„Ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2022 21:15 Daníel Einarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama og Bandalags íslenskra leigubifreiðarstjóra ræðir við viðstadda á skrifstofu félaganna í dag. Gunnlaugur Ingvarsson sem fréttastofa ræddi einnig við situr lengst til hægri á mynd. Vísir/egill Hundruð félagsmanna í Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni við nýsamþykkt leigubílafrumvarp innviðaráðherra. Þeir lýsa þungum áhyggjum af breytingunum og krefjast áheyrnar stjórnvalda. Frumvarpinu er í grunninn ætlað að rýmka þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnumdar verði takmarkanir á fjölda starfsleyfa. Hagsmunasamtök leigubílstjóra hafa mótmælt frumvarpinu harðlega, þeir vísa meðal annars til þess að breytingarnar kyndi undir ofbeldi gegn leigubílstjórum og skili almenningi verri þjónustu. Það hefur ríkt hálfgert ófremdarástand í leigubílamálum á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Löng bið eftir bíl virðist normið og dagurinn í dag var sérstaklega þungur hjá Hreyfli. 150 bílar voru úti á götum borgarinnar frá fyrirtækinu á þriðja tímanum en eru venjulega um 200. En það er erfið færð sem skýrir þann vanda, ekki verkfall bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Hreyfils, í það minnsta. Ofbýður framkoman Daníel Einarsson formaður Bandalags íslenskra leigubílstjóra, félags sem telur um 400 félagsmenn, segir að hundruð hafi lagt niður störf í dag, þar af einhverjir hjá Hreyfli. Það er búið að samþykkja frumvarpið, það var gert á föstudag. Hverju eruð þið að reyna að ná fram með þessum mótmælum núna? „Við reyndum að ná tali af ríkisstjórninni með ákalli af því að þetta gerðist svo hratt. Þessu var flýtt í gegnum þing án þess að gefa okkur færi á að andmæla fyrstu umræðu,“ segir Daníel við fréttastofu á skrifstofu félagsins í dag, þar sem nokkrir leigubílstjórar í verkfalli komu saman í dag. Boðið var upp á kaffi og kleinur og mönnum var heitt í hamsi. „Ég er bara að sýna samstöðu með félagsmönnum,“ segir Gunnlaugur Ingvarsson, leigubílstjóri. „Þetta er ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað. En okkur er svo ofboðið hvernig hefur verið komið fram við okkur. Hvernig stjórnvöld hafa hreinlega valtað yfir okkur eins og formaðurinn okkar hefur lýst.“ Leigubílar Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Blindir sjá fyrir sér mun verri þjónustu Leigubílafrumvarp sem rýmkar skilyrði til að reka leigubíl var samþykkt í gær. Leigubílstjórar hyggjast leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins og formaður Blindrafélagsins hefur áhyggjur af því að þjónusta við fatlaða muni versna til muna. 17. desember 2022 12:36 Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 16. desember 2022 11:43 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Frumvarpinu er í grunninn ætlað að rýmka þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnumdar verði takmarkanir á fjölda starfsleyfa. Hagsmunasamtök leigubílstjóra hafa mótmælt frumvarpinu harðlega, þeir vísa meðal annars til þess að breytingarnar kyndi undir ofbeldi gegn leigubílstjórum og skili almenningi verri þjónustu. Það hefur ríkt hálfgert ófremdarástand í leigubílamálum á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Löng bið eftir bíl virðist normið og dagurinn í dag var sérstaklega þungur hjá Hreyfli. 150 bílar voru úti á götum borgarinnar frá fyrirtækinu á þriðja tímanum en eru venjulega um 200. En það er erfið færð sem skýrir þann vanda, ekki verkfall bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Hreyfils, í það minnsta. Ofbýður framkoman Daníel Einarsson formaður Bandalags íslenskra leigubílstjóra, félags sem telur um 400 félagsmenn, segir að hundruð hafi lagt niður störf í dag, þar af einhverjir hjá Hreyfli. Það er búið að samþykkja frumvarpið, það var gert á föstudag. Hverju eruð þið að reyna að ná fram með þessum mótmælum núna? „Við reyndum að ná tali af ríkisstjórninni með ákalli af því að þetta gerðist svo hratt. Þessu var flýtt í gegnum þing án þess að gefa okkur færi á að andmæla fyrstu umræðu,“ segir Daníel við fréttastofu á skrifstofu félagsins í dag, þar sem nokkrir leigubílstjórar í verkfalli komu saman í dag. Boðið var upp á kaffi og kleinur og mönnum var heitt í hamsi. „Ég er bara að sýna samstöðu með félagsmönnum,“ segir Gunnlaugur Ingvarsson, leigubílstjóri. „Þetta er ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað. En okkur er svo ofboðið hvernig hefur verið komið fram við okkur. Hvernig stjórnvöld hafa hreinlega valtað yfir okkur eins og formaðurinn okkar hefur lýst.“
Leigubílar Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Blindir sjá fyrir sér mun verri þjónustu Leigubílafrumvarp sem rýmkar skilyrði til að reka leigubíl var samþykkt í gær. Leigubílstjórar hyggjast leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins og formaður Blindrafélagsins hefur áhyggjur af því að þjónusta við fatlaða muni versna til muna. 17. desember 2022 12:36 Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 16. desember 2022 11:43 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Blindir sjá fyrir sér mun verri þjónustu Leigubílafrumvarp sem rýmkar skilyrði til að reka leigubíl var samþykkt í gær. Leigubílstjórar hyggjast leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins og formaður Blindrafélagsins hefur áhyggjur af því að þjónusta við fatlaða muni versna til muna. 17. desember 2022 12:36
Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 16. desember 2022 11:43