Afmá úkraínska menningu í Maríupól Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2022 10:31 Gífrurlega margar nýjar grafir hafa verið teknar í kirkjugörðum Maríupól. AP Undanfarnar vikur hafa rússneskir verktakar rifið fjölda rústa og bygginga í Maríupól. Með brakinu eru lík sem liggja enn í rústunum flutt á brott. Verið er að afmá úkraínska menningu borgarinnar og hafa götur Maríupól til að mynda fengið nöfn frá tímum Sovétríkjanna. Friðargata heitir til að mynda nú Lenínstræti og skilti borgarinnar við inngang hennar hefur verið málað hvítt, blátt og rautt og nafn borgarinnar er nú stafað á rússnesku. Í október rifu Rússar niður minnisvarða um Holodomor, sem var manngerð hungursneyð frá 1932 til 1933. Milljónir Úkraínumanna dóu úr hungri vegna ástandsins sem leiðtogum Sovétríkjanna er kennt um. Rússar byrjuðu nýverið að rífa rústir sögufrægs leikhúss sem loftárás var gerð á þann 16. mars en þá höfðu fjölmargir óbreyttir borgarar leitað sér skjóls í leikhúsinu. Rannsókn AP fréttaveitunnar á sínum tíma sýndi fram á að mögulega hafi sex hundruð manns, og þar á meðal fjölmörg börn, dáið. Íbúar segja mikla nálykt hafa borið frá leikhúsinu í allt sumar en það var afgirt og virðist hafa verið rifið að fullu í gær. russians are dismantling Mariupol drama theater. They irreversibly destroy the remaining traces of one of their biggest war crimes. On March 16 russians deliberately bombed the theater, which local residents were using as a bomb shelter, having killed a few hundreds civilians pic.twitter.com/yKQNaVlRqD— Olena Halushka (@OlenaHalushka) December 22, 2022 86 daga umsátur Rússar gerðu snemma í innrásinni atlögu að Maríupól en borgin er einungis um fjörutíu kílómetra frá landamærum Rússlands og mikilvæg hafnarborg við Asóvhaf. Borgin var umkringd og hófst 86 daga umsátur sem fól meðal annars í sér að verjendur og íbúar borgarinnar höfðu ekki aðgang að vatni og öðrum nauðsynjum og gerðar voru linnulausar stórskotaliðsárásir á borgina. Borgin var svo gott sem lögð í rúst en óljóst er hvort raunverulegt mannfall meðal óbreyttra borgara muni nokkurn tímann líta dagsins ljós. Rússar girtu rústir leikhússins í Maríupól af en íbúar segja fjölmörg lík hafa legið í rústunum. Þær voru svo rifnar í gær.AP Segja tugi þúsunda hafa dáið Blaðamenn AP hafa nú staðið í annarri rannsókn á stöðunni í Maríupól. Sú rannsókn fól í sér fjölmörg viðtöl við íbúa og embættismenn auk þess að gervihnattamyndir voru skoðaðar. Þær sýndu að á undanförnum átta mánuðum voru um 8.500 nýjar grafir grafnar í einungis einum af kirkjugörðum borgarinnar. Minnst 10.300 grafir hafi verið grafnar í borginni allri en allar líkur séu á því að þúsundir líka hafi aldrei ratað í kirkjugarð. Hér að neðan má sjá myndefni AP frá Maríupól, þar sem farið er yfir nýja rannsókn fréttaveitunnar. Þegar borgin féll í hendur Rússa í maí áætluðu embættismenn að minnst 25 þúsund óbreyttir borgarar hefðu fallið í árásum Rússa. Viðmælendur AP segja að raunverulegur fjöldi látinna sé þrisvar sinnum hærri eða jafnvel enn hærri. Byggja þeir það á samtölum við starfsmenn sem hafa unnið að því að safna líkum af götum borgarinnar og úr rústum húsa. Verið er að rífa fjölmörg hús í borginni en Rússar eru þeir einu sem fá að koma nærri brakinu og segja íbúar að yfirlýst ástæða þess sé að forðast slys. Aðstoðarmaður úkraínsks borgarstjóra Maríupól segir þó að líklega sé ástæðan sú að fólk sjá ekki líkin í rústunum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Segjast ætla að draga Rússa til ábyrgðar Forsetar bandaríkjanna og Frakklands sögðust á blaðamannafundi í gær ætla að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi og önnur ódæði þeirra í Úkraínu. Joe Biden sagðist tilbúinn til viðræðna við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en eingöngu ef Pútín væri að leita leiða til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 2. desember 2022 13:40 Pyntingar á pyntingar ofan Rúmum tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár fer frásögnum af pyntingum og öðrum ódæðum rússneskra hermanna í héraðinu fjölgandi. Minnst fimm staðir hafa fundist í borginni og fjórir aðrir á svæðinu þar sem íbúar segja að þeir hafi verið yfirheyrðir, pyntaðir, þeim hafi verið misþyrmt og hótað lífláti. 29. nóvember 2022 23:00 75 ára kona barin, skorin og nauðgað Leppstjórar Rússlands í suðurhluta Úkraínu hafa tilkynnt að fleiri íbúar verði fluttir frá Kherson-héraði en þegar hefur verið gert. Yfirvöld í Kænugarði segir að verið sé þvinga íbúa á brott en Rússar vinna hörðum höndum að því að byggja upp varnir á vestur-bakka Dniproár í kringum Kherson-borg, höfuðborg héraðsins. 1. nóvember 2022 15:10 Kölluðu ódæðin í Bucha „hreinsanir“: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Þegar rússneskir hermenn tóku yfir bæinn Bucha, norður af Kænugarði, snemma eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar, fóru hermenn um bæinn með lista. Á þeim listum, sem voru frá leyniþjónustum Rússlands, voru nöfn fólks sem talið var geta ógnað Rússum. 4. nóvember 2022 10:53 Segjast hafa fundið pyntingaklefa Rússa Lögreglan í Úkraínu segist hafa fundið pyntingaklefa í þorpinu Pisky-Radkivski í Kharkív-héraði. Þar að auki hafi fundist kassi með gulltönnum sem taldar eru hafa verið dregnar úr fórnarlömbum. 4. október 2022 23:45 Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. 2. október 2022 18:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira
Friðargata heitir til að mynda nú Lenínstræti og skilti borgarinnar við inngang hennar hefur verið málað hvítt, blátt og rautt og nafn borgarinnar er nú stafað á rússnesku. Í október rifu Rússar niður minnisvarða um Holodomor, sem var manngerð hungursneyð frá 1932 til 1933. Milljónir Úkraínumanna dóu úr hungri vegna ástandsins sem leiðtogum Sovétríkjanna er kennt um. Rússar byrjuðu nýverið að rífa rústir sögufrægs leikhúss sem loftárás var gerð á þann 16. mars en þá höfðu fjölmargir óbreyttir borgarar leitað sér skjóls í leikhúsinu. Rannsókn AP fréttaveitunnar á sínum tíma sýndi fram á að mögulega hafi sex hundruð manns, og þar á meðal fjölmörg börn, dáið. Íbúar segja mikla nálykt hafa borið frá leikhúsinu í allt sumar en það var afgirt og virðist hafa verið rifið að fullu í gær. russians are dismantling Mariupol drama theater. They irreversibly destroy the remaining traces of one of their biggest war crimes. On March 16 russians deliberately bombed the theater, which local residents were using as a bomb shelter, having killed a few hundreds civilians pic.twitter.com/yKQNaVlRqD— Olena Halushka (@OlenaHalushka) December 22, 2022 86 daga umsátur Rússar gerðu snemma í innrásinni atlögu að Maríupól en borgin er einungis um fjörutíu kílómetra frá landamærum Rússlands og mikilvæg hafnarborg við Asóvhaf. Borgin var umkringd og hófst 86 daga umsátur sem fól meðal annars í sér að verjendur og íbúar borgarinnar höfðu ekki aðgang að vatni og öðrum nauðsynjum og gerðar voru linnulausar stórskotaliðsárásir á borgina. Borgin var svo gott sem lögð í rúst en óljóst er hvort raunverulegt mannfall meðal óbreyttra borgara muni nokkurn tímann líta dagsins ljós. Rússar girtu rústir leikhússins í Maríupól af en íbúar segja fjölmörg lík hafa legið í rústunum. Þær voru svo rifnar í gær.AP Segja tugi þúsunda hafa dáið Blaðamenn AP hafa nú staðið í annarri rannsókn á stöðunni í Maríupól. Sú rannsókn fól í sér fjölmörg viðtöl við íbúa og embættismenn auk þess að gervihnattamyndir voru skoðaðar. Þær sýndu að á undanförnum átta mánuðum voru um 8.500 nýjar grafir grafnar í einungis einum af kirkjugörðum borgarinnar. Minnst 10.300 grafir hafi verið grafnar í borginni allri en allar líkur séu á því að þúsundir líka hafi aldrei ratað í kirkjugarð. Hér að neðan má sjá myndefni AP frá Maríupól, þar sem farið er yfir nýja rannsókn fréttaveitunnar. Þegar borgin féll í hendur Rússa í maí áætluðu embættismenn að minnst 25 þúsund óbreyttir borgarar hefðu fallið í árásum Rússa. Viðmælendur AP segja að raunverulegur fjöldi látinna sé þrisvar sinnum hærri eða jafnvel enn hærri. Byggja þeir það á samtölum við starfsmenn sem hafa unnið að því að safna líkum af götum borgarinnar og úr rústum húsa. Verið er að rífa fjölmörg hús í borginni en Rússar eru þeir einu sem fá að koma nærri brakinu og segja íbúar að yfirlýst ástæða þess sé að forðast slys. Aðstoðarmaður úkraínsks borgarstjóra Maríupól segir þó að líklega sé ástæðan sú að fólk sjá ekki líkin í rústunum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Segjast ætla að draga Rússa til ábyrgðar Forsetar bandaríkjanna og Frakklands sögðust á blaðamannafundi í gær ætla að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi og önnur ódæði þeirra í Úkraínu. Joe Biden sagðist tilbúinn til viðræðna við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en eingöngu ef Pútín væri að leita leiða til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 2. desember 2022 13:40 Pyntingar á pyntingar ofan Rúmum tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár fer frásögnum af pyntingum og öðrum ódæðum rússneskra hermanna í héraðinu fjölgandi. Minnst fimm staðir hafa fundist í borginni og fjórir aðrir á svæðinu þar sem íbúar segja að þeir hafi verið yfirheyrðir, pyntaðir, þeim hafi verið misþyrmt og hótað lífláti. 29. nóvember 2022 23:00 75 ára kona barin, skorin og nauðgað Leppstjórar Rússlands í suðurhluta Úkraínu hafa tilkynnt að fleiri íbúar verði fluttir frá Kherson-héraði en þegar hefur verið gert. Yfirvöld í Kænugarði segir að verið sé þvinga íbúa á brott en Rússar vinna hörðum höndum að því að byggja upp varnir á vestur-bakka Dniproár í kringum Kherson-borg, höfuðborg héraðsins. 1. nóvember 2022 15:10 Kölluðu ódæðin í Bucha „hreinsanir“: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Þegar rússneskir hermenn tóku yfir bæinn Bucha, norður af Kænugarði, snemma eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar, fóru hermenn um bæinn með lista. Á þeim listum, sem voru frá leyniþjónustum Rússlands, voru nöfn fólks sem talið var geta ógnað Rússum. 4. nóvember 2022 10:53 Segjast hafa fundið pyntingaklefa Rússa Lögreglan í Úkraínu segist hafa fundið pyntingaklefa í þorpinu Pisky-Radkivski í Kharkív-héraði. Þar að auki hafi fundist kassi með gulltönnum sem taldar eru hafa verið dregnar úr fórnarlömbum. 4. október 2022 23:45 Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. 2. október 2022 18:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira
Segjast ætla að draga Rússa til ábyrgðar Forsetar bandaríkjanna og Frakklands sögðust á blaðamannafundi í gær ætla að draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi og önnur ódæði þeirra í Úkraínu. Joe Biden sagðist tilbúinn til viðræðna við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en eingöngu ef Pútín væri að leita leiða til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 2. desember 2022 13:40
Pyntingar á pyntingar ofan Rúmum tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár fer frásögnum af pyntingum og öðrum ódæðum rússneskra hermanna í héraðinu fjölgandi. Minnst fimm staðir hafa fundist í borginni og fjórir aðrir á svæðinu þar sem íbúar segja að þeir hafi verið yfirheyrðir, pyntaðir, þeim hafi verið misþyrmt og hótað lífláti. 29. nóvember 2022 23:00
75 ára kona barin, skorin og nauðgað Leppstjórar Rússlands í suðurhluta Úkraínu hafa tilkynnt að fleiri íbúar verði fluttir frá Kherson-héraði en þegar hefur verið gert. Yfirvöld í Kænugarði segir að verið sé þvinga íbúa á brott en Rússar vinna hörðum höndum að því að byggja upp varnir á vestur-bakka Dniproár í kringum Kherson-borg, höfuðborg héraðsins. 1. nóvember 2022 15:10
Kölluðu ódæðin í Bucha „hreinsanir“: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Þegar rússneskir hermenn tóku yfir bæinn Bucha, norður af Kænugarði, snemma eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar, fóru hermenn um bæinn með lista. Á þeim listum, sem voru frá leyniþjónustum Rússlands, voru nöfn fólks sem talið var geta ógnað Rússum. 4. nóvember 2022 10:53
Segjast hafa fundið pyntingaklefa Rússa Lögreglan í Úkraínu segist hafa fundið pyntingaklefa í þorpinu Pisky-Radkivski í Kharkív-héraði. Þar að auki hafi fundist kassi með gulltönnum sem taldar eru hafa verið dregnar úr fórnarlömbum. 4. október 2022 23:45
Beittu íbúa Izyum kerfisbundnum pyntingum Rússneskir hermenn eru sagðir hafa ítrekað pyntað íbúa Izyum í Úkraínu í þá sjö mánuði sem þeir stjórnuðu borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa skráð markvissa beitingu ofbeldis gegn óbreyttum borgurum og að pyntingar hafi verið beitt með kerfisbundnum hætti. 2. október 2022 18:00