Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. desember 2022 09:35 Mygla hefur greinst á nokkrum stöðum í Flataskóla. Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. Þann 7. desember síðastliðinn barst foreldrum barna í Hofsstaðaskóla póstur þar sem niðurstöður úr sýnatökum skólans voru kynntar. Mygla hafði fundist undir gólfdúk í þremur kennslustofum. Jafnframt greindist mygla í ryki í tveimur öðrum stofum. Alls fimm myglaðar stofur. Í gær hófst vinna skólann þar sem verið er að grafa fyrir færanlegum skólastofum sem teknar verða í notkun eftir áramót. Daginn eftir tilkynninguna frá Hofsstaðaskóla var barst tilkynning frá öðrum skóla í Garðabæ, Flataskóla. Þar hafði líka fundist mygla á nokkrum stöðum auk þess sem tekið var fram að ástæða væri til að skoða húsnæðið enn betur. Í gær hófst vinna við Hofsstaðaskóla þar sem verið er að grafa fyrir færanlegum skólastofum sem teknar verða í notkun eftir áramót.Vísir/Sigurjón Foreldrafélag skólans hefur síðustu tvö ár ítrekað bent á að aðgerða sé þörf þar sem nemendur og starfsfólk hafi verið að veikjast. Guðrún Yrsa Richer er ritari foreldrafélags Flataskóla, fulltrúi foreldra í skólaráði og móðir barns í skólanum. Hún segir illa hafi verið staðið að viðhaldi og bæjaryfirvöld hafi brugðist seint við ábendingum. Þá hafi ekki verið staðið vel að þeim framkvæmdum sem ráðist hefur verið í hingað til. Guðrún Yrsa Richer er ritari foreldrafélags Flataskóla, fulltrúi foreldra í skólaráði og móðir barns í skólanum.Vísir/Sigurjón „Þetta hefur haft afleiðingar bæði fyrir starfsfólk og nemendur. Þrátt fyrir gott samstarf við skólastjórnendur þá var bærinn mjög seinn að bregðast við. Við bindum vonir við að nú verði staðið betur að þessu. Það var mjög beinskeyttur fundur með bæjarstjóranum með foreldrum um daginn og bærinn er í raun og veru búinn að lofa að núna verði betur verði staðið að þessu. Við munum fylgjast náið með að þeir standi við það.“ Guðrún segir bæjaryfirvöld hafa lofað allsherjar úttekt á skólanum. „Og við sjáum að þar sem myglan er að koma upp á fleiri en einum stað, að það er það eina í stöðunni." Almar segist skynja áhyggjur hjá íbúum en mestu skipti að þeir upplifi að bæjaryfirvöld vilji eiga í góðum samskiptum varðandi þessi mál.Vísir/Sigurjón Almar Guðmundsson tók við sem bæjarstjóri Garðabæjar í júní. Hann segir bæjarstjórnina taka stöðuna mjög alvarlega. „Það gerum við með því að fara í heildarúttektir í fyrsta lagi. Í öðru lagi bendi ég á það að það var einhugur í bæjarstjórninni um að fara í myndarlegt endurbótaátak á húsnæði bæjarins. Það gerum við auðvitað líka til að vera forvirk í okkar aðgerðum. Ekki bara til að bregðast við eins og við erum að gera núna.“ Löng barátta framundan Það var í upphafi síðast árs sem mygla greindist fyrst í Flataskóla. Almar segir ljóst að einhverjar aðgerðir hafi ekki heppnast nægilega vel. „Nú er mjög mikilvægt, og það hefur verið síðan í haust okkar markmið að upplýsa beint og eiga samtal. Og vera auðvitað með aðgerðarplan sem kemur í veg fyrir það sem við erum að glíma við. Við teljum að með hjálp góðra og öflugra sérfræðinga séum við að nálgast það en þessi barátta er löng og við ætlum að tryggja það að börn og starfsmenn séu í umhverfi sem er heilnæmt og í lagi.“ Almar segist skynja áhyggjur hjá íbúum en mestu skipti að þeir upplifi að bæjaryfirvöld vilji eiga í góðum samskiptum varðandi þessi mál. „Íbúar í Garðabæ geta treyst því að við munum fylgja þessu máli mjög vel eftir bæði varðandi viðgerðir og endurbætur en ekki síst varðandi upplýsingastreymi og svör við spurningum og endurbótum,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Mygla Skóla - og menntamál Garðabær Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Þann 7. desember síðastliðinn barst foreldrum barna í Hofsstaðaskóla póstur þar sem niðurstöður úr sýnatökum skólans voru kynntar. Mygla hafði fundist undir gólfdúk í þremur kennslustofum. Jafnframt greindist mygla í ryki í tveimur öðrum stofum. Alls fimm myglaðar stofur. Í gær hófst vinna skólann þar sem verið er að grafa fyrir færanlegum skólastofum sem teknar verða í notkun eftir áramót. Daginn eftir tilkynninguna frá Hofsstaðaskóla var barst tilkynning frá öðrum skóla í Garðabæ, Flataskóla. Þar hafði líka fundist mygla á nokkrum stöðum auk þess sem tekið var fram að ástæða væri til að skoða húsnæðið enn betur. Í gær hófst vinna við Hofsstaðaskóla þar sem verið er að grafa fyrir færanlegum skólastofum sem teknar verða í notkun eftir áramót.Vísir/Sigurjón Foreldrafélag skólans hefur síðustu tvö ár ítrekað bent á að aðgerða sé þörf þar sem nemendur og starfsfólk hafi verið að veikjast. Guðrún Yrsa Richer er ritari foreldrafélags Flataskóla, fulltrúi foreldra í skólaráði og móðir barns í skólanum. Hún segir illa hafi verið staðið að viðhaldi og bæjaryfirvöld hafi brugðist seint við ábendingum. Þá hafi ekki verið staðið vel að þeim framkvæmdum sem ráðist hefur verið í hingað til. Guðrún Yrsa Richer er ritari foreldrafélags Flataskóla, fulltrúi foreldra í skólaráði og móðir barns í skólanum.Vísir/Sigurjón „Þetta hefur haft afleiðingar bæði fyrir starfsfólk og nemendur. Þrátt fyrir gott samstarf við skólastjórnendur þá var bærinn mjög seinn að bregðast við. Við bindum vonir við að nú verði staðið betur að þessu. Það var mjög beinskeyttur fundur með bæjarstjóranum með foreldrum um daginn og bærinn er í raun og veru búinn að lofa að núna verði betur verði staðið að þessu. Við munum fylgjast náið með að þeir standi við það.“ Guðrún segir bæjaryfirvöld hafa lofað allsherjar úttekt á skólanum. „Og við sjáum að þar sem myglan er að koma upp á fleiri en einum stað, að það er það eina í stöðunni." Almar segist skynja áhyggjur hjá íbúum en mestu skipti að þeir upplifi að bæjaryfirvöld vilji eiga í góðum samskiptum varðandi þessi mál.Vísir/Sigurjón Almar Guðmundsson tók við sem bæjarstjóri Garðabæjar í júní. Hann segir bæjarstjórnina taka stöðuna mjög alvarlega. „Það gerum við með því að fara í heildarúttektir í fyrsta lagi. Í öðru lagi bendi ég á það að það var einhugur í bæjarstjórninni um að fara í myndarlegt endurbótaátak á húsnæði bæjarins. Það gerum við auðvitað líka til að vera forvirk í okkar aðgerðum. Ekki bara til að bregðast við eins og við erum að gera núna.“ Löng barátta framundan Það var í upphafi síðast árs sem mygla greindist fyrst í Flataskóla. Almar segir ljóst að einhverjar aðgerðir hafi ekki heppnast nægilega vel. „Nú er mjög mikilvægt, og það hefur verið síðan í haust okkar markmið að upplýsa beint og eiga samtal. Og vera auðvitað með aðgerðarplan sem kemur í veg fyrir það sem við erum að glíma við. Við teljum að með hjálp góðra og öflugra sérfræðinga séum við að nálgast það en þessi barátta er löng og við ætlum að tryggja það að börn og starfsmenn séu í umhverfi sem er heilnæmt og í lagi.“ Almar segist skynja áhyggjur hjá íbúum en mestu skipti að þeir upplifi að bæjaryfirvöld vilji eiga í góðum samskiptum varðandi þessi mál. „Íbúar í Garðabæ geta treyst því að við munum fylgja þessu máli mjög vel eftir bæði varðandi viðgerðir og endurbætur en ekki síst varðandi upplýsingastreymi og svör við spurningum og endurbótum,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar.
Mygla Skóla - og menntamál Garðabær Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira