Fela ráðherra að endurskoða styrki í ljósi fjölmiðlaumræðu Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2022 20:53 Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fær það verkefni að útfæra viðbótarstyrk við einkarekna fjölmiðla sem meirihluti fjárlaganefndar lagði til. Vísir/Vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar beinir því til ráðherra að endurskoða reglur um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um ákvörðun nefndarinnar um hundrað milljón króna styrk til framleiðslu sjónvarpsefnis. Tillaga meirihluta fjárlaganefndar um að veita hundrað milljónir króna til þess að styrkja einkarekna fjölmiðla sem framleiða sjónvarpsefni um landsbyggðina var samþykkt í annarri umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á dögunum. Kjarninn greindi frá því í dag að tillagan hefði verið sett inn í nefndarálit fjárlaganefndar eftir beiðni framkvæmdastjóra sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Akureyri. Framkvæmdastjórinn er mágkona Stefáns Vagns Stefánssonar, fulltrúa Framsóknarflokksins, í fjárlaganefnd sem stóð að meirihlutaálitinu. Gagnrýnendur tillögunnar sögðu hana í reynd fela í sér styrk við einn tiltekinn fjölmiðil, N4. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði meirihluta nefndarinnar hafa tekið úr sambandi leikreglur um hvernig styrkjum til einkarekinna fjölmiðla er úthlutað í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Formaður Blaðamannafélagsins sagði ekki hægt að réttlæta styrkveitingu á svo duttlungafullan hátt í dag. Í viðbótarnefndaráliti sem var birt á vef Alþingis í kvöld er vísað til umræðu í fjölmiðlum þegar meirihlutinn beinir því til ráðherra að endurskoða þær reglur sem gildi um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Kjarninn og Stundin segja að með þessu falli meirihlutinn frá þeirri tillögu sem hefði falið í sér styrk til N4. Vísar Kjarninn til heimilda um að hundrað milljónirnar renni í staðinn inn í það styrkjakerfi sem er til staðar fyrir einkareikna fjölmiðla. Vísir hefur ekki náð tali af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formanni fjárlaganefndar, eða öðrum nefndarmanni sem gæti skýrt hvað nýjasta tillaga meirihlutans þýðir í reynd. Vilhjálmur Árnason, annar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, segir hins vegar að af sinni hálfu hafi aldrei staðið til að styrkja aðeins einn fjölmiðil. Ætlunin hafi verið að styrkurinn væri opinn öllum fjölmiðlum sem fjölluðu um landsbyggðina, óháð staðsetningu. Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Styrkbeiðni N4 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Tillaga meirihluta fjárlaganefndar um að veita hundrað milljónir króna til þess að styrkja einkarekna fjölmiðla sem framleiða sjónvarpsefni um landsbyggðina var samþykkt í annarri umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á dögunum. Kjarninn greindi frá því í dag að tillagan hefði verið sett inn í nefndarálit fjárlaganefndar eftir beiðni framkvæmdastjóra sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Akureyri. Framkvæmdastjórinn er mágkona Stefáns Vagns Stefánssonar, fulltrúa Framsóknarflokksins, í fjárlaganefnd sem stóð að meirihlutaálitinu. Gagnrýnendur tillögunnar sögðu hana í reynd fela í sér styrk við einn tiltekinn fjölmiðil, N4. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði meirihluta nefndarinnar hafa tekið úr sambandi leikreglur um hvernig styrkjum til einkarekinna fjölmiðla er úthlutað í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Formaður Blaðamannafélagsins sagði ekki hægt að réttlæta styrkveitingu á svo duttlungafullan hátt í dag. Í viðbótarnefndaráliti sem var birt á vef Alþingis í kvöld er vísað til umræðu í fjölmiðlum þegar meirihlutinn beinir því til ráðherra að endurskoða þær reglur sem gildi um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp. Kjarninn og Stundin segja að með þessu falli meirihlutinn frá þeirri tillögu sem hefði falið í sér styrk til N4. Vísar Kjarninn til heimilda um að hundrað milljónirnar renni í staðinn inn í það styrkjakerfi sem er til staðar fyrir einkareikna fjölmiðla. Vísir hefur ekki náð tali af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur, formanni fjárlaganefndar, eða öðrum nefndarmanni sem gæti skýrt hvað nýjasta tillaga meirihlutans þýðir í reynd. Vilhjálmur Árnason, annar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, segir hins vegar að af sinni hálfu hafi aldrei staðið til að styrkja aðeins einn fjölmiðil. Ætlunin hafi verið að styrkurinn væri opinn öllum fjölmiðlum sem fjölluðu um landsbyggðina, óháð staðsetningu.
Fjölmiðlar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Styrkbeiðni N4 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent