Sextíu flugskeytum skotið á borgir Úkraínu í morgunsárið Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 16. desember 2022 10:47 Sumir borgarbúar í Kænugarði leituðu skjóls á lestarstöðvum. EPA-EFE/ROMAN PILIPEY Rússar eru sagðir hafa skotið tugum flugskeyta á borgir Úkraínu snemma í morgun. Skipulega hafi verið ráðist á innviði þjóðarinnar. Rafmagnslaust er í borgunum Kharkiv og Poltava eftir árásirnar. Samkvæmt umfjöllun CNN lentu flugskeytin víða um land, þar á meðal í borgunum Kharkiv, Poltava, Ódessa, Zjytómýr, Sumy og Kænugarði. Viðvörunarbjöllurnar hafi hringt um allt land og fólk hvatt til þess að halda sig í öruggu skjóli. Sumir leituðu skjóls á lestarstöðvum. Þá eru tveir látnir og fimm særðir eftir að flugskeyti lentu á íbúðarhúsnæði í borginni Kyvyj Ríh í miðri Úkraínu. Reuters greinir frá því að talið sé að fólk sé fast undir rústum eftir sprengingarnar. Vatnsbirgðir í höfuðborginni komu illa út úr árásinni og hefur fólk verið hvatt til þess að birgja sig upp af vatni. Þá eru almenningssamgöngur í uppnámi vegna sprenginganna. Innviðaárásir hafa ekki verið óalgengar síðustu mánuði og virðist rafmagnsleysi vera daglegt brauð. Á ráðstefnu til stuðnings Úkraínu í París á dögunum óskaði Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu eftir 121 milljarðs króna innviðafjárfestingu frá bandalagsþjóðum og alþjóðastofnunum. Fjárfestingunni kallaði hann meðal annars eftir vegna viðkvæmrar stöðu rafkerfis landsins. Tryggja þyrfti aðgang að hita og rafmagni fyrir erfiða veturinn fram undan. Í fyrrradag birtist viðtal við yfirmann úkraínskra herafla, Valery Zaluzhny þar sem hann sagðist viss um að Rússar myndu gera aðra atlögu að Kænugarði. Þá sagði hann Rússa vera að byggja upp nýjan her með tvö hundruð þúsund manns sem kvaddir hafa verið í herinn á síðustu mánuðum og árásin væri líkleg til þess að á næsta ári. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun CNN lentu flugskeytin víða um land, þar á meðal í borgunum Kharkiv, Poltava, Ódessa, Zjytómýr, Sumy og Kænugarði. Viðvörunarbjöllurnar hafi hringt um allt land og fólk hvatt til þess að halda sig í öruggu skjóli. Sumir leituðu skjóls á lestarstöðvum. Þá eru tveir látnir og fimm særðir eftir að flugskeyti lentu á íbúðarhúsnæði í borginni Kyvyj Ríh í miðri Úkraínu. Reuters greinir frá því að talið sé að fólk sé fast undir rústum eftir sprengingarnar. Vatnsbirgðir í höfuðborginni komu illa út úr árásinni og hefur fólk verið hvatt til þess að birgja sig upp af vatni. Þá eru almenningssamgöngur í uppnámi vegna sprenginganna. Innviðaárásir hafa ekki verið óalgengar síðustu mánuði og virðist rafmagnsleysi vera daglegt brauð. Á ráðstefnu til stuðnings Úkraínu í París á dögunum óskaði Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu eftir 121 milljarðs króna innviðafjárfestingu frá bandalagsþjóðum og alþjóðastofnunum. Fjárfestingunni kallaði hann meðal annars eftir vegna viðkvæmrar stöðu rafkerfis landsins. Tryggja þyrfti aðgang að hita og rafmagni fyrir erfiða veturinn fram undan. Í fyrrradag birtist viðtal við yfirmann úkraínskra herafla, Valery Zaluzhny þar sem hann sagðist viss um að Rússar myndu gera aðra atlögu að Kænugarði. Þá sagði hann Rússa vera að byggja upp nýjan her með tvö hundruð þúsund manns sem kvaddir hafa verið í herinn á síðustu mánuðum og árásin væri líkleg til þess að á næsta ári.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira