Lítill munur á verði á jólamat milli Bónuss og Krónunnar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. desember 2022 14:17 Bónus var með lægsta verðið í 83 tilvikum en í mörgum tilfellum var þó einungis einnar krónu munur á verði milli Bónuss og Krónunnar Vísir/Vilhelm Bónus var oftast með lægsta verðið í nýlegri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á jólamat. Könnunin var gerð í átta matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Tilboð eru víða í matvöruverslunum nú fyrir hátíðarnar, verðbreytingar tíðar og hvetur ASÍ neytendur til að vera vel vakandi vilji þeir gera hagstæð innkaup á jólamatnum. Í verðkönnun ASÍ var kannað verð á 137 matvörum í Bónus, Krónunni, Nettó, Iceland, Fjarðarkaupum, Kjörbúðinni, Heimkaupum og Hagkaupum. Bónus var með lægsta verðið í 83 tilvikum en í mörgum tilfellum var þó einungis einnar krónu munur á verði milli Bónuss og Krónunnar. Heimkaup var oftast með hæsta verðið, eða í 51 tilviki af 137. Algengast var að undir 20 prósent munur væri á hæsta og lægsta verði á matvöru eða í 40 prósent tilfella. Í 35 prósent tilfella var 20-40 prósent munur á hæsta og lægsta verði og í 25 prósent tilfella var yfir 40 prósent munur. Mikill munur á hæsta og lægsta kg verði á kjöti Oft var mikill munur á hæsta og lægsta kg verði á kjöti. Sem dæmi má nefna 42 prósent eða 711 kr. mun á hæsta og lægsta kg verði af vinsælasta jólamat Íslendinga, hamborgarhrygg. Lægsta verð á hamborgarhrygg m. beini, óháð vörumerki, var í Bónus, 1.679 kr. en það hæsta í Heimkaup, 2.390 kr. Verð á ódýrasta hamborgarhryggnum í Krónunni var þó einungis einni krónu hærra en í Bónus. Þá var 36 prósent eða 600 kr. munur á kg verði á heilum frystum kalkún en miðað við fimm kg kalkún gerir það 3.015 kr. verðmun. Lægsta verðið var í Nettó, 1.696 kr. en hæsta verðið í Heimkaup, 2.299 kr. Þá var 24 prósent eða 1.109 kr. munur á hæsta og lægsta kg verði á úrbeinuðu Kea hangilæri. Lægst var verðið í Heimkaup, 4.590 kr. en hæst í Hagkaup, 5.699 kr. Verslun Fjármál heimilisins Verðlag Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Í verðkönnun ASÍ var kannað verð á 137 matvörum í Bónus, Krónunni, Nettó, Iceland, Fjarðarkaupum, Kjörbúðinni, Heimkaupum og Hagkaupum. Bónus var með lægsta verðið í 83 tilvikum en í mörgum tilfellum var þó einungis einnar krónu munur á verði milli Bónuss og Krónunnar. Heimkaup var oftast með hæsta verðið, eða í 51 tilviki af 137. Algengast var að undir 20 prósent munur væri á hæsta og lægsta verði á matvöru eða í 40 prósent tilfella. Í 35 prósent tilfella var 20-40 prósent munur á hæsta og lægsta verði og í 25 prósent tilfella var yfir 40 prósent munur. Mikill munur á hæsta og lægsta kg verði á kjöti Oft var mikill munur á hæsta og lægsta kg verði á kjöti. Sem dæmi má nefna 42 prósent eða 711 kr. mun á hæsta og lægsta kg verði af vinsælasta jólamat Íslendinga, hamborgarhrygg. Lægsta verð á hamborgarhrygg m. beini, óháð vörumerki, var í Bónus, 1.679 kr. en það hæsta í Heimkaup, 2.390 kr. Verð á ódýrasta hamborgarhryggnum í Krónunni var þó einungis einni krónu hærra en í Bónus. Þá var 36 prósent eða 600 kr. munur á kg verði á heilum frystum kalkún en miðað við fimm kg kalkún gerir það 3.015 kr. verðmun. Lægsta verðið var í Nettó, 1.696 kr. en hæsta verðið í Heimkaup, 2.299 kr. Þá var 24 prósent eða 1.109 kr. munur á hæsta og lægsta kg verði á úrbeinuðu Kea hangilæri. Lægst var verðið í Heimkaup, 4.590 kr. en hæst í Hagkaup, 5.699 kr.
Verslun Fjármál heimilisins Verðlag Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira