Taldi sig dauðvona, afhenti dóttur sinni fúlgur fjár og vildi þær svo til baka Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2022 16:14 Konan vildi meina að um gjöf hafi verið að ræða en faðir hennar þvertók fyrir það, hún hafi bara átt að varðveita féð. vísir/vilhelm Einstakt mál var til úrlausnar hjá Héraðsdómi Reykjaness en það snýst um að maður nokkur sem var á leið í aðgerð og taldi litlar líkur á að hann myndi lifa hana af afhenti dóttur sinni fúlgur fjár. Aðgerðin gekk hins vegar vel en um var að ræða hjartaþræðingu. Maðurinn, sem hresstist allur í kjölfar hennar, krafði þá konuna um fjármunina aftur. Hún neitaði því hins vegar og hélt því fram að fjármunirnir hefðu verið gjöf. Hún notaði peningana meðal annars til þess að greiða inn á íbúð. Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari taldi hins vegar óumdeilt að maðurinn hafi gefið dóttur sinni fyrirmæli um að varðveita féð í bankahólfi sem hún átti að stofna. Það benti til þess að ekki hafi verið um gjöf að ræða. Um verulega fjármuni er að ræða og var hún í nokkrum hlutum. Stefnandi gerði kröfu um 14 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum að frádregnum fimm milljónum sem greidd hafði verið til baka. Þá vildi hann fá 40 þúsund bandaríkjadali sem eru liðlega 5,6 milljónir, að frádreginni innborgun að fjárhæð 20 þúsund bandaríkjadala auk málskostnaðar. Dómari taldi vert að konan greiddi til baka 5 milljónir króna auk dráttavaxta og 700 þúsund krónur í málskostnað. Í dómsorði segir að konan hafi aðallega gert kröfu um að málinu yrði vísað frá vegna vanreifunar en ágreiningslaust er að maðurinn afhenti henni fjármunina í tvennu lagi, í október 2018. Meðal annars var að ræða seðlavöndla vafða inn í álpappír sem konan tók til varðveislu og afhenti honum aftur þegar eftir því var leitað. Hún sagði staðfastlega að annað sem út af stæði hafi verið gjöf en í dómi er vísað til laga þess efnis að sá sem heldur því fram að tiltekin ráðstöfun fjármuna til hans helgist af gjöf eða öðrum örlætisgerningi beri almennt sönnunarbyrði fyrir staðhæfingu sinni. Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira
Aðgerðin gekk hins vegar vel en um var að ræða hjartaþræðingu. Maðurinn, sem hresstist allur í kjölfar hennar, krafði þá konuna um fjármunina aftur. Hún neitaði því hins vegar og hélt því fram að fjármunirnir hefðu verið gjöf. Hún notaði peningana meðal annars til þess að greiða inn á íbúð. Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari taldi hins vegar óumdeilt að maðurinn hafi gefið dóttur sinni fyrirmæli um að varðveita féð í bankahólfi sem hún átti að stofna. Það benti til þess að ekki hafi verið um gjöf að ræða. Um verulega fjármuni er að ræða og var hún í nokkrum hlutum. Stefnandi gerði kröfu um 14 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum að frádregnum fimm milljónum sem greidd hafði verið til baka. Þá vildi hann fá 40 þúsund bandaríkjadali sem eru liðlega 5,6 milljónir, að frádreginni innborgun að fjárhæð 20 þúsund bandaríkjadala auk málskostnaðar. Dómari taldi vert að konan greiddi til baka 5 milljónir króna auk dráttavaxta og 700 þúsund krónur í málskostnað. Í dómsorði segir að konan hafi aðallega gert kröfu um að málinu yrði vísað frá vegna vanreifunar en ágreiningslaust er að maðurinn afhenti henni fjármunina í tvennu lagi, í október 2018. Meðal annars var að ræða seðlavöndla vafða inn í álpappír sem konan tók til varðveislu og afhenti honum aftur þegar eftir því var leitað. Hún sagði staðfastlega að annað sem út af stæði hafi verið gjöf en í dómi er vísað til laga þess efnis að sá sem heldur því fram að tiltekin ráðstöfun fjármuna til hans helgist af gjöf eða öðrum örlætisgerningi beri almennt sönnunarbyrði fyrir staðhæfingu sinni.
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Sjá meira