„Ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2022 21:15 Daníel Einarsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama og Bandalags íslenskra leigubifreiðarstjóra ræðir við viðstadda á skrifstofu félaganna í dag. Gunnlaugur Ingvarsson sem fréttastofa ræddi einnig við situr lengst til hægri á mynd. Vísir/egill Hundruð félagsmanna í Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra lögðu niður störf í dag í mótmælaskyni við nýsamþykkt leigubílafrumvarp innviðaráðherra. Þeir lýsa þungum áhyggjum af breytingunum og krefjast áheyrnar stjórnvalda. Frumvarpinu er í grunninn ætlað að rýmka þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnumdar verði takmarkanir á fjölda starfsleyfa. Hagsmunasamtök leigubílstjóra hafa mótmælt frumvarpinu harðlega, þeir vísa meðal annars til þess að breytingarnar kyndi undir ofbeldi gegn leigubílstjórum og skili almenningi verri þjónustu. Það hefur ríkt hálfgert ófremdarástand í leigubílamálum á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Löng bið eftir bíl virðist normið og dagurinn í dag var sérstaklega þungur hjá Hreyfli. 150 bílar voru úti á götum borgarinnar frá fyrirtækinu á þriðja tímanum en eru venjulega um 200. En það er erfið færð sem skýrir þann vanda, ekki verkfall bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Hreyfils, í það minnsta. Ofbýður framkoman Daníel Einarsson formaður Bandalags íslenskra leigubílstjóra, félags sem telur um 400 félagsmenn, segir að hundruð hafi lagt niður störf í dag, þar af einhverjir hjá Hreyfli. Það er búið að samþykkja frumvarpið, það var gert á föstudag. Hverju eruð þið að reyna að ná fram með þessum mótmælum núna? „Við reyndum að ná tali af ríkisstjórninni með ákalli af því að þetta gerðist svo hratt. Þessu var flýtt í gegnum þing án þess að gefa okkur færi á að andmæla fyrstu umræðu,“ segir Daníel við fréttastofu á skrifstofu félagsins í dag, þar sem nokkrir leigubílstjórar í verkfalli komu saman í dag. Boðið var upp á kaffi og kleinur og mönnum var heitt í hamsi. „Ég er bara að sýna samstöðu með félagsmönnum,“ segir Gunnlaugur Ingvarsson, leigubílstjóri. „Þetta er ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað. En okkur er svo ofboðið hvernig hefur verið komið fram við okkur. Hvernig stjórnvöld hafa hreinlega valtað yfir okkur eins og formaðurinn okkar hefur lýst.“ Leigubílar Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Blindir sjá fyrir sér mun verri þjónustu Leigubílafrumvarp sem rýmkar skilyrði til að reka leigubíl var samþykkt í gær. Leigubílstjórar hyggjast leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins og formaður Blindrafélagsins hefur áhyggjur af því að þjónusta við fatlaða muni versna til muna. 17. desember 2022 12:36 Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 16. desember 2022 11:43 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Frumvarpinu er í grunninn ætlað að rýmka þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnumdar verði takmarkanir á fjölda starfsleyfa. Hagsmunasamtök leigubílstjóra hafa mótmælt frumvarpinu harðlega, þeir vísa meðal annars til þess að breytingarnar kyndi undir ofbeldi gegn leigubílstjórum og skili almenningi verri þjónustu. Það hefur ríkt hálfgert ófremdarástand í leigubílamálum á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Löng bið eftir bíl virðist normið og dagurinn í dag var sérstaklega þungur hjá Hreyfli. 150 bílar voru úti á götum borgarinnar frá fyrirtækinu á þriðja tímanum en eru venjulega um 200. En það er erfið færð sem skýrir þann vanda, ekki verkfall bílstjóra. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Hreyfils, í það minnsta. Ofbýður framkoman Daníel Einarsson formaður Bandalags íslenskra leigubílstjóra, félags sem telur um 400 félagsmenn, segir að hundruð hafi lagt niður störf í dag, þar af einhverjir hjá Hreyfli. Það er búið að samþykkja frumvarpið, það var gert á föstudag. Hverju eruð þið að reyna að ná fram með þessum mótmælum núna? „Við reyndum að ná tali af ríkisstjórninni með ákalli af því að þetta gerðist svo hratt. Þessu var flýtt í gegnum þing án þess að gefa okkur færi á að andmæla fyrstu umræðu,“ segir Daníel við fréttastofu á skrifstofu félagsins í dag, þar sem nokkrir leigubílstjórar í verkfalli komu saman í dag. Boðið var upp á kaffi og kleinur og mönnum var heitt í hamsi. „Ég er bara að sýna samstöðu með félagsmönnum,“ segir Gunnlaugur Ingvarsson, leigubílstjóri. „Þetta er ekki á hverjum degi sem leigubílstjórar gera svona lagað. En okkur er svo ofboðið hvernig hefur verið komið fram við okkur. Hvernig stjórnvöld hafa hreinlega valtað yfir okkur eins og formaðurinn okkar hefur lýst.“
Leigubílar Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Blindir sjá fyrir sér mun verri þjónustu Leigubílafrumvarp sem rýmkar skilyrði til að reka leigubíl var samþykkt í gær. Leigubílstjórar hyggjast leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins og formaður Blindrafélagsins hefur áhyggjur af því að þjónusta við fatlaða muni versna til muna. 17. desember 2022 12:36 Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 16. desember 2022 11:43 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Blindir sjá fyrir sér mun verri þjónustu Leigubílafrumvarp sem rýmkar skilyrði til að reka leigubíl var samþykkt í gær. Leigubílstjórar hyggjast leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins og formaður Blindrafélagsins hefur áhyggjur af því að þjónusta við fatlaða muni versna til muna. 17. desember 2022 12:36
Fólk furði sig oft á því hversu ódýrt farið er Lögregla lokaði Tjarnargötu í miðborg Reykjavíkur í morgun vegna mótmæla leigubílstjóra, sem óku þar bílum sínum og þöndu flautur, á meðan ríkisstjórnin fundaði í ráðherrabústaðnum. Leigubílstjórar krefjast þess að afgreiðslu leigubílafrumvarps innviðaráðherra, sem verður til umræðu á Alþingi í dag, verði frestað. 16. desember 2022 11:43