Myrkrið byrjar að hopa eftir stysta dag ársins Kjartan Kjartansson skrifar 21. desember 2022 12:18 Skuggavera á vappi við Elliðavatn skömmu eftir sólarupprás á stysta degi ársins. Vísir/Vilhelm Vetrarsólstöður á norðurhveli verða klukkan 21:48 í kvöld og byrjar daginn nú að lengja aftur. Dagurinn í Reykjavík er aðeins rétt rúmar fjórar klukkustundir og á Akureyri rúmir þrír tímar. Á þessum stysta degi ársins á norðurhveli jarðar rís sólin í Reykjavík klukkan 11:21 en gengur til viðar rétt rúmum fjórum tímum síðar, klukkan 15:31 samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands. Myrkur skellur á klukkan 16:48. Á Akureyri er dagurinn enn styttri. Þar rís sól klukkan 11:38 en sólarlag er klukkan 14:44. Þar er orðið myrkur klukkan 16:19. Á næstum dögum byrjar daginn að lengja, þó aðeins um nokkrar sekúndur fyrst um sinn en svo mínútur. Hann verður orðinn jafnlangur nóttunni á vorjafndægrum 20. mars. Kaldasti tími ársins er þó enn framundan. Þó að framboð á sólarljósi aukist nú eru janúar og febrúar að jafnaði köldustu mánuðir ársins. Orsök svartnættisins og árstíðanna almennt eru sú að möndull jarðar, ásinn sem hún snýst um, hallar um 23,5 gráður miðað við sporbraut hennar um sólina. Hallinn helst alla brautina í kringum sólina og í sömu átt þannig að magn sólarljóss á hverjum stað breytist eftir því hvar jörðin er stödd á braut sinni. Vetur gerir á norðurhveli þegar það hallar frá sólinni. Á sama tíma hallar suðurhvelið að sólinni og þar er sumar. Kaldhæðnislega fyrir okkur á norðurhjara veraldar er jörðin aldrei nær sólinni en á þessum árstíma. Eins og Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, bendir á ferðast jörðin ögn hraðar um sólina en á sumrin. Því er veturinn, skilgreindur sem tíminn milli vetrarsólstaða og vorjafndægurs, stysta árstíðin. Hann er 89 dagar, fjórum dögum styttri en sumarið. Norðurhvelsbúar kætist. Klukkan 21:48 í kvöld, miðvikudaginn 21. desember, verða vetrarsólstöður. Eftir það byrjar daginn að lengja á ný, fyrst um nokkrar sekúndur og svo mínútur. Jibbí! Í dag hefst stysta árstíðin, veturinn, hefst formlega. Jei! pic.twitter.com/K2bCevtVe7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 21, 2022 Sólin Vísindi Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Á þessum stysta degi ársins á norðurhveli jarðar rís sólin í Reykjavík klukkan 11:21 en gengur til viðar rétt rúmum fjórum tímum síðar, klukkan 15:31 samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands. Myrkur skellur á klukkan 16:48. Á Akureyri er dagurinn enn styttri. Þar rís sól klukkan 11:38 en sólarlag er klukkan 14:44. Þar er orðið myrkur klukkan 16:19. Á næstum dögum byrjar daginn að lengja, þó aðeins um nokkrar sekúndur fyrst um sinn en svo mínútur. Hann verður orðinn jafnlangur nóttunni á vorjafndægrum 20. mars. Kaldasti tími ársins er þó enn framundan. Þó að framboð á sólarljósi aukist nú eru janúar og febrúar að jafnaði köldustu mánuðir ársins. Orsök svartnættisins og árstíðanna almennt eru sú að möndull jarðar, ásinn sem hún snýst um, hallar um 23,5 gráður miðað við sporbraut hennar um sólina. Hallinn helst alla brautina í kringum sólina og í sömu átt þannig að magn sólarljóss á hverjum stað breytist eftir því hvar jörðin er stödd á braut sinni. Vetur gerir á norðurhveli þegar það hallar frá sólinni. Á sama tíma hallar suðurhvelið að sólinni og þar er sumar. Kaldhæðnislega fyrir okkur á norðurhjara veraldar er jörðin aldrei nær sólinni en á þessum árstíma. Eins og Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, bendir á ferðast jörðin ögn hraðar um sólina en á sumrin. Því er veturinn, skilgreindur sem tíminn milli vetrarsólstaða og vorjafndægurs, stysta árstíðin. Hann er 89 dagar, fjórum dögum styttri en sumarið. Norðurhvelsbúar kætist. Klukkan 21:48 í kvöld, miðvikudaginn 21. desember, verða vetrarsólstöður. Eftir það byrjar daginn að lengja á ný, fyrst um nokkrar sekúndur og svo mínútur. Jibbí! Í dag hefst stysta árstíðin, veturinn, hefst formlega. Jei! pic.twitter.com/K2bCevtVe7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) December 21, 2022
Sólin Vísindi Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira