Tekur tíma að hita sundlaugarnar upp Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. desember 2022 20:02 Starfsfólk Laugardalslaugarinnar notaði daginn til að þrífa. Vísir/Egill Starfsfólk Laugardalslaugarinnar hefur staðið í sannkallaðri jólahreingerningu frá því að sundlaugum borgarinnar var lokað í gær. Stefnt er að því að taka aftur á móti gestum strax í fyrramáli en það getur þó tekið tíma að hita laugina á ný. Þrátt fyrir að engir gestir væru á svæðinu í dag hafði starfsfólk í nógu að snúast. „Við erum að nýta daginn í að þrífa rennur og ristar. Eitthvað sem er ekki hægt að gera þegar það er fólk í lauginni en í dag þá nýtum við tækifærið og gerum bara allt í einu,“ segir Jökull Örlygsson starfsmaður Laugardalslaugarinnar. Þannig var sett upp sérstakt plan til að hægt sé að þrífa sem mest þegar engir gestir eru á svæðinu. „„Það voru bara sett upp þrifaplön og tækifærið nýtt til þess að þrífa svæði staði og svoleiðis sem við eigum mjög erfitt með að þrífa og fara með mjög sterk efni á og svoleiðis,“ segir Árni Jónsson forstöðumaður Laugardalslaugarinnar. Árni Jónsson forstöðumaður Laugadalslaugarinnar hefur í dag notað tækifærið til að dytta að og þrífa ásamt starfsfólki sínu.Vísir/Egill Sundlaugunum í Reykjavík var lokað í gær vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun. Viðgerð lauk í dag en laugarnar voru áfram lokaðar þar sem tíma tekur að vinna upp vatnsforða. Í fyrramáli klukkan sjö verður Laugardalslaugin opnuð á ný en aðrar laugar borgarinnar ekki fyrr en klukkan hálf tólf. Nokkur tíma getur tekið að hita laugarnar upp á ný. „Það gæti alveg verið hálfur sólarhringur allavega eitthvað svoleiðis. Jafnvel eitthvað lengur,“ segir Árni. Hann segir það sjaldgæft að lauginni sé lokað. „Einu sinni á ári í Laugardalslaug. Það er lokað á jóladag og verður sem sagt lokað núna á jóladag. Að öðru leyti erum við bara alltaf með opið.“ Árni segir sundlaugargesti koma til með að taka eftir að búið sé að þrífa allt hátt og lágt. „Ef að fólk kemur í jólabaðið til okkar á aðfangadag þá verða allir tandurhreinir.“ Sundlaugar Reykjavík Orkumál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Sjá meira
Þrátt fyrir að engir gestir væru á svæðinu í dag hafði starfsfólk í nógu að snúast. „Við erum að nýta daginn í að þrífa rennur og ristar. Eitthvað sem er ekki hægt að gera þegar það er fólk í lauginni en í dag þá nýtum við tækifærið og gerum bara allt í einu,“ segir Jökull Örlygsson starfsmaður Laugardalslaugarinnar. Þannig var sett upp sérstakt plan til að hægt sé að þrífa sem mest þegar engir gestir eru á svæðinu. „„Það voru bara sett upp þrifaplön og tækifærið nýtt til þess að þrífa svæði staði og svoleiðis sem við eigum mjög erfitt með að þrífa og fara með mjög sterk efni á og svoleiðis,“ segir Árni Jónsson forstöðumaður Laugardalslaugarinnar. Árni Jónsson forstöðumaður Laugadalslaugarinnar hefur í dag notað tækifærið til að dytta að og þrífa ásamt starfsfólki sínu.Vísir/Egill Sundlaugunum í Reykjavík var lokað í gær vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun. Viðgerð lauk í dag en laugarnar voru áfram lokaðar þar sem tíma tekur að vinna upp vatnsforða. Í fyrramáli klukkan sjö verður Laugardalslaugin opnuð á ný en aðrar laugar borgarinnar ekki fyrr en klukkan hálf tólf. Nokkur tíma getur tekið að hita laugarnar upp á ný. „Það gæti alveg verið hálfur sólarhringur allavega eitthvað svoleiðis. Jafnvel eitthvað lengur,“ segir Árni. Hann segir það sjaldgæft að lauginni sé lokað. „Einu sinni á ári í Laugardalslaug. Það er lokað á jóladag og verður sem sagt lokað núna á jóladag. Að öðru leyti erum við bara alltaf með opið.“ Árni segir sundlaugargesti koma til með að taka eftir að búið sé að þrífa allt hátt og lágt. „Ef að fólk kemur í jólabaðið til okkar á aðfangadag þá verða allir tandurhreinir.“
Sundlaugar Reykjavík Orkumál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Sjá meira