Fjárlög samþykkt og næsti þingfundur 23. janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2022 19:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hittast á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Þingið er hins vegar komið í jólafrí. Vísir/Vilhelm Fjárlög fyrir árið 2023 voru samþykkt á Alþingi nú síðdegis. Þar með er Alþingi komið í jólafrí. Stjórnarflokkarnir segja að áframhaldandi styrking innviða og grunnþjónusta og áhersla á að verja kaupmátt og viðhalda raunvirði bóta almannatrygginga séu meginstef fjárlaganna. „Lögin tryggja aukin framlög til nokkurra veigamikilla málaflokka. Þar vega heilbrigðismál þyngst, sem fá um 343 ma.kr. í framlög. Að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum þá eru framlög til heilbrigðismála aukin um um ríflega 17 ma.kr. frá gildandi fjárlögum eða sem nemur 5,5%.Einnig má nefna löggæslumál, málefni öryrkja og fatlaðs fólks, orkumál og nýsköpun, þar sem verulega er bætt í framlög. Á sama tíma er staðinn vörður um þau meginmarkmið opinberra fjármála að stöðva hækkun skuldahlutfalla,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Þá eru talin upp nokkur áherslumál ríkisstjórnarinnar í fjárlögum: Stuðningsaðgerðir í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði: Barnabótakerfið styrkt og eflt, þar sem tæplega 3.000 fleiri fjölskyldur fá barnabætur, grunnfjárhæðir og skerðingarmörk hækka, húsnæðisbætur verða hækkaðar um 13,8% á næsta ári til viðbótar við 10% hækkun í júní sl. og tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%, Eignaskerðingamörk í vaxtabótakerfinu hækka um 50% í upphafi árs 2023 5 ma.kr. færðir frá ríki til sveitarfélaga í tengslum við málefni fatlaðs fólk Áframhaldandi mikill stuðningur við rannsóknir og þróun Átaksverkefni til kaupa á hreinorkuökutækjum til bílaleiga Fjöldatakmörk raf- og vetnisbíla sem fá skattaívilnun afnumin á næsta ári Hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna öryrkja í 200 þús. kr. á mánuði Enn frekari styrking Landspítala 1 ma.kr. til að vinna gegn langtímaáhrifum kórónuveirufaraldursins Aukin framlög til löggæslumála Framlög vegna fjölgunar einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd og stuðnings við Úkraínu Fram kemur á vef Alþingis að þingið hafi verið að störfum frá 13. september til 16. desember. Þingfundir voru samtals 52 og stóðu í tæpar 296 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var 5 klukkustundir og 35 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 14 klukkustundir og 35 mín. Lengsta umræðan var um fjárlög 2023 en hún stóð samtals í 62 klst og 9 mínútur. Þingfundadagar voru alls 46. Af 150 frumvörpum urðu alls 26 að lögum og 124 voru óútrædd. Af 121 þingsályktunartillögu voru sex samþykktar og 115 tillögur voru óútræddar. Sex skriflegar skýrslur voru lagðar fram. Tíu beiðnir um skýrslur komu fram, þar af níu til ráðherra og ein til ríkisendurskoðanda. Þrjár munnlegar skýrslur ráðherra voru fluttar. Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 298. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 29 og var tólf svarað. 269 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 127 þeirra svarað, 142 biðu svars er þingi var frestað. Þingmál til meðferðar í þinginu voru 587 og tala þingskjala var 867. Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 131. Sérstakar umræður voru 17. Samtals höfðu verið haldnir 152 fundir hjá fastanefndum þegar þingfundum var frestað 16. desember. Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Stjórnarflokkarnir segja að áframhaldandi styrking innviða og grunnþjónusta og áhersla á að verja kaupmátt og viðhalda raunvirði bóta almannatrygginga séu meginstef fjárlaganna. „Lögin tryggja aukin framlög til nokkurra veigamikilla málaflokka. Þar vega heilbrigðismál þyngst, sem fá um 343 ma.kr. í framlög. Að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum þá eru framlög til heilbrigðismála aukin um um ríflega 17 ma.kr. frá gildandi fjárlögum eða sem nemur 5,5%.Einnig má nefna löggæslumál, málefni öryrkja og fatlaðs fólks, orkumál og nýsköpun, þar sem verulega er bætt í framlög. Á sama tíma er staðinn vörður um þau meginmarkmið opinberra fjármála að stöðva hækkun skuldahlutfalla,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Þá eru talin upp nokkur áherslumál ríkisstjórnarinnar í fjárlögum: Stuðningsaðgerðir í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði: Barnabótakerfið styrkt og eflt, þar sem tæplega 3.000 fleiri fjölskyldur fá barnabætur, grunnfjárhæðir og skerðingarmörk hækka, húsnæðisbætur verða hækkaðar um 13,8% á næsta ári til viðbótar við 10% hækkun í júní sl. og tekjuskerðingarmörk húsnæðisbóta hækka um 7,4%, Eignaskerðingamörk í vaxtabótakerfinu hækka um 50% í upphafi árs 2023 5 ma.kr. færðir frá ríki til sveitarfélaga í tengslum við málefni fatlaðs fólk Áframhaldandi mikill stuðningur við rannsóknir og þróun Átaksverkefni til kaupa á hreinorkuökutækjum til bílaleiga Fjöldatakmörk raf- og vetnisbíla sem fá skattaívilnun afnumin á næsta ári Hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna öryrkja í 200 þús. kr. á mánuði Enn frekari styrking Landspítala 1 ma.kr. til að vinna gegn langtímaáhrifum kórónuveirufaraldursins Aukin framlög til löggæslumála Framlög vegna fjölgunar einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd og stuðnings við Úkraínu Fram kemur á vef Alþingis að þingið hafi verið að störfum frá 13. september til 16. desember. Þingfundir voru samtals 52 og stóðu í tæpar 296 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var 5 klukkustundir og 35 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 14 klukkustundir og 35 mín. Lengsta umræðan var um fjárlög 2023 en hún stóð samtals í 62 klst og 9 mínútur. Þingfundadagar voru alls 46. Af 150 frumvörpum urðu alls 26 að lögum og 124 voru óútrædd. Af 121 þingsályktunartillögu voru sex samþykktar og 115 tillögur voru óútræddar. Sex skriflegar skýrslur voru lagðar fram. Tíu beiðnir um skýrslur komu fram, þar af níu til ráðherra og ein til ríkisendurskoðanda. Þrjár munnlegar skýrslur ráðherra voru fluttar. Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 298. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 29 og var tólf svarað. 269 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 127 þeirra svarað, 142 biðu svars er þingi var frestað. Þingmál til meðferðar í þinginu voru 587 og tala þingskjala var 867. Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 131. Sérstakar umræður voru 17. Samtals höfðu verið haldnir 152 fundir hjá fastanefndum þegar þingfundum var frestað 16. desember.
Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira