Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum gerum við upp óveðrið sem gekk yfir sunnanvert landið og olli margháttuðum truflunum á samgöngum. 

Flugumferð um Keflavíkurflugvöll er að komast aftur í rétt horf eftir umtalsverðar raskanir síðustu daga.

Vegagerðin telur það hafa verið rétta ákvörðun að loka Reykjanesabrautinni að mestu leyti en lokunin hefur verið gagnrýnd af mörgum. 

Þá heyrum við í innviðaráðherra um málið að loknum ríkisstjórnarfundi. 

Einnig fjöllum við um Fjölskylduhjálp Íslands en færsla á Facebook þar sem sagt var að Íslendingar yrðu í forgangi við úthlutun mataraðstoðar olli mikilli gagnrýni í gærkvöldi og í morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×