Helgi Már eftir enn eitt tap KR: „Ég sinni þessu starfi þangað til þeir tala við mig“ Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 15. desember 2022 20:56 Helgi Már, þjálfari KR. Vísir/Hulda Margrét „Bara hræðilega,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, þegar hann var spurður að því hvernig hann meti leikinn á móti Tindastóli í Subway-deild karla. KR tapaði að lokum, á heimavelli, með 27 stiga mun, lokatölur 77-104. Þegar hann var spurður út í frammistöðuna heilt yfir þá var það sama svar: „Hún var bara hræðileg.“ Tímabilið hjá KR hefur verið mikil vonbrigði. Hvað þarf að breytast? „Við þurfum að spila leikina af krafti. Við getum ekki slökkt á okkur. Við þurfum bara að vera lið. Við erum það ekki, því miður.“ Helgi var spurður að því hvort hann hefði íhugað að stíga frá borði. Örugglega velta því einhverjir fyrir sér hvort breytingu þurfi í þjálfaramálum. „Hef ég íhugað það? Nei. Ég sinni þessu starfi þangað til þeir tala við mig. Ég sinn þessu starfi eftir bestu getu þangað til svo er ekki.“ Hefur trú á því að þessi hópur geti snúið við taflinu „Já, ég hef alltaf trú á því að góðir hlutir geti gerst þegar maður leggur sig fram. Auðvitað er maður jákvæður. Auðvitað er ég áhyggjufullur. Við erum búnir að vera mjög slakir í mörgum leikjum. Við áttum svo fínan leik á móti Hetti en dettum svo í sama farið núna. Ég er áhyggjufullur, en þetta lið getur gert fullt af hlutum ef við spilum eins og menn.“ KR er sigursælasta félagið á Íslandi síðustu árin og hefur unnið mikinn fjölda Íslandsmeistaratitla. En núna er staðan önnur. „Það segir sig sjálft. Við misstum út kynslóð af leikmönnum hratt og fljótt. Það er ástæða fyrir því að það eru ekki mörg lið sem hafa gert það sem við gerðum á þessum tíma. Núna eru nýir menn að koma inn og það þarf að byggja upp. Það er það sem við erum að reyna að gera.“ Brynjar Þór Björnsson lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið.Vísir/Bára Dröfn Brynjar Þór Björnsson, einn besti leikmaður í sögu KR, var heiðraður í kvöld en hann lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið. „Við töluðum saman síðasta sumar en ég fann það á honum að hann var búinn. Það er flott hjá honum, geggjaður ferill. Ég er ánægður að við náðum að kveðja hann. Hann er einn af mínum bestu samherjum og einn mesti sigurvegari í sögu íslenska körfuboltans. Ég hefði viljað gefa honum betri leik í kvöld.“ Körfubolti Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 77-104 | KR-ingar sjá ekki til sólar Enn tapar KR og útlitið er svart hjá liðinu sem einokaði Íslandsmeistaratitilinn til fjölda ára. Staðan er mjög vond í Vesturbænum og það eru góðar líkur - eins og staðan er núna - á því að KR verði í 1. deild á næstu leiktíð. Hversu skrítið er að lesa og segja það? KR í 1. deild í körfubolta? Tilhugsunin er vægast sagt skrítin. 15. desember 2022 21:15 Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira
Þegar hann var spurður út í frammistöðuna heilt yfir þá var það sama svar: „Hún var bara hræðileg.“ Tímabilið hjá KR hefur verið mikil vonbrigði. Hvað þarf að breytast? „Við þurfum að spila leikina af krafti. Við getum ekki slökkt á okkur. Við þurfum bara að vera lið. Við erum það ekki, því miður.“ Helgi var spurður að því hvort hann hefði íhugað að stíga frá borði. Örugglega velta því einhverjir fyrir sér hvort breytingu þurfi í þjálfaramálum. „Hef ég íhugað það? Nei. Ég sinni þessu starfi þangað til þeir tala við mig. Ég sinn þessu starfi eftir bestu getu þangað til svo er ekki.“ Hefur trú á því að þessi hópur geti snúið við taflinu „Já, ég hef alltaf trú á því að góðir hlutir geti gerst þegar maður leggur sig fram. Auðvitað er maður jákvæður. Auðvitað er ég áhyggjufullur. Við erum búnir að vera mjög slakir í mörgum leikjum. Við áttum svo fínan leik á móti Hetti en dettum svo í sama farið núna. Ég er áhyggjufullur, en þetta lið getur gert fullt af hlutum ef við spilum eins og menn.“ KR er sigursælasta félagið á Íslandi síðustu árin og hefur unnið mikinn fjölda Íslandsmeistaratitla. En núna er staðan önnur. „Það segir sig sjálft. Við misstum út kynslóð af leikmönnum hratt og fljótt. Það er ástæða fyrir því að það eru ekki mörg lið sem hafa gert það sem við gerðum á þessum tíma. Núna eru nýir menn að koma inn og það þarf að byggja upp. Það er það sem við erum að reyna að gera.“ Brynjar Þór Björnsson lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið.Vísir/Bára Dröfn Brynjar Þór Björnsson, einn besti leikmaður í sögu KR, var heiðraður í kvöld en hann lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið. „Við töluðum saman síðasta sumar en ég fann það á honum að hann var búinn. Það er flott hjá honum, geggjaður ferill. Ég er ánægður að við náðum að kveðja hann. Hann er einn af mínum bestu samherjum og einn mesti sigurvegari í sögu íslenska körfuboltans. Ég hefði viljað gefa honum betri leik í kvöld.“
Körfubolti Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 77-104 | KR-ingar sjá ekki til sólar Enn tapar KR og útlitið er svart hjá liðinu sem einokaði Íslandsmeistaratitilinn til fjölda ára. Staðan er mjög vond í Vesturbænum og það eru góðar líkur - eins og staðan er núna - á því að KR verði í 1. deild á næstu leiktíð. Hversu skrítið er að lesa og segja það? KR í 1. deild í körfubolta? Tilhugsunin er vægast sagt skrítin. 15. desember 2022 21:15 Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira
Leik lokið: KR - Tindastóll 77-104 | KR-ingar sjá ekki til sólar Enn tapar KR og útlitið er svart hjá liðinu sem einokaði Íslandsmeistaratitilinn til fjölda ára. Staðan er mjög vond í Vesturbænum og það eru góðar líkur - eins og staðan er núna - á því að KR verði í 1. deild á næstu leiktíð. Hversu skrítið er að lesa og segja það? KR í 1. deild í körfubolta? Tilhugsunin er vægast sagt skrítin. 15. desember 2022 21:15