Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um eftirstöðvar óveðursins sem setti ferðaplön tugþúsunda úr skorðum. Við fylgjumst með samningafundi Eflingar og SA sem fram fór í karphúsinu í morgun og þá heyrum við í Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um sparnað hjá hinu opinbera.

Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hittust á samningafundi í morgun þar sem nýtt tilboð Eflingar var til umræðu. 

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna ræðir við okkur um hvað neytendur sem lentu í tjóni af völdum óveðrisins geta tekið til bragðs. 

Fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að opinberar stofnanir ráðist í umbætur til að hagræða í rekstri. Hann vonar að nýjar lausnir leiði til þess að í einhverjum mæli að ekki þurfi að ráða í stað þeirra sem hætta.

Þá heyrum við í aðstandendum jólamarkaðarins í miðbæ Reykjavíkur búa sig nú undir annasamasta dag jólavertíðarinnar; sjálfa Þorláksmessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×