Blöskrar brjálað bruðl Bjarna í báknið Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2022 13:01 Páll ræðir við Birgi Ármannsson, gegnheilan Sjálfstæðismann og forseta Alþingis. Páli blöskrar að Sjálfstæðisflokkurinn skuli fara fyrir gegndarlausri aukingu ríkisútgjalda. vísir/vilhelm Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar í Eyjum og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og fyrrverandi félögum sínum tóninn og sakar þá um gegndarlausan austur úr sameiginlegum sjóðum í opinberan rekstur. Eða báknið eins og það er stundum kallað með vísun í gamalt slagorð Sjálfstæðisflokksins: Báknið burt! „Að öllu samanlögðu virðist sem allar hömlur séu brostnar varðandi aukningu ríkisútgjalda; ríkislestin er bremsulaus,“ segir Páll Magnússon á Facebook-síðu sinni í athyglisverðum pistli. Og bætir við: „Mætti kannski fara þess á leit, þó ekki væri nema við ráðherra og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, að þeir héldu lauslega með hægri hendinni í handbremsuna en slepptu ekki öllu lausu?“ Ríkisstarfsmönnum fjölgar og fjölgar Páll segir í samtali við Vísi að sér hafi blöskrað þegar hann sá atvinnuauglýsingar í blöðunum um helgina. „Ég hélt fyrst að þetta væri einhver tilviljun en komst að raun um að svona er þetta viku eftir viku. Þá fór ég að skoða yfirlitið hjá Byggðastofnun og sá þessa ótrúlegu tölu um fjölgun ríkisstarfsmanna. Almennt er ríkið einfaldlega að þenjast út með ógnvekjandi hraða.“ Bjarni formaður á síðasta fundsfundi Sjálfstæðisflokksins. Eitt sinn var slagorð Sjálfstæðisflokksins Báknið burt, en að þessu sinni var kjörorðið Frelsi... að mati Páls í merkingunni frelsi til að ausa úr sameiginlegum sjóðum almennings í bákn sem blæs út sem aldrei fyrr.vísir/vilhelm Páll rak sem sagt augu í það þegar hann fletti helgarútgáfum dagblaðanna að ríkið og stofnanir þess eru langsamlega fyrirferðarmest í mannaráðningum. „Á heilsíðu eftir heilsíðu er ríkið að falast eftir fólki til starfa. Er maður að koma í manns stað? Eru svona margir að hætta? Nei, sannarlega ekki. Bara í fyrra, 2021, fjölgaði ríkisstarfsmönnum um 1,330; mesta fjölgun á einu ári síðan Byggðastofnun fór að taka saman yfirlit um þetta. Þessi fjölgun ríkisstarfsmanna á einu ári slagar upp í heildarfjölda starfsmanna allra álveranna á Íslandi!“ segir Páll og ljóst að honum blöskrar þróunin með Sjálfstæðisflokkinn atkvæðamestan í ríkisstjórn verandi með fjármálaráðuneytið á sinni könnu. Yfirgengilegt bruðl Páll bendir á að fram hafi komið í Viðskiptablaðinu að með nýsamþykktum fjárlögum sé líka verið að setja Íslandsmet í aukningu ríkisútgjalda milli ára eða sem nemur 180 milljarða aukningu. „Það er alveg sama hvað tekjur ríkisins aukast mikið – það tekst alltaf að auka útgjöldin meira. Hallinn á rekstri ríkisins stefnir í 120 milljarða á næsta ári. Samt eru covid-útgjöldin búin. Ofan á þessar meginlínur bætast öskrandi dæmi um yfirgengilegt bruðl eins og að kaupa skrifstofur fyrir eitt ráðuneyti á 6000 milljónir króna – í dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi á dýrustu lóð á Íslandi. Fyrir ráðuneyti sem þyrfti ekki einu sinni að vera í Reykjavík,“ segir Páll forviða. Fjárlagafrumvarp 2023 Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Að öllu samanlögðu virðist sem allar hömlur séu brostnar varðandi aukningu ríkisútgjalda; ríkislestin er bremsulaus,“ segir Páll Magnússon á Facebook-síðu sinni í athyglisverðum pistli. Og bætir við: „Mætti kannski fara þess á leit, þó ekki væri nema við ráðherra og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, að þeir héldu lauslega með hægri hendinni í handbremsuna en slepptu ekki öllu lausu?“ Ríkisstarfsmönnum fjölgar og fjölgar Páll segir í samtali við Vísi að sér hafi blöskrað þegar hann sá atvinnuauglýsingar í blöðunum um helgina. „Ég hélt fyrst að þetta væri einhver tilviljun en komst að raun um að svona er þetta viku eftir viku. Þá fór ég að skoða yfirlitið hjá Byggðastofnun og sá þessa ótrúlegu tölu um fjölgun ríkisstarfsmanna. Almennt er ríkið einfaldlega að þenjast út með ógnvekjandi hraða.“ Bjarni formaður á síðasta fundsfundi Sjálfstæðisflokksins. Eitt sinn var slagorð Sjálfstæðisflokksins Báknið burt, en að þessu sinni var kjörorðið Frelsi... að mati Páls í merkingunni frelsi til að ausa úr sameiginlegum sjóðum almennings í bákn sem blæs út sem aldrei fyrr.vísir/vilhelm Páll rak sem sagt augu í það þegar hann fletti helgarútgáfum dagblaðanna að ríkið og stofnanir þess eru langsamlega fyrirferðarmest í mannaráðningum. „Á heilsíðu eftir heilsíðu er ríkið að falast eftir fólki til starfa. Er maður að koma í manns stað? Eru svona margir að hætta? Nei, sannarlega ekki. Bara í fyrra, 2021, fjölgaði ríkisstarfsmönnum um 1,330; mesta fjölgun á einu ári síðan Byggðastofnun fór að taka saman yfirlit um þetta. Þessi fjölgun ríkisstarfsmanna á einu ári slagar upp í heildarfjölda starfsmanna allra álveranna á Íslandi!“ segir Páll og ljóst að honum blöskrar þróunin með Sjálfstæðisflokkinn atkvæðamestan í ríkisstjórn verandi með fjármálaráðuneytið á sinni könnu. Yfirgengilegt bruðl Páll bendir á að fram hafi komið í Viðskiptablaðinu að með nýsamþykktum fjárlögum sé líka verið að setja Íslandsmet í aukningu ríkisútgjalda milli ára eða sem nemur 180 milljarða aukningu. „Það er alveg sama hvað tekjur ríkisins aukast mikið – það tekst alltaf að auka útgjöldin meira. Hallinn á rekstri ríkisins stefnir í 120 milljarða á næsta ári. Samt eru covid-útgjöldin búin. Ofan á þessar meginlínur bætast öskrandi dæmi um yfirgengilegt bruðl eins og að kaupa skrifstofur fyrir eitt ráðuneyti á 6000 milljónir króna – í dýrasta skrifstofuhúsnæði á Íslandi á dýrustu lóð á Íslandi. Fyrir ráðuneyti sem þyrfti ekki einu sinni að vera í Reykjavík,“ segir Páll forviða.
Fjárlagafrumvarp 2023 Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira