„Mikill fjöldi er að taka smálán“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. desember 2022 18:40 Guðný Helena Guðmundsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir marga leita til þeirra fyrir jólin. Vísir/Egill Töluvert fleiri hafa sótt um jólaaðstoð hjá Hjálparstarfi kirkjunnar nú fyrir jólin en undanfarin ár. Félagsráðgjafi segir neyðina mikla og erfiða stöðu á húsnæðismarkaði hafa mikið að segja. Þá leiti nú fjölmargir skjólstæðingar hjálparstarfsins í smálán til að reyna að bjarga sér. Hjálparsamtök hér á landi bjóða mörg hver þeim sem búa við kröpp kjör upp á aðstoð til að halda jólin hátíðleg ár hvert. Þeirra á meðal er Hjálparstarf kirkjunnar. Þar hefur nú verið tekið á móti umsóknum síðustu tvær vikurnar. Hægt er að sækja um á netinu út morgundaginn en þegar hafa fleiri sótt um en síðustu árin. Þannig er nú áætlað að umsóknir frá yfir tvö þúsund fjölskyldum hafi þegar borist en í fyrra voru þær innan við sextán hundruð. „Það er bara gríðarlegur fjöldi fólks sem er að koma. Bæði er að koma og þá sem hafa þegar sótt um þetta er bara mun meira heldur en hefur verið síðastliðin tvö ár,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir þá sem leita til þeirra bæði vera Íslendinga og fólk af erlendum uppruna. Margir sjái ekki fram á góð jól. „Þetta er bara gríðarlega mikil neyð hjá öllum.“ Hópurinn sem leiti til Hjálparstarfs kirkjunnar hafi alla jafnan lítið á milli handanna og þurfi að neita sér um margt. Hún segir marga illa stadda og nýta ýmsar leiðir til að reyna að bjarga sér þegar staðan er hvað verst. „Mikill fjöldi er að taka smálán og greiðsludreifingar allskonar frá þessum lánum sem eru kannski ekki með hagstæðustu vextina.“ Þá hafi erfið staða á húsnæðismarkaðnum mikil áhrif á fjölda fólks. „Það hefur allt hækkað. Húsaleiga. Húsnæði. Það er erfitt að fá húsnæði. Lág laun. Mjög margir eru annaðhvort öryrkjar, í láglaunastarfi eða hjá Félagsþjónustunni. Það náttúrlega er ekki mikill peningur þar og svo ertu að leigja á venjulegum markaði og það er náttúrulega bara mjög mjög há leiga þar. Dæmið er ekkert að ganga upp. Svo ertu kannski með mörg börn. Þú kemur alltaf út í mínus.“ Hjálparstarf Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hjálparsamtök hér á landi bjóða mörg hver þeim sem búa við kröpp kjör upp á aðstoð til að halda jólin hátíðleg ár hvert. Þeirra á meðal er Hjálparstarf kirkjunnar. Þar hefur nú verið tekið á móti umsóknum síðustu tvær vikurnar. Hægt er að sækja um á netinu út morgundaginn en þegar hafa fleiri sótt um en síðustu árin. Þannig er nú áætlað að umsóknir frá yfir tvö þúsund fjölskyldum hafi þegar borist en í fyrra voru þær innan við sextán hundruð. „Það er bara gríðarlegur fjöldi fólks sem er að koma. Bæði er að koma og þá sem hafa þegar sótt um þetta er bara mun meira heldur en hefur verið síðastliðin tvö ár,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir þá sem leita til þeirra bæði vera Íslendinga og fólk af erlendum uppruna. Margir sjái ekki fram á góð jól. „Þetta er bara gríðarlega mikil neyð hjá öllum.“ Hópurinn sem leiti til Hjálparstarfs kirkjunnar hafi alla jafnan lítið á milli handanna og þurfi að neita sér um margt. Hún segir marga illa stadda og nýta ýmsar leiðir til að reyna að bjarga sér þegar staðan er hvað verst. „Mikill fjöldi er að taka smálán og greiðsludreifingar allskonar frá þessum lánum sem eru kannski ekki með hagstæðustu vextina.“ Þá hafi erfið staða á húsnæðismarkaðnum mikil áhrif á fjölda fólks. „Það hefur allt hækkað. Húsaleiga. Húsnæði. Það er erfitt að fá húsnæði. Lág laun. Mjög margir eru annaðhvort öryrkjar, í láglaunastarfi eða hjá Félagsþjónustunni. Það náttúrlega er ekki mikill peningur þar og svo ertu að leigja á venjulegum markaði og það er náttúrulega bara mjög mjög há leiga þar. Dæmið er ekkert að ganga upp. Svo ertu kannski með mörg börn. Þú kemur alltaf út í mínus.“
Hjálparstarf Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira