Körfubolti

Fyrrverandi NBA-stjarna handtekin fyrir að kýla dóttur sína

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Amar'e Stoudemire þótti einn skemmtilegasti leikmaður NBA-deildarinnar á hátindi ferilsins.
Amar'e Stoudemire þótti einn skemmtilegasti leikmaður NBA-deildarinnar á hátindi ferilsins. getty/Doug Pensinger

Amar'e Stoudemire, sem var einn besti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á sínum tíma, var handtekinn í gær eftir að hafa kýlt dóttur sína.

Stoudemire var handtekinn snemma morguns í gær en sleppt gegn tryggingu. Hann er sakaður um að hafa slegið dóttur sína í andlitið á laugardagskvöldið. Stoudemire á tvær unglingsdætur, sautján og fjórtán ára. Ekki er vitað hvora þeirra hann á að hafa slegið.

Í lögregluskýrslu segir að Stoudemire hafi sakað dóttur sína um vanvirðingu í garð móður sinnar í símtali. Þegar hún neitaði því brást Stoudemire ókvæða við og kýldi hana í andlitið.

Stúlkan hafði samband við móður sína, fyrrverandi eiginkonu Stoudemires, sem kom og sótti systurnar og bræður þeirra tvo og hafði svo samband við lögregluna.

Í færslu á samfélagsmiðlum svór Stoudemire af sér allar sakir. „Ég gæti séð mig ráðast á aðra manneskju, allra síst börnin mín. Ég virði, ver og elska fjölskyldu mína, sérstaklega börnin mín. Sem faðir bið ég ykkur um að virða friðhelgi okkar,“ skrifaði Stoudemire.

Hann var valinn nýliði ársins í NBA tímabilið 2002-03. Stoudemire átti sín bestu ár með Phoenix Suns en var skipt til New York Knicks 2010.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×