Einstakt kuldakast ógn við líf manna í Bandaríkjunum og Kanada Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. desember 2022 07:03 Búast má við dauðsföllum vegna kuldans. AP/Jeff Roberson Mikið kuldakast gengur nú yfir Bandaríkin og Kanada og vara sérfræðingar fólk við því að kal geti myndast á húð á aðeins nokkrum mínútum. Veðurviðvaranir um helgina ná til 135 milljóna manna á sama tíma og gríðarlega margir eru á faraldsfæti. Varað er við veðrinu þvert yfir Bandaríkin og jafnvel niður að landamærum Mexíkó og í sólskinsríkinu Flórída. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í New York, Kentucky, Norður-Karólíunu, Vestur-Virginíu, Georgíu og Oklahoma. Þúsundum flugferða hefur þegar verið aflýst eftir því sem bætir í storminn og víða er því spáð að um jólin verði allt á kafi í snjó. Sumstaðar er búist við því að frostið fari í 50 gráður á celsíus. Slíkar tölur gætu líka sést á mannmörgum stöðum eins og í borginni De Moines í Iowa. The ongoing major winter storm will continue to produce areas of heavy snow, strong winds, and life-threatening wind chills through Saturday. If traveling for the holiday, please use extreme caution and pay attention to the latest forecasts and updates. pic.twitter.com/WqMskJosNf— NWS Weather Prediction Center (@NWSWPC) December 22, 2022 Joe Biden forseti varaði landsmenn við því sem koma skal í ræðu í gærkvöldi, þar sem hann hvatti fólk til að halda sig heima og hætta sér ekki út í óveðrið. „Þetta er ekki snjódagur, eins og þegar við vorum börn. Þetta er alvarlegt ástand,“ sagði forsetinn. Þá óttast yfirvöld líka tjón af völdum veðursins, þar sem ískrapi getur myndað stíflur og framkallað flóð í ám og lækjum. Veðurstofa Bandaríkjanna segir um að ræða einstakan veðurviðburð og gerir ráð fyrir að yfir 100 kuldamet gætu fallið. Kuldinn muni ógna lífi og heilsu íbúa á austurströndinni. Veður Bandaríkin Kanada Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Varað er við veðrinu þvert yfir Bandaríkin og jafnvel niður að landamærum Mexíkó og í sólskinsríkinu Flórída. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í New York, Kentucky, Norður-Karólíunu, Vestur-Virginíu, Georgíu og Oklahoma. Þúsundum flugferða hefur þegar verið aflýst eftir því sem bætir í storminn og víða er því spáð að um jólin verði allt á kafi í snjó. Sumstaðar er búist við því að frostið fari í 50 gráður á celsíus. Slíkar tölur gætu líka sést á mannmörgum stöðum eins og í borginni De Moines í Iowa. The ongoing major winter storm will continue to produce areas of heavy snow, strong winds, and life-threatening wind chills through Saturday. If traveling for the holiday, please use extreme caution and pay attention to the latest forecasts and updates. pic.twitter.com/WqMskJosNf— NWS Weather Prediction Center (@NWSWPC) December 22, 2022 Joe Biden forseti varaði landsmenn við því sem koma skal í ræðu í gærkvöldi, þar sem hann hvatti fólk til að halda sig heima og hætta sér ekki út í óveðrið. „Þetta er ekki snjódagur, eins og þegar við vorum börn. Þetta er alvarlegt ástand,“ sagði forsetinn. Þá óttast yfirvöld líka tjón af völdum veðursins, þar sem ískrapi getur myndað stíflur og framkallað flóð í ám og lækjum. Veðurstofa Bandaríkjanna segir um að ræða einstakan veðurviðburð og gerir ráð fyrir að yfir 100 kuldamet gætu fallið. Kuldinn muni ógna lífi og heilsu íbúa á austurströndinni.
Veður Bandaríkin Kanada Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira