heila vetur sem bera sama svipmót. Það eru alltaf ólíkir kaflar innan vetrarins og svo tölum við um kannski eitthvert einkenni sem við munum betur en annað, einhvern illviðrabálk, einhverja óvenjulega hláku eða eitthvað slíkt,“ segir Einar. Veður Tengdar fréttir Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945. 2. desember 2022 15:54 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Sjá meira
Samfelldur frostakafli hefur verið frá því snemma í desember. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir að spár um áframhaldandi kulda á landinu séu eindregnar yfir jólin og fram að áramótum. Þannig gæti meðalhiti í Reykjavík síðustu níu daga ársins verið um -5 gráður en á Akureyri -7 til -8 gráður. Gangi þær spár eftir gæti meðalhitinn í Reykjavík í desember verið á bilinu -3 til -3,5 gráður. Aðeins einu sinni hefur meðalhitinn vetrarmánaðar farið niður fyrir -3 gráður á þessari öld, í febrúar 2002. Þá náði hann -3,3 gráðum. Á Akureyri gæti meðalhitinn endað í -4,5 til -5 gráðum. „Ef fram fer sem horfir gæti þessi yfirstandandi desember orðið sá kaldasti frá 1973,“ skrifar Einar í færslu á Facebook-síðu sinni og vísar til meðalhitans á landsvísu. Í samtali við Vísi segir Einar ekkert benda til þess að veðráttan sé við það að snúast í aðra átt „Það er alveg sama hvaða spár maður skoðar, það er bara miskalt,“ segir Einar. Helsta óvissan sé um frekari snjókomu og hversu mikil hún kann að verða. Einar segist að líklega muni víðast hvar bæta eitthvað í snjó. Veðurstofan spáir éljum norðan- og austanlands í dag og lítilsháttar snjókomu við suðurströndina seint í kvöld. Á aðfangadag gerir hún ráð fyrir snjókomu eða éljum víða. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Stöð 2 Óvenjulangvarandi frost Einar segir sérstakt hversu lengi frostið hafi varað. Gangi spár eftir muni verða komnar þrjár vikur án nokkurrar hláku. „Í seinni tíð vekur það athygli. Frosthörkur sem voru hérna í tengslum við hafískomur stóðu gjarnan lengi. Það hefur enginn hafís verið nærri landinu lengi eins og við vitum,“ segir hann. Þessi mikla hitasveifla frá nóvember leiði hugann að hversu vetrarveðráttan á Íslandi geti verið breytileg. Líklega sé hún tilviljun en mögulega séu tengsl á milli. Of snemmt sé að segja til um það. „Við fáum eiginlega aldrei einhverja heila vetur sem bera sama svipmót. Það eru alltaf ólíkir kaflar innan vetrarins og svo tölum við um kannski eitthvert einkenni sem við munum betur en annað, einhvern illviðrabálk, einhverja óvenjulega hláku eða eitthvað slíkt,“ segir Einar.
Veður Tengdar fréttir Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945. 2. desember 2022 15:54 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Sjá meira
Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945. 2. desember 2022 15:54