Pyntingameistari einræðisstjórnar fangelsaður Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2022 14:06 Mario Sandoval í dómsal í Buenos Aires í september. Honum hefur verið lýst sem einum harðskeyttasta pyntara herforingjastjórnarinnar á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Vísir/EPA Dómstóll í Argentínu dæmdi fyrrverandi lögreglumann í fimmtán ára fangelsi fyrir að ræna og pynta námsmann í tíð herforingjastjórnarinnar á áttunda áratug síðustu aldar. Lögreglumaðurinn starfaði í alræmdri pyntingastöð. Mario Sandoval, 69 ára, er sakaður um að hafa tekið þátt í að láta hundruð vinstrimanna hverfa og pyntað þá þegar herforingjastjórn réði ríkjum í Argentínu frá 1976 til 1983. Alls er talið að herforingjastjórnin hafi látið um þrjátíu þúsund manns hverfa. Ákæra gegn Sandoval laut þó aðeins að máli Hernáns Abriata, vinstrisinnaðs arkítektarnema. Lögreglumenn drógu Abriata út af heimili sínu árið 1976. Ekki er vitað hvað varð um hann en talið er fullvíst að hann hafi verið myrtur. Sandoval var fundinn sekur um að hafa rænt Abriata og pyntað hann í vélstjóraskóla sjóhersins sem var á tíma herforingjastjórnarinnar stærsta leynifangelsi landsins. Fangelsið gekk undir nafninu Esma á meðal Argentínumanna. Áætlað er að af þeim fimm þúsund körlum og konum sem voru færð í Esma hafi aðeins hundrað komist lífs af. Fangar voru yfirheyrðir og pyntaðir. Mörgum þeirra voru síðar gefin lyf og þeim hent út úr flugvélum út í sjó í svonefndu „skítugu stríði“ herforingjastjórnarinnar gegn vinstrisinnum og öðrum stjórnarandstæðingum. Börn fólks sem var látið hverfa með þessum hætti voru mörg ættleidd til vildarvina stjórnarinnar. Monica Dittmar, eiginkona Hernáns Abriata, heldur á mynd af honum við upphaf réttarhaldanna yfir Sandoval. Skilaboð frá Abriata til Dittmar fundust í fangaklefa í Esma fundust fyrir sex árum. Abriata var 24 ára þegar lögreglumenn rændu honum af heimili sínu.Vísir/EPA Gerðist háskólakennari og ráðgjafi í Frakklandi Þeir sem lifðu stríðið af lýsa Sandoval sem einum miskunnarlausasta pyntingarmeistaranum í Esma, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann á meðal annars að hafa bundið fanga við rúmgrindur úr málmi og pynta þá með rafmagnsstöng sem er annars notuð til þess að smala nautgripum. Sandoval flúði Argentínu tveimur árum eftir að herforingjastjórnin féll og settist að í Frakklandi. Þar gerðist hann háskólakennari í Sorbonne og ráðgjafi í öryggis- og varnarmálum. Árið 2008 kom í ljós hver hann væri í raun og veru. Franskur dómstóll úrskurðaði að lokum að hann mætti framselja til Argentínu. Fyrrverandi lögreglumaðurinn heldur enn fram sakleysi sínu. Í sumar hlutu nítján fyrrverandi herforingjar þunga fangelsisdóma fyrir glæpi gegn mannkyninu. Á meðal þeirra var Santiago Riveros, 98 ára gamall fyrrverandi hershöfðingi. Riveros var fundinn sekur um fleiri en hundrað glæpi og hlaut lífstíðardóm. Glæpirnir voru gegn 350 fórnarlömbum, á meðal þeirra sex starfsmenn verksmiðju bílaframleiðandans Mercedes Benz sem hægrisinnuð dauðasveit rændi vegna stuðnings þeirra við verkalýðsbaráttu. Verkamennirnir voru fluttir í Campo de Mayo-fangelsið sem Riveros stýrði þar sem þeir voru pyntaðir. Aldrei spurðist frá þeim aftur. Argentína Erlend sakamál Mannréttindi Tengdar fréttir Ein forystukvenna mæðranna á Maítorgi látin Baráttukona sem átti þátt í að stofna samtökin Mæðurnar á Maítorgi sem kröfðust þess að fá að vita um afdrif fólks sem herforingjastjórn Argentínu lét hverfa er látin, 93 ára að aldri. Tveir synir hennar voru á meðal fórnarlamba stjórnarinnar. 22. nóvember 2022 11:59 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Titringur á Alþingi Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Mario Sandoval, 69 ára, er sakaður um að hafa tekið þátt í að láta hundruð vinstrimanna hverfa og pyntað þá þegar herforingjastjórn réði ríkjum í Argentínu frá 1976 til 1983. Alls er talið að herforingjastjórnin hafi látið um þrjátíu þúsund manns hverfa. Ákæra gegn Sandoval laut þó aðeins að máli Hernáns Abriata, vinstrisinnaðs arkítektarnema. Lögreglumenn drógu Abriata út af heimili sínu árið 1976. Ekki er vitað hvað varð um hann en talið er fullvíst að hann hafi verið myrtur. Sandoval var fundinn sekur um að hafa rænt Abriata og pyntað hann í vélstjóraskóla sjóhersins sem var á tíma herforingjastjórnarinnar stærsta leynifangelsi landsins. Fangelsið gekk undir nafninu Esma á meðal Argentínumanna. Áætlað er að af þeim fimm þúsund körlum og konum sem voru færð í Esma hafi aðeins hundrað komist lífs af. Fangar voru yfirheyrðir og pyntaðir. Mörgum þeirra voru síðar gefin lyf og þeim hent út úr flugvélum út í sjó í svonefndu „skítugu stríði“ herforingjastjórnarinnar gegn vinstrisinnum og öðrum stjórnarandstæðingum. Börn fólks sem var látið hverfa með þessum hætti voru mörg ættleidd til vildarvina stjórnarinnar. Monica Dittmar, eiginkona Hernáns Abriata, heldur á mynd af honum við upphaf réttarhaldanna yfir Sandoval. Skilaboð frá Abriata til Dittmar fundust í fangaklefa í Esma fundust fyrir sex árum. Abriata var 24 ára þegar lögreglumenn rændu honum af heimili sínu.Vísir/EPA Gerðist háskólakennari og ráðgjafi í Frakklandi Þeir sem lifðu stríðið af lýsa Sandoval sem einum miskunnarlausasta pyntingarmeistaranum í Esma, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann á meðal annars að hafa bundið fanga við rúmgrindur úr málmi og pynta þá með rafmagnsstöng sem er annars notuð til þess að smala nautgripum. Sandoval flúði Argentínu tveimur árum eftir að herforingjastjórnin féll og settist að í Frakklandi. Þar gerðist hann háskólakennari í Sorbonne og ráðgjafi í öryggis- og varnarmálum. Árið 2008 kom í ljós hver hann væri í raun og veru. Franskur dómstóll úrskurðaði að lokum að hann mætti framselja til Argentínu. Fyrrverandi lögreglumaðurinn heldur enn fram sakleysi sínu. Í sumar hlutu nítján fyrrverandi herforingjar þunga fangelsisdóma fyrir glæpi gegn mannkyninu. Á meðal þeirra var Santiago Riveros, 98 ára gamall fyrrverandi hershöfðingi. Riveros var fundinn sekur um fleiri en hundrað glæpi og hlaut lífstíðardóm. Glæpirnir voru gegn 350 fórnarlömbum, á meðal þeirra sex starfsmenn verksmiðju bílaframleiðandans Mercedes Benz sem hægrisinnuð dauðasveit rændi vegna stuðnings þeirra við verkalýðsbaráttu. Verkamennirnir voru fluttir í Campo de Mayo-fangelsið sem Riveros stýrði þar sem þeir voru pyntaðir. Aldrei spurðist frá þeim aftur.
Argentína Erlend sakamál Mannréttindi Tengdar fréttir Ein forystukvenna mæðranna á Maítorgi látin Baráttukona sem átti þátt í að stofna samtökin Mæðurnar á Maítorgi sem kröfðust þess að fá að vita um afdrif fólks sem herforingjastjórn Argentínu lét hverfa er látin, 93 ára að aldri. Tveir synir hennar voru á meðal fórnarlamba stjórnarinnar. 22. nóvember 2022 11:59 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Titringur á Alþingi Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Ein forystukvenna mæðranna á Maítorgi látin Baráttukona sem átti þátt í að stofna samtökin Mæðurnar á Maítorgi sem kröfðust þess að fá að vita um afdrif fólks sem herforingjastjórn Argentínu lét hverfa er látin, 93 ára að aldri. Tveir synir hennar voru á meðal fórnarlamba stjórnarinnar. 22. nóvember 2022 11:59