Lyfja valið markaðsfyrirtæki ársins 2022 Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. desember 2022 13:29 Fulltrúar Lyfju við afhendingu íslensku markaðsverðlaunanna í gærkvöldi Ímark Lyfja var valið markaðsfyrirtæki ársins þegar íslensku markaðsverðlaunin voru afhent í gærkvöldi í 29. skipti við hátíðlega athöfn í Hörpu. Þetta er í fyrsta skipti sem Lyfja hlýtur þessa viðurkenningu. Alls voru fimm fyrirtæki tilnefnd af dómnefnd; Atlantsolía, Blush, Krónan, Lyfja og 66° Norður. Í tilkynningu frá ÍMARK kemur fram að aldrei hafi borist fleiri tilnefningar en ÍMARK hefur veitt íslensku markaðsverðlaunin frá árinu 1991. Markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku í markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á tímabilinu og við ákvörðun um verðlaunahafa er tekið mið af fagmennsku í markaðsstarfi, að fjárhagslegt öryggi sé til staðar og að fyrirtækið hafi sannað sýnilegan árangur. Viðkomandi fyrirtæki hlýtur nafnbótina í tvö heil ár þar sem verðlaunin eru veitt annað hvert ár á móti markaðsmanneskju ársins. Katrín M. Guðjónsdóttir formaður dómnefndar, afhenti verðlaunin. Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Lyfju og Karen Ósk Gylfadóttir sviðsstjóri stafrænna lausna og markaðsmála tóku við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins. Stjórnendur staðfastir í trú á markaðáherslum Í rökstuddum úrskurði dómnefndar um Markaðsfyrirtæki ársins segir meðal annars. „Vörumerki Lyfju hefur farið í gengum allsherjar stefnumörkun. Þaulskipulagt og vandlega útfært markaðsstarf Lyfju síðustu tvö ár hefur skilað markvissum árangri, skýrri ásýnd og gríðarlegum árangri bæði í rekstri og afkomu félagsins. Vörumerkjastefnan er skýr og staðföst í gegnum allt þeirra starf. Með nýrri ásýnd hefur Lyfja náð að breyta heildarupplifun apóteka með breytingu í verslunum, aukinni fræðslu og nýrri tækni. Stjórnendur hafa trú á að markaðsáhersla sé rétta leiðin til að ná árangri og markaðsleg gildi endurspeglast í allri starfsemi fyrirtækisins. Viðskiptavinir og starfsfólk eru ávallt í forgrunni og skilningur á því að þjónusta og lausnir munu breytast þegar til framtíðar er litið. Lyfju teymið virðist samstíga og tryggt er að allir gangi í takt í átt að sömu markmiðum, að lengja líf og auka lífsgæði Íslendinga.‘‘ Dómnefndin er skipuð fulltrúum úr stjórn ÍMARK, atvinnulífinu og háskólasamfélaginu með þverfaglega þekkingu og reynslu í huga. Dómnefndina í ár skipa Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, Berglind Rán Ólafsdóttir famkvæmdastýra / Orka náttúrunnar, Dr. Eyþór Jónsson, lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, Guðmundur Gunnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Credit Info, Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK, Ragnar Már Vilhjálmsson hjá Manhattan marketing og Háskólanum á Bifröst og Svanhvít Friðriksdóttir almannatengsla ráðgjafi. Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Harpa Verslun Lyf Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Alls voru fimm fyrirtæki tilnefnd af dómnefnd; Atlantsolía, Blush, Krónan, Lyfja og 66° Norður. Í tilkynningu frá ÍMARK kemur fram að aldrei hafi borist fleiri tilnefningar en ÍMARK hefur veitt íslensku markaðsverðlaunin frá árinu 1991. Markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku í markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á tímabilinu og við ákvörðun um verðlaunahafa er tekið mið af fagmennsku í markaðsstarfi, að fjárhagslegt öryggi sé til staðar og að fyrirtækið hafi sannað sýnilegan árangur. Viðkomandi fyrirtæki hlýtur nafnbótina í tvö heil ár þar sem verðlaunin eru veitt annað hvert ár á móti markaðsmanneskju ársins. Katrín M. Guðjónsdóttir formaður dómnefndar, afhenti verðlaunin. Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Lyfju og Karen Ósk Gylfadóttir sviðsstjóri stafrænna lausna og markaðsmála tóku við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins. Stjórnendur staðfastir í trú á markaðáherslum Í rökstuddum úrskurði dómnefndar um Markaðsfyrirtæki ársins segir meðal annars. „Vörumerki Lyfju hefur farið í gengum allsherjar stefnumörkun. Þaulskipulagt og vandlega útfært markaðsstarf Lyfju síðustu tvö ár hefur skilað markvissum árangri, skýrri ásýnd og gríðarlegum árangri bæði í rekstri og afkomu félagsins. Vörumerkjastefnan er skýr og staðföst í gegnum allt þeirra starf. Með nýrri ásýnd hefur Lyfja náð að breyta heildarupplifun apóteka með breytingu í verslunum, aukinni fræðslu og nýrri tækni. Stjórnendur hafa trú á að markaðsáhersla sé rétta leiðin til að ná árangri og markaðsleg gildi endurspeglast í allri starfsemi fyrirtækisins. Viðskiptavinir og starfsfólk eru ávallt í forgrunni og skilningur á því að þjónusta og lausnir munu breytast þegar til framtíðar er litið. Lyfju teymið virðist samstíga og tryggt er að allir gangi í takt í átt að sömu markmiðum, að lengja líf og auka lífsgæði Íslendinga.‘‘ Dómnefndin er skipuð fulltrúum úr stjórn ÍMARK, atvinnulífinu og háskólasamfélaginu með þverfaglega þekkingu og reynslu í huga. Dómnefndina í ár skipa Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, Berglind Rán Ólafsdóttir famkvæmdastýra / Orka náttúrunnar, Dr. Eyþór Jónsson, lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, Guðmundur Gunnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Credit Info, Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður stjórnar ÍMARK, Ragnar Már Vilhjálmsson hjá Manhattan marketing og Háskólanum á Bifröst og Svanhvít Friðriksdóttir almannatengsla ráðgjafi.
Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Harpa Verslun Lyf Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira