Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Óveðrið og rask á samgöngum innanlands og utan verður að sjálfsögðu fyrirferðarmikið í tíma dagsins. 

Mikið rask hefur verið á flugsamgöngum til og frá Keflavík og til að bæta gráu ofan á svart er Reykjanesbrautin lokuð. Við heyrum í viðbragðsaðilum vegna þessa í tímanum. 

Þá fjöllum við um sundlaugarnar sem hafa nú verið lokaðar síðan í gær og opna ekki aftur fyrr en á morgun í fyrsta lagi. 

Einnig segjum við frá undirritun ríkis og Betri samgangna varðandi Keldur og Keldnaholt en þar er mikil uppbygging áformuð í tengslum við lagningu Borgarlínu. 

Að auki ræðum við við lögfræðing ungs manns sem enn situr í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar á Bankastræti Club á dögunum sem vandar lögreglu og ákæruvaldi ekki kveðjurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×