Mest lesnu viðhorfspistlarnir 2022: Ýmsir fá það óþvegið í pistlum ársins Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2022 10:01 Þessir pistlahöfundar hittu í mark með pistlum sínum á árinu 2022. vísir Mest lesnu viðhorfspistlar ársins gefa haldbærar vísbendingar um hvað klukkan sló á árinu 2022 – sem senn er nú liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. Vísir er öflugasti vettvangur viðhorfspistla á Íslandi. Það er kúnst að skrifa góðan pistil, í raun sérstakt bókmenntaform og gaman að segja frá því að þrátt fyrir offramboð á skoðunum sem finna má á samfélagsmiðlum, þá heldur þetta sígilda form sínu. Lestrartölur sýna það svo ekki verður um villst. Það sem er til efnis pistlahöfunda nú og vakti athygli lesenda er af ýmsu tagi. Í fyrra voru pistlar sem fjölluðu um kynferðisofbeldi ofarlega á baugi. Í samræmi við díalektík Hegels þá eru það nú pistlar þar sem goldinn er varhugur við hörðum fyrirframdómum á samfélagsmiðlum sem eru ofarlega á baugi. Það sem einkennir pistlana almennt, rauður þráður ef að er gáð, er að þar fá ýmsir á baukinn: Óvæntur vinkill á eldgos á Reykjanesskaga lítur dagsins ljós og neytendur láta í sér heyra; Icelandair hlýtur skáldlegar ákúrur og meintir fordómar heilbrigðisstarfsfólks og bankamanna eru teiknaðir upp. Bjarni Benediktsson, Edda Falak, Gunnar í Krossinum og Sólveig Anna Jónsdóttir eru meðal þeirra sem fá það óþvegið. Ágreiningur innan verkalýðsforystunnar kemur við sögu sem og sveitarstjórnarkosningar voru á árinu og óvænt heldur Viðreisn öðrum flokkum fremur þeim fána á loft á lista yfir mest lesnu viðhorfspistla ársins. Hér neðar eru tilgreindir þeir tíu pistla sem vöktu mesta athygli á árinu og efni þeirra reifað. Vísir hvetur lesendur eindregið til að renna yfir þessi athyglisverðu skrif; sem gefa mynd af því hvað helst brann á þjóðinni á árinu sem er að líða. Þeir eru margir hverjir sprúðlandi skemmtilegir og vel skrifaðir. 1. Hinn framsýni og strangheiðarlegi Pawel Það verður bara að segjast alveg eins og er, og með fullri virðingu, að það kemur á óvart að þessi tiltekni pistill trónir á toppi lista yfir þá sem voru mest lesnir á árinu. Sveitarstjórnarkosningar settu vissulega svip sinn á árið sem er að líða en á topp tíu lista yfir mest lesnu viðhorfspistlana eru tveir stuðningspistlar úr herbúðum Viðreisnar. Ekki liggur fyrir nein skýring á þessu en í fyrra var það Lenya Rún Taha Karim Pírati sem „stal glæpnum“, var með mest lesna pistilinn sem var afar hófstilltur og æpti ekki beinlínis á athygli. Helsta skýringin á þessu er sú að Viðreisn hafi virkjað grasrótina með svo árangursríkum hætti, sem hafi þá dreift pistlinum og allar koppagrundir. Umræddur pistill er snarpur stuðningspistill eftir þær Hönnu Katrínu Friðriksson og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingkonur Viðreisnar. Fyrirsögnin er glettin og lýsandi í senn: „Allarborgir þurfa Pawel“. Þær Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður benda á að í framboði í borginni séu nokkur hundruð manns og valið gæti því verið flókið. En ætti þó ekki endilega að þurfa að vera það því þeirra á meðal er Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar. Mannlýsing þeirra stallsystra á þessum geðþekka flokksbróður þeirra er nánast eins og upp úr Íslendingasögum: „Pawel er framsýnn og heiðarlegur stjórnmálamaður sem lætur verkin tala. Veigrar sér aldrei við að taka að sér erfið verkefni, ber virðingu fyrir andstæðum sjónarmiðum og elskar rökræður, stundum jafnvel full mikið fyrir smekk sumra. Hann er hugmyndaríkur og frjór á sama tíma og hann er ábyrgur og lausnamiðaður…“ Því má svo við þetta bæta að þær höfðu ekki erindi sem erfiði og þó. Pawel náði ekki inn en er atkvæðamikill 1. varaborgarfulltrúi og borgin nýtur þannig hinna miklu mannkosta Pawels. 2. Þriðja vaktin kynnt til sögunnar Sá pistill sem er í öðru sæti er eftir hjónin Huldu Tölgyes sálfræðing og Þorstein V. Einarsson kynjafræðing sem rekur hlaðvarpið Karlmennskan þar sem talað er fyrir sjónarmiðum femínista sérstaklega. Þessi pistill hitti beint í mark víða á bæjum en þar kynna þau hjón til sögunnar nýtt hugtak: Þriðju vaktina. Efni pistilsins er á þá leið að konur séu undir miklu meira álagi í þessu þjóðfélagi en karlar. En njóti ekki eldanna í þessu karllæga feðraveldi sem Ísland er. Og þá staðreynd sé rétt að hafa í huga um jól. „Á bakvið hverja huggulega jólahátíð er kona* sem hefur séð til þess að öll fái réttu pakkana, krakkarnir séu í betri fötunum, matarborðið sé hátíðlegt, kertin endurnýjuð og að allir litlu hlutirnir séu til staðar sem gera jólin að einhverju öðru en hversdagslegu matarboði, án þess að nokkur hafi endilega haft orð á því. Enda týpískt fyrir þriðju vaktina sem fellur margfalt þyngra á konur en karla, bæði almennt en sérstaklega í parasamböndum.“ Þau Hulda og Þorsteinn segja dæmigert að enginn hafi tekið eftir allri þessari miklu vinnu sem enda sé hún „að stórum hluta hugræn, fyrir utan að konur og þeirra framlag er gjarnan gert ósýnilegt og tekið sjálfsagt.“ Hjónin setja þann fyrirvara á orð sín að þegar þau tali um konur þá sé það vissulega svo að pör eru til af öllum kynjum og álagið geti fallið ójafnt á einstaklinga, óháð. Þau séu að ávarpa rótgróið og útbreitt mynstur í karl/kona samböndum. 3. Málsvörn Veðurguðs Greinin sem situr í þriðja sæti á lista vakti einnig verulega athygli eins og þær tvær áðurnefndar. Þar eru undir mál sem hafa lengi verið í brennidepli, í þessu tilfelli sem lúta að ásökunum um kynferðislega áreitni á hendur Ingólfi Þórarinssyni, betur er þekktur sem tónlistarmaðurinn Ingó Veðurguð. Honum var svo í kjölfarið slaufað, eins og það kallast. Ingólfur sjálfur ritar greinina sem er varnarræða hans. „Ég er svo sannarlega breyskur maður og hef gert mín mistök á löngum ferli eflaust sýnt af mér dónaskap og ekki komið nægjanlega vel fram við alla en ofbeldismaður og þaðan af verra er ég ekki. Þess vegna finnst mér mikilvægt að segja alla söguna,“ segir í greininni þar sem Ingólfur. Hann tiltekur það tjón sem hann hefur orðið fyrir vegna ásakana sem hann segir úr lausu lofti gripnar. Ingólfur lýsir því að hann hafi til neyddur látið af störfum hjá fyrirtækinu X-Mist og að tónlistarferill hans hafi verið lagður í rúst; öll gigg afbókuð, tónlistin tekin úr spilun og mörg stór verkefni sem skipulögð höfðu verið tekin af dagskrá. Ingólfur segir sig hafa orðið fyrir árásum hóps sem hann kallar „árásarher“ og aðferðirnar sem sá hópur beiti séu með miklum ólíkindum. „Benda ber á að árásarherinn er ekki fjölmennur. Þvert á móti er hann mjög fámennur en hávær hópur sem fjölmiðlar veita mikið pláss,“ segir í grein Ingólfs. Hann segir marga hafa lýst yfir stuðningi við sig og viljað gjalda varhug við þessari aðferðafræði en síður viljað gera það af ótta við hefndaraðgerðir hópsins. „Ástæða þess er eðlileg, því þeir örfáu sem hafa gert það og sett spurningarmerki við aðferðina sem notuð er hafa heldur betur fengið að heyra það.“ 4. Hvaðan kemur þér umboðið, herra Gunnar í Krossinum? Eldgos setti sitt mark á árið sem er að líða en pistillinn sem því tengist kemur úr óvæntri átt. Gunnar Þorsteinsson sem löngum hefur verið kenndur við Krossinn í Kópavogi lýsti því yfir að hann teldi eldgos á Reykjanesi tákn um reiði Guðs vegna samkynhneigðar. „… eða ef ég skil þetta rétt reiði guðs vegna orða biskupsritara um margvíslegar myndir guðs og að birtingarmynd okkar tíma væri Jesús sem samkynhneigður eða trans,“ segir í pistli Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur dósents í mannfræði sem svarar Gunnari að hætti hússins. Ingibjörg Kristín telur hvorki eldgos á Reykjanesskaga né orð biskupsritara neitt sérstakt undrunarefni en það séu hins vegar orð Gunnars og hann fær að heyra það: „Orð þín um reiði guðs gerðu mig ekki bara undrandi heldur fann ég fyrir einhverjum viðbjóði sem ég á erfitt með að lýsa. Ég eyði ekki tárum í svona, ég glotti frekar. Viðbjóðurinn kemur af að svona yfirlýsingar eru settar fram til að gera fólk hrætt. Að hræða fólk með guði hefur verið valdatæki í þúsundir ára. Hægt er að túlka orð þín þannig „ef þið hlustið ekki á mig og hagið ykkur eins og mér finnst að þið eigið að haga ykkur, verður guð reiður“. Hvaðan færð þú umboð fyrir svona valdbeitingu?“ spyr Ingibjörg Kristín í bráðskemmtilegum pistli. Stórt er spurt og voru margir lesendur tilbúnir að velta þessari spurningu fyrir sér þó geta megi sér til um hvert svar guðsmannsins Gunnari er. Pistillinn er traustur í 4. sæti á lista yfir mest lesnu viðhorfspistla ársins. 5. Hefðbundinn framboðspistill óvænt á topplistanum Eins og segir um efni þess pistils sem situr í fyrsta sæti þá gildir það sama um þann sem er í fimmta sæti. Hann fjallar um sveitarstjórnarkosningarnar, nánar tiltekið í Reykjavík og það er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar sem heldur um penna. Fyrirsögnin sætir engum sérstökum tíðindum: „Kosið um traust“. Pistillinn er hefðbundið ákall til kjósenda sem vekur upp spurningar hvað veldur því að hann er svo víðlesin og lestrartölur gefa til kynna? Þórdís Lóa óskar stuðningi. Hún segir Viðreisn hafa staðið við kosningaloforðin, flokkurinn sé stoltur af sinni vinnu á kjörtímabilinu og verið sterk rödd í borgarstjórn. „Viðreisn er mikilvæg rödd í borgarstjórn Reykjavík, sem talar fyrir frjálslyndi, jafnrétti og ábyrgð í fjármálum. Eftir því höfum við starfað og munum gera það áfram.“ Þessi pistill birtist á kjördegi og greinilegt að Viðreisn í kosningaham hefur ræst sínar vélar og komið honum á framfæri víða. 6. „Meint réttindabarátta kvenna“ Hin rökfasta Eva Hauksdóttir lögmaður á pistil sem situr í 6. sæti lista yfir mest lesnu viðhorfsgreinar ársins. Hún kemur inn á hitamál sem hefur sett sinn svip á þjóðmálin undanfarin ár; ásakanir um kynferðislegt áreiti og/eða ofbeldi á hendur nafngreindum aðilum sem settar eru fram á samfélagsmiðlum. Pistillinn er undir lýsandi fyrirsögn: „Aðdróttanir og dylgjur – auglýst eftir kjaftasögum“. Eva tekur hyskna blaðamenn til bæna sem hafa sópað slíkum ásökunum upp af nokkru kappi og „geta auðveldlega fjöldaframleitt smellvænlegar fréttir sem þeir þurfa ekki að taka neina ábyrgð á, bara með því að endurbirta dylgjurnar með nafni höfundar,“ segir Eva. Tilefni skrifa Evu er að umdeildur hlaðvarpsstjóri auglýsti sérstaklega eftir sögum af vafasömu athæfi nafngreinds manns og það þykir greinarhöfundi ekki til eftirbreytni: „Það framlag Eddu Falak til meintrar réttindabaráttu kvenna að auglýsa eftir sögum af kynferðisbrotum er reyndar ekki alveg nýtt af nálinni. Þessu heillaráði var t.d. beitt í #metoo hópi sviðslistakvenna árið 2017. Stjórnandi hópsins gaf vísbendingar um það hvaða mann stæði til að taka niður næst og bauðst til að koma á samtali milli þeirra kvenna sem hefðu eitthvað upp á viðkomandi að klaga. Þeim tilmælum var þó beint til mögulegra þolenda. Ég minnist þess ekki að hafa áður séð auglýst eftir bara einhverjum upplýsingum frá bara hverjum sem er, í þessum tilgangi. Edda toppar svo listina með því að slá úr og í,“ segir meðal annars í pistli Evu. 7. Flugdólgarnir börnin mín Sá pistill sem situr í 7. sæti yfir þá pistla sem mesta athygli vakti á árinu er að efni til klassískur neytendapistill þar sem kvartað er undan slakri þjónustu flugfélags. Munurinn er bara sá að höfundurinn kann sannarlega að halda um penna. Umkvartanirnar reynast sannkallaður skemmtilestur. Kannski ekki síst vegna þess að höfundur kann þá kúnst að gera grín að sér sjálfum, sem ekki er öllum gefið. Anna Gunndís Guðmundsdóttir, leikkona, handritshöfundur og leikstjóri, segir af fyrirhugaðri flugferð sem hún var að fara í með börnum sínum tveimur. Meinið var að ekki var hægt að ganga frá bókun þannig að þau sætu saman nema með ærnum aukakostnaði. Ekki var hlaupið að því að bóka flugið. Pistillinn er undir fyrirsögninni „Draumaferðin er handan við hornið með Icelandair!“ og hann felur í sér dulbúna hótun. Í pistlinum segir meðal annars: „Ég fór svo inn á bókunina og dreifði krökkunum um vélina í þau ókeypis sæti sem voru laus og svo ætla ég bara að koma mér fyrir í mínu sæti með mitt hvítvínsglas. Aumingja þeir sem lenda við hliðina á þessum tveggja ára, hann á eftir að vera öskrandi á mat allt flugið og vera með dólg. Þau eiga bara eftir að þurfa að teipa hann eins og þeir gerðu við manninn þarna um árið.“ Það má með góðri samvisku mæla með þessum pistli. 8. Fordómar hér og fordómar þar Gísli Hvanndal Jakobsson eilífðarstúdent á greinina sem situr í 8. sæti á lista yfir mest lesnu viðhorfspistla ársins. Hér er um athyglisverð skrif að ræða en Gísli leggur út af reynslu sinni sem flogaveikur og veltir fyrir sér fyrirbærinu fordómar. Hann segir að flest teljum við okkur fordómalaus en svo er kannski ekki ef menn leggjast í heiðarlega sjálfsskoðun. Gísli segir þrjár reynslusögur sem hann telur til marks um fordóma sem greina megi meðal starfsfólks heilbrigðiskerfisins. Gísli tekur þó fram að samkvæmt sinni upplifun þá séu 90 prósent hjúkrunarfræðingar og læknar á Íslandi á heimavelli og hann vill nota orðið engla yfir þá. Í miðri grein vendir hann svo kvæði sínu í kross og beinir sjónum að bankakerfinu og þeim sem þar starfa. Á þeim vettvangi vill Gísli meina að þeir sem eru á örorku megi mæta verulegum fordómum. „Það sem ég vil koma til skila í þessum pistli er að fólk í þessum stöðum sem við gætum sagt að væri frekar fordómafullt í garð annarra hvort sem það er í bankakerfinu, heilbrigðiskerfinu eða annarsstaðar í okkar fallega landi setji sig í spor annarra, setji sig í spor þeirra sem nálgast það og hugsi með sér ef að staðan væri öðruvísi og að það væri ,,þau” sem væru hinumegin við borðið.“ Boðskapur Gísla má heita sígildur. 9. Hann Bjarni Benediktsson Sá pistlahöfundur sem situr í 9. sæti á lista yfir mest lesnu pistlana kann að ydda sinn penna og hann kann að skrifa fyrirsagnir. Um er að ræða Gunnar Smára Egilsson blaðamann og einn stofnenda Sósíalistaflokks Íslands. Fyrirsögn sem hann velur á umræddan pistil er afdráttarlaus: „Spilltasti og óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar“. Gunnar Smári beinir spjótum sínum, einu sinni sem oftar, að Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra þjóðarinnar. Gunnar Smári hikar hvergi við að nota efsta stig lýsingarorða þegar Bjarni á í hlut og hann rekur feril Bjarna sem Gunnar Smári telur engum vafa undirorpið að sé samansúrraður spillingarferill. Gunnar Smári segist ekki vera einn um þá skoðun að Bjarni sé með óheiðarlegri mönnum og vitnar í skoðanakönnun Maskínu sem leiddi í ljós að Bjarni sé sá stjórnmálamaður sem flestir landsmanna vantreysta. Skoðanakönnun Maskínu í vikunni leiddi í ljós að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er sá stjórnmálamaður sem flestir landsmanna vantreysta. „Aldrei áður hefur vantraust á stjórnmálamann mælst 71%. Jafnvel þótt við leituðum til annarra landa er hæpið að við finnum viðlíka höfnun þjóðar á nokkrum stjórnmálamanni. Þegar Richard M. Nixon flaug í þyrlu frá Hvíta húsinu, eftir að hafa sagt af sér vegna Watergate-hneykslisins, treystu hlutfallslega fleiri Bandaríkjamenn Nixon en Íslendingar Bjarna í dag. Og mun færri vantreystu Nixon en Bjarna. Vantraust Íslendinga á Bjarna er því heimssögulega stórt og merkilegt,“ segir Gunnar Smári um fjármálaráðherra sem án nokkurs vafa hugsar pistlahöfundinum tæpitungulausa þegjandi þörfina. 10. Svívirðingar og aðdróttanir verklýðsleiðtoga Sá sem nær síðasta sætinu á topp tíu lista yfir mest lesnu viðhorfsgreinar ársins er Gabríel Benjamin starfsmaður Eflingar. Efni pistils Gabríels tengist efni sem sannarlega setti svip sinn á árið sem er kjarabarátta og átökum innan verkalýðshreyfingarinnar. Pistill Gabríels er langur og fjallar að efni til um Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar og ástandið innan verkalýðsfélagsins. Gabríel Benjamin kann þá kúnst að grípa lesandann traustataki. Hann byrjar bratt og lesanda má ljóst vera að þarna segir af dramatískum vendingum: „Formaður næststærsta stéttarfélagi landsins sagði af sér. Hún var kölluð konan sem fórnaði sér og talað um hana sem hetju sem setti baráttuna ofar eigin hagsmunum. Og síðan bauð hún sig aftur fram,“ skrifar Gabríel Benjamin. Hann greinir frá því að í átta ár hafi hann starfað sem blaðamaður sem lét sig stéttarbaráttuna varða. Hann fylgdist með, ritaði sögu baráttuafla sem vöktu hreyfinguna til dáða og væri hann enn blaðamaður þætti honum þessi atburðarás eflaust spennandi og forvitnileg. En það er ekki svo gott: „Þess í stað finnst mér hún ömurleg. Ég sef varla, á erfitt með einbeitingu og finn fyrir gífurlegum kvíða í hvert skiptið sem ég fer á fætur. En það er líka því að ég er ekki lengur blaðamaður, heldur starfsmaður Eflingar, og ég hef fylgst með þessari lygilegu atburðarás innan frá, allt frá því að ég hóf störf hjá Eflingu fullur aðdáunar gagnvart Sólveigu Önnu. Það er ekkert spennandi við hana; sannleikurinn er sá að fyrrverandi formaður festi heilan vinnustað í gapastokk. Hún hefur æpt svívirðingum, aðdróttunum og lygum að starfsfólki og gefið á það skotleyfi.“ Og svo tekur Gabríel Benjamín til óspilltra málanna og segir af slæmri reynslu sinni af formanninum og það átti heldur betur hljómgrunn á mörgum bæjum. Eins og sjá má er umfjöllunarefnið margvíslegt í þessum tíu pistlum ársins sem tilgreindir eru hér en þeir eru þó aðeins örfá dæmi af mörgum. Eins og áður sagði er Vísir helsti vettvangur landsins fyrir skoðanapistla en um fimm þúsund pistlar berast Vísi árlega að jafnaði. Ritstjórnin hvetur lesendur eftir sem áður til að senda inn viðhorfsgreinar og rækta tjáningarfrelsi sitt. Slíkt efni má senda á tölvupóstfangið greinar@visir.is og minnt er á að láta fylgja fyrirsögn, mynd af pistlahöfundi (betra að hún sé á þverveginn) og tilgreina hvað höfundur vill að hann sé titlaður. Fréttir ársins 2022 Tengdar fréttir Mest lesnu viðhorfspistlarnir 2021: Kynferðisofbeldi, faraldurinn, fiskeldi og Gísli Marteinn Mest lesnu viðhorfspistlar ársins varpa skýru ljósi á hvað var efst á baugi á árinu. 18. desember 2021 08:01 Topp tíu viðhorfspistlar: Lán, ólán, foreldrar, Kári Stefáns, partí, opin bréf og Helgi Seljan Þegar skoðuð eru gögn um hvaða viðhorfspistlar vöktu mesta athygli að teknu tilliti til lestrartalna, kemur á daginn að þeir fjalla um allt milli himins og jarðar. 19. desember 2020 08:00 Topp tíu viðhorfspistlar: Lán, ólán, foreldrar, Kári Stefáns, partí, opin bréf og Helgi Seljan Þegar skoðuð eru gögn um hvaða viðhorfspistlar vöktu mesta athygli að teknu tilliti til lestrartalna, kemur á daginn að þeir fjalla um allt milli himins og jarðar. 19. desember 2020 08:00 Skoðanir sem skipta máli Þeir tíu viðhorfspistlar sem mesta athygli vöktu á árinu 2018. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Vísir er öflugasti vettvangur viðhorfspistla á Íslandi. Það er kúnst að skrifa góðan pistil, í raun sérstakt bókmenntaform og gaman að segja frá því að þrátt fyrir offramboð á skoðunum sem finna má á samfélagsmiðlum, þá heldur þetta sígilda form sínu. Lestrartölur sýna það svo ekki verður um villst. Það sem er til efnis pistlahöfunda nú og vakti athygli lesenda er af ýmsu tagi. Í fyrra voru pistlar sem fjölluðu um kynferðisofbeldi ofarlega á baugi. Í samræmi við díalektík Hegels þá eru það nú pistlar þar sem goldinn er varhugur við hörðum fyrirframdómum á samfélagsmiðlum sem eru ofarlega á baugi. Það sem einkennir pistlana almennt, rauður þráður ef að er gáð, er að þar fá ýmsir á baukinn: Óvæntur vinkill á eldgos á Reykjanesskaga lítur dagsins ljós og neytendur láta í sér heyra; Icelandair hlýtur skáldlegar ákúrur og meintir fordómar heilbrigðisstarfsfólks og bankamanna eru teiknaðir upp. Bjarni Benediktsson, Edda Falak, Gunnar í Krossinum og Sólveig Anna Jónsdóttir eru meðal þeirra sem fá það óþvegið. Ágreiningur innan verkalýðsforystunnar kemur við sögu sem og sveitarstjórnarkosningar voru á árinu og óvænt heldur Viðreisn öðrum flokkum fremur þeim fána á loft á lista yfir mest lesnu viðhorfspistla ársins. Hér neðar eru tilgreindir þeir tíu pistla sem vöktu mesta athygli á árinu og efni þeirra reifað. Vísir hvetur lesendur eindregið til að renna yfir þessi athyglisverðu skrif; sem gefa mynd af því hvað helst brann á þjóðinni á árinu sem er að líða. Þeir eru margir hverjir sprúðlandi skemmtilegir og vel skrifaðir. 1. Hinn framsýni og strangheiðarlegi Pawel Það verður bara að segjast alveg eins og er, og með fullri virðingu, að það kemur á óvart að þessi tiltekni pistill trónir á toppi lista yfir þá sem voru mest lesnir á árinu. Sveitarstjórnarkosningar settu vissulega svip sinn á árið sem er að líða en á topp tíu lista yfir mest lesnu viðhorfspistlana eru tveir stuðningspistlar úr herbúðum Viðreisnar. Ekki liggur fyrir nein skýring á þessu en í fyrra var það Lenya Rún Taha Karim Pírati sem „stal glæpnum“, var með mest lesna pistilinn sem var afar hófstilltur og æpti ekki beinlínis á athygli. Helsta skýringin á þessu er sú að Viðreisn hafi virkjað grasrótina með svo árangursríkum hætti, sem hafi þá dreift pistlinum og allar koppagrundir. Umræddur pistill er snarpur stuðningspistill eftir þær Hönnu Katrínu Friðriksson og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingkonur Viðreisnar. Fyrirsögnin er glettin og lýsandi í senn: „Allarborgir þurfa Pawel“. Þær Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður benda á að í framboði í borginni séu nokkur hundruð manns og valið gæti því verið flókið. En ætti þó ekki endilega að þurfa að vera það því þeirra á meðal er Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar. Mannlýsing þeirra stallsystra á þessum geðþekka flokksbróður þeirra er nánast eins og upp úr Íslendingasögum: „Pawel er framsýnn og heiðarlegur stjórnmálamaður sem lætur verkin tala. Veigrar sér aldrei við að taka að sér erfið verkefni, ber virðingu fyrir andstæðum sjónarmiðum og elskar rökræður, stundum jafnvel full mikið fyrir smekk sumra. Hann er hugmyndaríkur og frjór á sama tíma og hann er ábyrgur og lausnamiðaður…“ Því má svo við þetta bæta að þær höfðu ekki erindi sem erfiði og þó. Pawel náði ekki inn en er atkvæðamikill 1. varaborgarfulltrúi og borgin nýtur þannig hinna miklu mannkosta Pawels. 2. Þriðja vaktin kynnt til sögunnar Sá pistill sem er í öðru sæti er eftir hjónin Huldu Tölgyes sálfræðing og Þorstein V. Einarsson kynjafræðing sem rekur hlaðvarpið Karlmennskan þar sem talað er fyrir sjónarmiðum femínista sérstaklega. Þessi pistill hitti beint í mark víða á bæjum en þar kynna þau hjón til sögunnar nýtt hugtak: Þriðju vaktina. Efni pistilsins er á þá leið að konur séu undir miklu meira álagi í þessu þjóðfélagi en karlar. En njóti ekki eldanna í þessu karllæga feðraveldi sem Ísland er. Og þá staðreynd sé rétt að hafa í huga um jól. „Á bakvið hverja huggulega jólahátíð er kona* sem hefur séð til þess að öll fái réttu pakkana, krakkarnir séu í betri fötunum, matarborðið sé hátíðlegt, kertin endurnýjuð og að allir litlu hlutirnir séu til staðar sem gera jólin að einhverju öðru en hversdagslegu matarboði, án þess að nokkur hafi endilega haft orð á því. Enda týpískt fyrir þriðju vaktina sem fellur margfalt þyngra á konur en karla, bæði almennt en sérstaklega í parasamböndum.“ Þau Hulda og Þorsteinn segja dæmigert að enginn hafi tekið eftir allri þessari miklu vinnu sem enda sé hún „að stórum hluta hugræn, fyrir utan að konur og þeirra framlag er gjarnan gert ósýnilegt og tekið sjálfsagt.“ Hjónin setja þann fyrirvara á orð sín að þegar þau tali um konur þá sé það vissulega svo að pör eru til af öllum kynjum og álagið geti fallið ójafnt á einstaklinga, óháð. Þau séu að ávarpa rótgróið og útbreitt mynstur í karl/kona samböndum. 3. Málsvörn Veðurguðs Greinin sem situr í þriðja sæti á lista vakti einnig verulega athygli eins og þær tvær áðurnefndar. Þar eru undir mál sem hafa lengi verið í brennidepli, í þessu tilfelli sem lúta að ásökunum um kynferðislega áreitni á hendur Ingólfi Þórarinssyni, betur er þekktur sem tónlistarmaðurinn Ingó Veðurguð. Honum var svo í kjölfarið slaufað, eins og það kallast. Ingólfur sjálfur ritar greinina sem er varnarræða hans. „Ég er svo sannarlega breyskur maður og hef gert mín mistök á löngum ferli eflaust sýnt af mér dónaskap og ekki komið nægjanlega vel fram við alla en ofbeldismaður og þaðan af verra er ég ekki. Þess vegna finnst mér mikilvægt að segja alla söguna,“ segir í greininni þar sem Ingólfur. Hann tiltekur það tjón sem hann hefur orðið fyrir vegna ásakana sem hann segir úr lausu lofti gripnar. Ingólfur lýsir því að hann hafi til neyddur látið af störfum hjá fyrirtækinu X-Mist og að tónlistarferill hans hafi verið lagður í rúst; öll gigg afbókuð, tónlistin tekin úr spilun og mörg stór verkefni sem skipulögð höfðu verið tekin af dagskrá. Ingólfur segir sig hafa orðið fyrir árásum hóps sem hann kallar „árásarher“ og aðferðirnar sem sá hópur beiti séu með miklum ólíkindum. „Benda ber á að árásarherinn er ekki fjölmennur. Þvert á móti er hann mjög fámennur en hávær hópur sem fjölmiðlar veita mikið pláss,“ segir í grein Ingólfs. Hann segir marga hafa lýst yfir stuðningi við sig og viljað gjalda varhug við þessari aðferðafræði en síður viljað gera það af ótta við hefndaraðgerðir hópsins. „Ástæða þess er eðlileg, því þeir örfáu sem hafa gert það og sett spurningarmerki við aðferðina sem notuð er hafa heldur betur fengið að heyra það.“ 4. Hvaðan kemur þér umboðið, herra Gunnar í Krossinum? Eldgos setti sitt mark á árið sem er að líða en pistillinn sem því tengist kemur úr óvæntri átt. Gunnar Þorsteinsson sem löngum hefur verið kenndur við Krossinn í Kópavogi lýsti því yfir að hann teldi eldgos á Reykjanesi tákn um reiði Guðs vegna samkynhneigðar. „… eða ef ég skil þetta rétt reiði guðs vegna orða biskupsritara um margvíslegar myndir guðs og að birtingarmynd okkar tíma væri Jesús sem samkynhneigður eða trans,“ segir í pistli Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur dósents í mannfræði sem svarar Gunnari að hætti hússins. Ingibjörg Kristín telur hvorki eldgos á Reykjanesskaga né orð biskupsritara neitt sérstakt undrunarefni en það séu hins vegar orð Gunnars og hann fær að heyra það: „Orð þín um reiði guðs gerðu mig ekki bara undrandi heldur fann ég fyrir einhverjum viðbjóði sem ég á erfitt með að lýsa. Ég eyði ekki tárum í svona, ég glotti frekar. Viðbjóðurinn kemur af að svona yfirlýsingar eru settar fram til að gera fólk hrætt. Að hræða fólk með guði hefur verið valdatæki í þúsundir ára. Hægt er að túlka orð þín þannig „ef þið hlustið ekki á mig og hagið ykkur eins og mér finnst að þið eigið að haga ykkur, verður guð reiður“. Hvaðan færð þú umboð fyrir svona valdbeitingu?“ spyr Ingibjörg Kristín í bráðskemmtilegum pistli. Stórt er spurt og voru margir lesendur tilbúnir að velta þessari spurningu fyrir sér þó geta megi sér til um hvert svar guðsmannsins Gunnari er. Pistillinn er traustur í 4. sæti á lista yfir mest lesnu viðhorfspistla ársins. 5. Hefðbundinn framboðspistill óvænt á topplistanum Eins og segir um efni þess pistils sem situr í fyrsta sæti þá gildir það sama um þann sem er í fimmta sæti. Hann fjallar um sveitarstjórnarkosningarnar, nánar tiltekið í Reykjavík og það er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar sem heldur um penna. Fyrirsögnin sætir engum sérstökum tíðindum: „Kosið um traust“. Pistillinn er hefðbundið ákall til kjósenda sem vekur upp spurningar hvað veldur því að hann er svo víðlesin og lestrartölur gefa til kynna? Þórdís Lóa óskar stuðningi. Hún segir Viðreisn hafa staðið við kosningaloforðin, flokkurinn sé stoltur af sinni vinnu á kjörtímabilinu og verið sterk rödd í borgarstjórn. „Viðreisn er mikilvæg rödd í borgarstjórn Reykjavík, sem talar fyrir frjálslyndi, jafnrétti og ábyrgð í fjármálum. Eftir því höfum við starfað og munum gera það áfram.“ Þessi pistill birtist á kjördegi og greinilegt að Viðreisn í kosningaham hefur ræst sínar vélar og komið honum á framfæri víða. 6. „Meint réttindabarátta kvenna“ Hin rökfasta Eva Hauksdóttir lögmaður á pistil sem situr í 6. sæti lista yfir mest lesnu viðhorfsgreinar ársins. Hún kemur inn á hitamál sem hefur sett sinn svip á þjóðmálin undanfarin ár; ásakanir um kynferðislegt áreiti og/eða ofbeldi á hendur nafngreindum aðilum sem settar eru fram á samfélagsmiðlum. Pistillinn er undir lýsandi fyrirsögn: „Aðdróttanir og dylgjur – auglýst eftir kjaftasögum“. Eva tekur hyskna blaðamenn til bæna sem hafa sópað slíkum ásökunum upp af nokkru kappi og „geta auðveldlega fjöldaframleitt smellvænlegar fréttir sem þeir þurfa ekki að taka neina ábyrgð á, bara með því að endurbirta dylgjurnar með nafni höfundar,“ segir Eva. Tilefni skrifa Evu er að umdeildur hlaðvarpsstjóri auglýsti sérstaklega eftir sögum af vafasömu athæfi nafngreinds manns og það þykir greinarhöfundi ekki til eftirbreytni: „Það framlag Eddu Falak til meintrar réttindabaráttu kvenna að auglýsa eftir sögum af kynferðisbrotum er reyndar ekki alveg nýtt af nálinni. Þessu heillaráði var t.d. beitt í #metoo hópi sviðslistakvenna árið 2017. Stjórnandi hópsins gaf vísbendingar um það hvaða mann stæði til að taka niður næst og bauðst til að koma á samtali milli þeirra kvenna sem hefðu eitthvað upp á viðkomandi að klaga. Þeim tilmælum var þó beint til mögulegra þolenda. Ég minnist þess ekki að hafa áður séð auglýst eftir bara einhverjum upplýsingum frá bara hverjum sem er, í þessum tilgangi. Edda toppar svo listina með því að slá úr og í,“ segir meðal annars í pistli Evu. 7. Flugdólgarnir börnin mín Sá pistill sem situr í 7. sæti yfir þá pistla sem mesta athygli vakti á árinu er að efni til klassískur neytendapistill þar sem kvartað er undan slakri þjónustu flugfélags. Munurinn er bara sá að höfundurinn kann sannarlega að halda um penna. Umkvartanirnar reynast sannkallaður skemmtilestur. Kannski ekki síst vegna þess að höfundur kann þá kúnst að gera grín að sér sjálfum, sem ekki er öllum gefið. Anna Gunndís Guðmundsdóttir, leikkona, handritshöfundur og leikstjóri, segir af fyrirhugaðri flugferð sem hún var að fara í með börnum sínum tveimur. Meinið var að ekki var hægt að ganga frá bókun þannig að þau sætu saman nema með ærnum aukakostnaði. Ekki var hlaupið að því að bóka flugið. Pistillinn er undir fyrirsögninni „Draumaferðin er handan við hornið með Icelandair!“ og hann felur í sér dulbúna hótun. Í pistlinum segir meðal annars: „Ég fór svo inn á bókunina og dreifði krökkunum um vélina í þau ókeypis sæti sem voru laus og svo ætla ég bara að koma mér fyrir í mínu sæti með mitt hvítvínsglas. Aumingja þeir sem lenda við hliðina á þessum tveggja ára, hann á eftir að vera öskrandi á mat allt flugið og vera með dólg. Þau eiga bara eftir að þurfa að teipa hann eins og þeir gerðu við manninn þarna um árið.“ Það má með góðri samvisku mæla með þessum pistli. 8. Fordómar hér og fordómar þar Gísli Hvanndal Jakobsson eilífðarstúdent á greinina sem situr í 8. sæti á lista yfir mest lesnu viðhorfspistla ársins. Hér er um athyglisverð skrif að ræða en Gísli leggur út af reynslu sinni sem flogaveikur og veltir fyrir sér fyrirbærinu fordómar. Hann segir að flest teljum við okkur fordómalaus en svo er kannski ekki ef menn leggjast í heiðarlega sjálfsskoðun. Gísli segir þrjár reynslusögur sem hann telur til marks um fordóma sem greina megi meðal starfsfólks heilbrigðiskerfisins. Gísli tekur þó fram að samkvæmt sinni upplifun þá séu 90 prósent hjúkrunarfræðingar og læknar á Íslandi á heimavelli og hann vill nota orðið engla yfir þá. Í miðri grein vendir hann svo kvæði sínu í kross og beinir sjónum að bankakerfinu og þeim sem þar starfa. Á þeim vettvangi vill Gísli meina að þeir sem eru á örorku megi mæta verulegum fordómum. „Það sem ég vil koma til skila í þessum pistli er að fólk í þessum stöðum sem við gætum sagt að væri frekar fordómafullt í garð annarra hvort sem það er í bankakerfinu, heilbrigðiskerfinu eða annarsstaðar í okkar fallega landi setji sig í spor annarra, setji sig í spor þeirra sem nálgast það og hugsi með sér ef að staðan væri öðruvísi og að það væri ,,þau” sem væru hinumegin við borðið.“ Boðskapur Gísla má heita sígildur. 9. Hann Bjarni Benediktsson Sá pistlahöfundur sem situr í 9. sæti á lista yfir mest lesnu pistlana kann að ydda sinn penna og hann kann að skrifa fyrirsagnir. Um er að ræða Gunnar Smára Egilsson blaðamann og einn stofnenda Sósíalistaflokks Íslands. Fyrirsögn sem hann velur á umræddan pistil er afdráttarlaus: „Spilltasti og óvinsælasti stjórnmálamaður sögunnar“. Gunnar Smári beinir spjótum sínum, einu sinni sem oftar, að Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra þjóðarinnar. Gunnar Smári hikar hvergi við að nota efsta stig lýsingarorða þegar Bjarni á í hlut og hann rekur feril Bjarna sem Gunnar Smári telur engum vafa undirorpið að sé samansúrraður spillingarferill. Gunnar Smári segist ekki vera einn um þá skoðun að Bjarni sé með óheiðarlegri mönnum og vitnar í skoðanakönnun Maskínu sem leiddi í ljós að Bjarni sé sá stjórnmálamaður sem flestir landsmanna vantreysta. Skoðanakönnun Maskínu í vikunni leiddi í ljós að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er sá stjórnmálamaður sem flestir landsmanna vantreysta. „Aldrei áður hefur vantraust á stjórnmálamann mælst 71%. Jafnvel þótt við leituðum til annarra landa er hæpið að við finnum viðlíka höfnun þjóðar á nokkrum stjórnmálamanni. Þegar Richard M. Nixon flaug í þyrlu frá Hvíta húsinu, eftir að hafa sagt af sér vegna Watergate-hneykslisins, treystu hlutfallslega fleiri Bandaríkjamenn Nixon en Íslendingar Bjarna í dag. Og mun færri vantreystu Nixon en Bjarna. Vantraust Íslendinga á Bjarna er því heimssögulega stórt og merkilegt,“ segir Gunnar Smári um fjármálaráðherra sem án nokkurs vafa hugsar pistlahöfundinum tæpitungulausa þegjandi þörfina. 10. Svívirðingar og aðdróttanir verklýðsleiðtoga Sá sem nær síðasta sætinu á topp tíu lista yfir mest lesnu viðhorfsgreinar ársins er Gabríel Benjamin starfsmaður Eflingar. Efni pistils Gabríels tengist efni sem sannarlega setti svip sinn á árið sem er kjarabarátta og átökum innan verkalýðshreyfingarinnar. Pistill Gabríels er langur og fjallar að efni til um Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar og ástandið innan verkalýðsfélagsins. Gabríel Benjamin kann þá kúnst að grípa lesandann traustataki. Hann byrjar bratt og lesanda má ljóst vera að þarna segir af dramatískum vendingum: „Formaður næststærsta stéttarfélagi landsins sagði af sér. Hún var kölluð konan sem fórnaði sér og talað um hana sem hetju sem setti baráttuna ofar eigin hagsmunum. Og síðan bauð hún sig aftur fram,“ skrifar Gabríel Benjamin. Hann greinir frá því að í átta ár hafi hann starfað sem blaðamaður sem lét sig stéttarbaráttuna varða. Hann fylgdist með, ritaði sögu baráttuafla sem vöktu hreyfinguna til dáða og væri hann enn blaðamaður þætti honum þessi atburðarás eflaust spennandi og forvitnileg. En það er ekki svo gott: „Þess í stað finnst mér hún ömurleg. Ég sef varla, á erfitt með einbeitingu og finn fyrir gífurlegum kvíða í hvert skiptið sem ég fer á fætur. En það er líka því að ég er ekki lengur blaðamaður, heldur starfsmaður Eflingar, og ég hef fylgst með þessari lygilegu atburðarás innan frá, allt frá því að ég hóf störf hjá Eflingu fullur aðdáunar gagnvart Sólveigu Önnu. Það er ekkert spennandi við hana; sannleikurinn er sá að fyrrverandi formaður festi heilan vinnustað í gapastokk. Hún hefur æpt svívirðingum, aðdróttunum og lygum að starfsfólki og gefið á það skotleyfi.“ Og svo tekur Gabríel Benjamín til óspilltra málanna og segir af slæmri reynslu sinni af formanninum og það átti heldur betur hljómgrunn á mörgum bæjum. Eins og sjá má er umfjöllunarefnið margvíslegt í þessum tíu pistlum ársins sem tilgreindir eru hér en þeir eru þó aðeins örfá dæmi af mörgum. Eins og áður sagði er Vísir helsti vettvangur landsins fyrir skoðanapistla en um fimm þúsund pistlar berast Vísi árlega að jafnaði. Ritstjórnin hvetur lesendur eftir sem áður til að senda inn viðhorfsgreinar og rækta tjáningarfrelsi sitt. Slíkt efni má senda á tölvupóstfangið greinar@visir.is og minnt er á að láta fylgja fyrirsögn, mynd af pistlahöfundi (betra að hún sé á þverveginn) og tilgreina hvað höfundur vill að hann sé titlaður.
Fréttir ársins 2022 Tengdar fréttir Mest lesnu viðhorfspistlarnir 2021: Kynferðisofbeldi, faraldurinn, fiskeldi og Gísli Marteinn Mest lesnu viðhorfspistlar ársins varpa skýru ljósi á hvað var efst á baugi á árinu. 18. desember 2021 08:01 Topp tíu viðhorfspistlar: Lán, ólán, foreldrar, Kári Stefáns, partí, opin bréf og Helgi Seljan Þegar skoðuð eru gögn um hvaða viðhorfspistlar vöktu mesta athygli að teknu tilliti til lestrartalna, kemur á daginn að þeir fjalla um allt milli himins og jarðar. 19. desember 2020 08:00 Topp tíu viðhorfspistlar: Lán, ólán, foreldrar, Kári Stefáns, partí, opin bréf og Helgi Seljan Þegar skoðuð eru gögn um hvaða viðhorfspistlar vöktu mesta athygli að teknu tilliti til lestrartalna, kemur á daginn að þeir fjalla um allt milli himins og jarðar. 19. desember 2020 08:00 Skoðanir sem skipta máli Þeir tíu viðhorfspistlar sem mesta athygli vöktu á árinu 2018. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Mest lesnu viðhorfspistlarnir 2021: Kynferðisofbeldi, faraldurinn, fiskeldi og Gísli Marteinn Mest lesnu viðhorfspistlar ársins varpa skýru ljósi á hvað var efst á baugi á árinu. 18. desember 2021 08:01
Topp tíu viðhorfspistlar: Lán, ólán, foreldrar, Kári Stefáns, partí, opin bréf og Helgi Seljan Þegar skoðuð eru gögn um hvaða viðhorfspistlar vöktu mesta athygli að teknu tilliti til lestrartalna, kemur á daginn að þeir fjalla um allt milli himins og jarðar. 19. desember 2020 08:00
Topp tíu viðhorfspistlar: Lán, ólán, foreldrar, Kári Stefáns, partí, opin bréf og Helgi Seljan Þegar skoðuð eru gögn um hvaða viðhorfspistlar vöktu mesta athygli að teknu tilliti til lestrartalna, kemur á daginn að þeir fjalla um allt milli himins og jarðar. 19. desember 2020 08:00
Skoðanir sem skipta máli Þeir tíu viðhorfspistlar sem mesta athygli vöktu á árinu 2018. 17. desember 2018 10:30