Björgunarsveitir fluttu líffæri, krabbameinssjúkling, ófríska konu og lyf fyrir langveikt barn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. desember 2022 13:52 Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að frá 17. desember hafi verið skráðar 83 aðgerðir sem 633 félagar björgunarsveita tóku þátt í, frá 63 björgunarsveitum. Vísir/Vilhelm Mikið hefur mætt á björgunarsveitum landsins síðustu daga vegna óveðurs og ófærðar. Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að frá 17. desember hafi verið skráðar 83 aðgerðir sem 633 félagar björgunarsveita tóku þátt í, frá 63 björgunarsveitum. Meðal verkefna voru líffæraflutningur, flutningur krabbameinssjúklings til læknis og flutningur á lyfjum fyrir langveikt barn. Í tilkynningunni segir að notast hafi verið við 163 björgunartæki síðustu daga, langmest breyttir jeppar og snjóbílar, en einnig stærri trukkar. Áætlað er að á fimmta þúsund manns hafi verið aðstoðaðir með beinum eða óbeinum hætti þessa daga. „Á Grindavíkurvegi voru 1.200 manns komið til aðstoðar og hjálpað í skjól, um 1.500 manns voru aðstoðaðir í Reykjanesbæ auk þess sem um 2.000 farþegar sem voru strandaglópar í Leifsstöð. Björgunarsveitir sinntu líka því mikilvæga verkefni að koma því starfsfólki til vinnu sem brýn þörf var á að kæmust, svo sem heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk viðbragðs aðila. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar víða,“ segir í tilkynningunni. Nokkur verkefni sem björgunarsveitir leystu um helgina og ekki hafa komist í hámæli eru tiltekin, meðal annars: Björgunarsveit flutti krabbameinssjúkling til læknis svo meðferð viðkomandi héldist. Björgunarsveit flutti lyf fyrir langveikt barn sem var orðið uppiskroppa. Björgunarsveit flutti einstakling í aðgerð sem hafði verið undirbúin með lyfjagjöf og gat ekki beðið. Björgunarsveit flutti Insulin lyf til einstaklings í Leifsstöð, sem var orðinn uppiskroppa og stefndi í óefni. Björgunarsveit flutti ófríska konu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem vegna áhættu meðgöngu gat ekki beðið lengur. Björgunarsveit flutti líffæri sem var að koma að utan á Landsspítala fyrir sjúkling sem var á leið í aðgerð. Björgunarsveitir aðstoðuðu við flutning aðfanga fyrir fjölmörg fyrirtæki þar sem hætta var á alvarlegum rekstrartruflunum með miklum áhrifum. Fjöldi aðstoðarbeiðna undanfarinna daga var slíkur að nauðsynlegt var að forgangsraða þeim með tilliti til alvarleika og mikilvægis, eftir því sem fram kemur í tilkynningu Landsbjargar. Veður Samgöngur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03 Björgunarsveitarfólk á síðustu dropunum og bíður hvíldar Aftakaveður er á sunnanverðu landinu og gular og appelsíngular veðurviðvaranir í gildi víðast hvar. Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúst og bíða í ofvæni eftir því að fá hvíld eftir langa helgi. 19. desember 2022 11:52 Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. 19. desember 2022 08:28 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Sjá meira
Í tilkynningunni segir að notast hafi verið við 163 björgunartæki síðustu daga, langmest breyttir jeppar og snjóbílar, en einnig stærri trukkar. Áætlað er að á fimmta þúsund manns hafi verið aðstoðaðir með beinum eða óbeinum hætti þessa daga. „Á Grindavíkurvegi voru 1.200 manns komið til aðstoðar og hjálpað í skjól, um 1.500 manns voru aðstoðaðir í Reykjanesbæ auk þess sem um 2.000 farþegar sem voru strandaglópar í Leifsstöð. Björgunarsveitir sinntu líka því mikilvæga verkefni að koma því starfsfólki til vinnu sem brýn þörf var á að kæmust, svo sem heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk viðbragðs aðila. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar víða,“ segir í tilkynningunni. Nokkur verkefni sem björgunarsveitir leystu um helgina og ekki hafa komist í hámæli eru tiltekin, meðal annars: Björgunarsveit flutti krabbameinssjúkling til læknis svo meðferð viðkomandi héldist. Björgunarsveit flutti lyf fyrir langveikt barn sem var orðið uppiskroppa. Björgunarsveit flutti einstakling í aðgerð sem hafði verið undirbúin með lyfjagjöf og gat ekki beðið. Björgunarsveit flutti Insulin lyf til einstaklings í Leifsstöð, sem var orðinn uppiskroppa og stefndi í óefni. Björgunarsveit flutti ófríska konu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem vegna áhættu meðgöngu gat ekki beðið lengur. Björgunarsveit flutti líffæri sem var að koma að utan á Landsspítala fyrir sjúkling sem var á leið í aðgerð. Björgunarsveitir aðstoðuðu við flutning aðfanga fyrir fjölmörg fyrirtæki þar sem hætta var á alvarlegum rekstrartruflunum með miklum áhrifum. Fjöldi aðstoðarbeiðna undanfarinna daga var slíkur að nauðsynlegt var að forgangsraða þeim með tilliti til alvarleika og mikilvægis, eftir því sem fram kemur í tilkynningu Landsbjargar.
Veður Samgöngur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03 Björgunarsveitarfólk á síðustu dropunum og bíður hvíldar Aftakaveður er á sunnanverðu landinu og gular og appelsíngular veðurviðvaranir í gildi víðast hvar. Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúst og bíða í ofvæni eftir því að fá hvíld eftir langa helgi. 19. desember 2022 11:52 Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. 19. desember 2022 08:28 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Sjá meira
Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03
Björgunarsveitarfólk á síðustu dropunum og bíður hvíldar Aftakaveður er á sunnanverðu landinu og gular og appelsíngular veðurviðvaranir í gildi víðast hvar. Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúst og bíða í ofvæni eftir því að fá hvíld eftir langa helgi. 19. desember 2022 11:52
Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. 19. desember 2022 08:28