Veður

Enn hvasst sunnan­til framan af degi

Atli Ísleifsson skrifar
Frost verður á bilinu núll til sjö stig.
Frost verður á bilinu núll til sjö stig. Vísir/Vilhelm

Norðaustanhvassviðri undanfarinna daga er nú að mestu gengið niður, þó að enn verði allhvasst eða hvasst sums staðar sunnantil á landinu framan af degi.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það gangi á með éljum á Norður- og Austurlandi, en annars léttskýjað og sums staðar skafrenningur.

Frost verður á bilinu núll til sjö stig, en norðankaldi á morgun og kólnar heldur.

Á Þorláksmessu er búist við hægri norðlægri eða breytilegri átt og dálitlum éljum á víð og dreif og talsverðu frosti.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Norðan og norðaustan 5-13 m/s og dálítil él, en léttskýjað á Suður- og Vesturlandi. Frost 4 til 14 stig, kaldast inn til landsins.

Á föstudag (Þorláksmessa): Norðan 5-10 m/s og dálítil él norðantil, en bjart með köflum sunnan heiða. Frost 4 til 18 stig, mest í innsveitum.

Á laugardag (aðfangadagur jóla): Norðan 8-15 m/s og víða él eða dálítil snjókoma, en yfirleitt úrkomulaust suðvestanlands. Áfram kalt í veðri.

Á sunnudag (jóladagur): Norðlæg eða breytileg átt og víða él, en léttskýjað suðvestanlands. Talsvert frost.

Á mánudag (annar í jólum): Breytilegar áttir ogskýjað með köflum, en dálítil él við sjávarsíðuna og hörkufrost.

Á þriðjudag: Útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með snjókomu, en síðar slyddu eða rigningu sunnan- og vestantil og hlýnandi veður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×