Leyndardómsfull fjöldagröf gæti hafa verið fæðingarstaður hvaleðla Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2022 16:56 Teikning af hópi hvaleðla. Þær voru rándýr sem gátu verið á stærð við strætisvagn með langa kjálka með beittum tönnum og risastórum hreifum. Hvaleðlur voru ekki risaeðlur þó að þær hafi verið samtíða þeim. AP/Gabriel Ugueto/NMNH Fornleifafræðingar hafa fundið vísbendingar um að þekkt steingervingasvæði í Bandaríkjunum sem hefur verið þeim ráðgáta lengi kunni að hafa verið fæðingarstaður hvaleðla fyrir hundruðum milljóna ára. Fjöldi steingerðra leifa svonefndra hvaleðla, risavaxinna skriðdýra sem réðu ríkjum í höfum jarðar á miðlífsöld, hefur fundist í Berlin-hvaleðluþjóðgarðinum í Nevada í Bandaríkjunum frá því að uppgröftur hófst þar á sjötta áratug síðustu aldar. Það sem nú er þurrt og rykugt landslag nærri yfirgefnum námubæ í Nevada var botninn á hitabeltishafi í fyrndinni. Fornleifafræðingar hafa fram að þessu ekki getað svarað því hvers vegna svo margar hvaleðlur hafi drepist á þessum sama bletti. Ný rannsókn bendir nú til þess að dýrin hafi alls ekki drepist á sama tíma heldur hafi leifar þeirra safnast upp með tímanum, jafnvel yfir hundruð þúsunda ára tímabil. Tilgáta vísindamannanna er að staðurinn hafi verið fæðingarstaður hvaleðlanna. „Nokkrir þræðir vísbendinga benda allir í eina átt hér: að þetta hafi verið staður þar sem risavaxnar hvaleðlur komu til að fæða,“ segir Nicholas Pyenson, safnstjóri sjávarspendýrasteingervinga við Smithsonian-safnið og einn höfunda greinar um rannsóknina, við AP-fréttastofuna. Steingerð beinagrind hvaleðlu í Berlin-hvaleðlugarðinum í Nevada í Bandaríkjunum.AP/Neil Kelley/Vanderbilt University Vísindamennirnir bjuggu til stafrænt líkan af hvaleðlunum með því að þrívíddarskanna stórgerð bein dýranna. Hryggjarliðir þeirra eru á stærð við matardiska. Með þessu hætti báru þeir kennsl á að minnsta kosti 37 hvaleðlur, þær elstu allt að 230 milljón ára gamlar. Beinin fundust í ólíkum berglögum og því gætu hundruð þúsunda ára liðið á milli þess sem einstök dýr drápust. Sérstaka athygli vakti að innan um fullvaxnar hvaleðlur fundust smávaxin steingerð bein úr fóstrum og nýfæddum dýrum. Því telja vísindamennirnir að beinin séu úr mæðrum og afkvæmum þeirra sem drápust þar yfir lengri tíma. „Að finna stað til þess að fæða sem er fjarri staðnum þar sem þú étur er virkilega algengt í samtímanum, á meðal hvala, á meðal hákarla,“ segir Pyenson. Engar vísbendingar fundust um að dýrin gætu hafa drepist öll í einu í meiriháttar eldgosi eða öðrum stórum umhverfisbreytingum. Þá fundust beinin á forna hafsbotninum, fremur fjarri ströndu, og því ólíklegt að hvaleðlurnar hafi strandað í stórum hópi og drepist. Teikning sem sýnir stærð hvaleðlu í samanburði við fullorðna manneskju og beinabyggingu eðlunnar.AP/Neil Kelley/Vanderbilt University Bandaríkin Vísindi Hvalir Risaeðlur Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Sjá meira
Fjöldi steingerðra leifa svonefndra hvaleðla, risavaxinna skriðdýra sem réðu ríkjum í höfum jarðar á miðlífsöld, hefur fundist í Berlin-hvaleðluþjóðgarðinum í Nevada í Bandaríkjunum frá því að uppgröftur hófst þar á sjötta áratug síðustu aldar. Það sem nú er þurrt og rykugt landslag nærri yfirgefnum námubæ í Nevada var botninn á hitabeltishafi í fyrndinni. Fornleifafræðingar hafa fram að þessu ekki getað svarað því hvers vegna svo margar hvaleðlur hafi drepist á þessum sama bletti. Ný rannsókn bendir nú til þess að dýrin hafi alls ekki drepist á sama tíma heldur hafi leifar þeirra safnast upp með tímanum, jafnvel yfir hundruð þúsunda ára tímabil. Tilgáta vísindamannanna er að staðurinn hafi verið fæðingarstaður hvaleðlanna. „Nokkrir þræðir vísbendinga benda allir í eina átt hér: að þetta hafi verið staður þar sem risavaxnar hvaleðlur komu til að fæða,“ segir Nicholas Pyenson, safnstjóri sjávarspendýrasteingervinga við Smithsonian-safnið og einn höfunda greinar um rannsóknina, við AP-fréttastofuna. Steingerð beinagrind hvaleðlu í Berlin-hvaleðlugarðinum í Nevada í Bandaríkjunum.AP/Neil Kelley/Vanderbilt University Vísindamennirnir bjuggu til stafrænt líkan af hvaleðlunum með því að þrívíddarskanna stórgerð bein dýranna. Hryggjarliðir þeirra eru á stærð við matardiska. Með þessu hætti báru þeir kennsl á að minnsta kosti 37 hvaleðlur, þær elstu allt að 230 milljón ára gamlar. Beinin fundust í ólíkum berglögum og því gætu hundruð þúsunda ára liðið á milli þess sem einstök dýr drápust. Sérstaka athygli vakti að innan um fullvaxnar hvaleðlur fundust smávaxin steingerð bein úr fóstrum og nýfæddum dýrum. Því telja vísindamennirnir að beinin séu úr mæðrum og afkvæmum þeirra sem drápust þar yfir lengri tíma. „Að finna stað til þess að fæða sem er fjarri staðnum þar sem þú étur er virkilega algengt í samtímanum, á meðal hvala, á meðal hákarla,“ segir Pyenson. Engar vísbendingar fundust um að dýrin gætu hafa drepist öll í einu í meiriháttar eldgosi eða öðrum stórum umhverfisbreytingum. Þá fundust beinin á forna hafsbotninum, fremur fjarri ströndu, og því ólíklegt að hvaleðlurnar hafi strandað í stórum hópi og drepist. Teikning sem sýnir stærð hvaleðlu í samanburði við fullorðna manneskju og beinabyggingu eðlunnar.AP/Neil Kelley/Vanderbilt University
Bandaríkin Vísindi Hvalir Risaeðlur Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Sjá meira