„Menn hljóta að trúa því að við getum unnið hvaða lið sem er“ Siggeir Ævarsson skrifar 15. desember 2022 22:30 Ísak Wíum á hliðarlínunni. Vísir/Bára Dröfn Lærisveinar Ísaks Wíum í ÍR náðu heldur betur að velgja Keflvíkingum undir uggum í Keflavík í Subway deild karla í körfubolta fyrr í kvöld en leikurinn var hnífjafn og æsipennandi fyrstu þrjá leikhlutana. Lokaniðurstaðan aftur á móti varð 20 stiga sigur heimamanna sem áttu 4. leikhlutann með húð og hári, lokatölur 108-88. Ísak sagði að orkustigið hjá hans mönnum hefði einfaldlega gufað upp eftir 3. leikhlutann og slakur varnarleikur kostað þá sigurinn í hröðum leik. „Mér leið mjög vel í lok þriðja miðað við hvernig leikurinn var að þróast og hvaða opnanir við vorum að fá. En vissulega hafði ég áhyggjur af varnarleiknum sem var ekki góður og alls ekki góður í 4. leikhluta. Svo bara setja þeir í annan gír og við kannski lækkum um gír. Orkustigið þegar við löbbuðum útúr þriðja leikhluta og inn í fjórða leikhluta var ekki neitt. Þeir vinna fyrstu 5 mínúturnar af fjórða 18-5 og þar bara fer leikurinn á móti jafn góðu liði og Keflavík.“ Það er oft talað um að góður varnarleikur gefi af sér auðveldar sóknir, en sóknarleikurinn í 4. leikhluta var hrein hörmung að mati Ísak. „Já sóknarleikurinn var ömurlegur í fjórða, klárt mál. En heilt yfir var hann góður. En málið er líka að við vorum svolítið að hlaupa á þá og reyna að fá auðveldar körfur. Styrkleikinn okkar í síðustu leikjum hefur svolítið verið að leita inní og eðlilega erum við kannski ekki að „matcha“ neitt sérstaklega vel á móti turnunum sem þeir eru með þegar við leitum inní. Við vildum sækja á þá hratt, en ef við gerum það verðum við líka að stoppa hinumegin, og þess vegna vil ég skrifa þetta á vörnina frekar. En sóknarlega var ákvarðatakan ekki góð og menn kannski orðnir þreyttir.“ Ísaki hefur verið tíðrætt um að hans menn séu að bíða eftir „skotdeginum“ sínum og þeir voru nokkuð nálægt honum í kvöld, þriggjastiga nýtingin 32% og Taylor Johns með 100% nýtingu þar til í lokin. Ísak var bara nokkuð sáttur með nýtinguna að þessu sinni. „Skutum við ekki ágætlega í þessum leik? Taylor má skjóta ef hann er opinn, fyrir utan þessa tvo grín þrista sem hann tekur í lokin þá er hann 2/2 þannig að ef hann getur sett þristana sína þá er ég að fá helvíti mikið frá honum.“ Ísak var að sögn sultuslakur þrátt fyrir tapið, og sagði að tímabilið stæði hvorki né félli með tapi gegn best manna liði deildarinnar. „Menn hljóta að trúa því að við getum unnið hvaða lið sem er. Við þurfum að bæta við einum leikhluta. Eru ekki allir sammála því að þetta Keflavíkurlið sé best mannaða lið deildarinnar? Mér allavega heyrist það á öllum að þetta sé langbest mannaða lið deildarinnar. Við bara förum með það inn í jólafríið, tímabilið okkar stendur ekki og fellur ekki með tapi gegn Keflavík í Keflavík.“ Körfubolti Subway-deild karla ÍR Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira
Ísak sagði að orkustigið hjá hans mönnum hefði einfaldlega gufað upp eftir 3. leikhlutann og slakur varnarleikur kostað þá sigurinn í hröðum leik. „Mér leið mjög vel í lok þriðja miðað við hvernig leikurinn var að þróast og hvaða opnanir við vorum að fá. En vissulega hafði ég áhyggjur af varnarleiknum sem var ekki góður og alls ekki góður í 4. leikhluta. Svo bara setja þeir í annan gír og við kannski lækkum um gír. Orkustigið þegar við löbbuðum útúr þriðja leikhluta og inn í fjórða leikhluta var ekki neitt. Þeir vinna fyrstu 5 mínúturnar af fjórða 18-5 og þar bara fer leikurinn á móti jafn góðu liði og Keflavík.“ Það er oft talað um að góður varnarleikur gefi af sér auðveldar sóknir, en sóknarleikurinn í 4. leikhluta var hrein hörmung að mati Ísak. „Já sóknarleikurinn var ömurlegur í fjórða, klárt mál. En heilt yfir var hann góður. En málið er líka að við vorum svolítið að hlaupa á þá og reyna að fá auðveldar körfur. Styrkleikinn okkar í síðustu leikjum hefur svolítið verið að leita inní og eðlilega erum við kannski ekki að „matcha“ neitt sérstaklega vel á móti turnunum sem þeir eru með þegar við leitum inní. Við vildum sækja á þá hratt, en ef við gerum það verðum við líka að stoppa hinumegin, og þess vegna vil ég skrifa þetta á vörnina frekar. En sóknarlega var ákvarðatakan ekki góð og menn kannski orðnir þreyttir.“ Ísaki hefur verið tíðrætt um að hans menn séu að bíða eftir „skotdeginum“ sínum og þeir voru nokkuð nálægt honum í kvöld, þriggjastiga nýtingin 32% og Taylor Johns með 100% nýtingu þar til í lokin. Ísak var bara nokkuð sáttur með nýtinguna að þessu sinni. „Skutum við ekki ágætlega í þessum leik? Taylor má skjóta ef hann er opinn, fyrir utan þessa tvo grín þrista sem hann tekur í lokin þá er hann 2/2 þannig að ef hann getur sett þristana sína þá er ég að fá helvíti mikið frá honum.“ Ísak var að sögn sultuslakur þrátt fyrir tapið, og sagði að tímabilið stæði hvorki né félli með tapi gegn best manna liði deildarinnar. „Menn hljóta að trúa því að við getum unnið hvaða lið sem er. Við þurfum að bæta við einum leikhluta. Eru ekki allir sammála því að þetta Keflavíkurlið sé best mannaða lið deildarinnar? Mér allavega heyrist það á öllum að þetta sé langbest mannaða lið deildarinnar. Við bara förum með það inn í jólafríið, tímabilið okkar stendur ekki og fellur ekki með tapi gegn Keflavík í Keflavík.“
Körfubolti Subway-deild karla ÍR Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA Sjá meira