Ráðherra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkisstjórnin framdi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. desember 2022 15:38 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, gagnrýnir Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, harðlega. Vísir/Samsett Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. Undir liðnum störf þingsins setti Andrés Ingi spurningarmerki við það að ráðherrann hafi fagnað því að Héraðsdómur hafi fyrr í vikunni dæmt brottvísun Hussein Hussein og fjölskyldu ólögmæta. Spurði þingmaðurinn hvort ráðherrann væri í aðstöðu til þess, ekki síst í ljósi þess að ráðherrann styðji við frumvarp dómsmálaráðherra um að ganga lengra. „Á sínum tíma sagði hann auk þess ekkert sérstaklega athugavert við brottvísunina nema kannski að það hafi verið slæmt að það hafi ekki verið bíll frá ferðaþjónustu fatlaðra til að flytja Hussein úr landi,“ sagði Andrés en Hussein notast við hjólastól. „En nú gleðst hann yfir endurkomu þeirra eins og hann sé hvítþveginn af þessum glæp sem að ríkisstjórnin framdi.“ Þá vísaði hann til frétta í fjölmiðlum í gær þar sem fram kom að vísa ætti fleirum úr landi, þar á meðal átján ára stúlku. „Það er eins og Útlendingastofnun bíði með puttann á brottvísunartakkanum eftir því að börn nái átján ára aldri þannig það sé hægt að sparka þeim úr landi,“ sagði Andrés. „Dómurinn sem sýnir að Hussein hafi verið órétti beittur, börnin sem kerfið iðar í skinninu að sparka úr landi þegar þau verða átján ára, skaðræðisfrumvarp Jóns Gunnarssonar, allt er þetta stefna stjórnvalda. Fólk getur ekki þvegið hendur sínar af þessu ef það er í stjórnarflokkunum,“ sagði hann enn fremur. Fagna áfangasigri vegna frestun útlendingafrumvarps Nú hefur komið í ljós að umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra hafi verið tekið af dagskrá þingsins fyrir jól. Þá verður málið tekið aftur fyrir í allsherjar- og menntamálanefnd eftir ármót. „Píratar fagna þessum áfangasigri í baráttu sinni gegn mannfjandsamlegu frumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt er fram til höfuðs eins jaðarsettasta hóps fólks í íslensku samfélagi, fólks á flótta,“ segir í yfirlýsingu frá Pírötum vegna málsins. Þau taka þó fram að fulltrúar meirihlutans standi áfram í vegi fyrir því að óháð álitsgerð verði fengin um lögmæti frumvarpsins, með tilliti til þess hvort það samræmist stjórnarskrá og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum íslenska ríkisins um mannréttindi. „Það er einlæg von Pírata að friðsælar stundir á jólahátíðinni geri stjórnarliðum kleift að endurskoða afstöðu sína gagnvart ólýðræðislegum og ógagnsæjum vinnubrögðum sínum í þessu máli,“ segir í yfirlýsingunni. Hælisleitendur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Tekist á um Jóladagatalið á Alþingi Skiptar skoðanir eru á Alþingi um útspil Útlendingastofnunar vegna Jóladagatals Ríkisútvarpsins. Þingmenn Miðflokksins eru hæstánægðir með upplýsingasíðu stofnunarinnar en þingmaður Pírata spurði hvort að eðlilegt gæti talist að starfsmaður stofnunarinnar hafi verið settur í þá vinnu að horfa á Jóladagatalið. 14. desember 2022 11:41 Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. 13. desember 2022 11:04 Segir stjórnarliða tefja eingreiðslu til öryrkja Umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga var sett aftur á dagskrá þingsins í dag en tímasetning umræðunnar var harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni sem segir mikilvæg mál eins og eingreiðslu til öryrkja tefjast í kjölfarið. 9. desember 2022 19:30 Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35 Fimmta tilraun til breytinga á útlendingalögum hafin á Alþingi Þingmenn tókust harkalega á um stöðu fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir stefna í að fjörutíu sinnum fleiri sæki um vernd á þessu ári en fyrir tíu árum. Stjórnarandstöðuþingmenn sökuðu ráðherra um brot á ýmsum lögum. 25. október 2022 19:21 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Undir liðnum störf þingsins setti Andrés Ingi spurningarmerki við það að ráðherrann hafi fagnað því að Héraðsdómur hafi fyrr í vikunni dæmt brottvísun Hussein Hussein og fjölskyldu ólögmæta. Spurði þingmaðurinn hvort ráðherrann væri í aðstöðu til þess, ekki síst í ljósi þess að ráðherrann styðji við frumvarp dómsmálaráðherra um að ganga lengra. „Á sínum tíma sagði hann auk þess ekkert sérstaklega athugavert við brottvísunina nema kannski að það hafi verið slæmt að það hafi ekki verið bíll frá ferðaþjónustu fatlaðra til að flytja Hussein úr landi,“ sagði Andrés en Hussein notast við hjólastól. „En nú gleðst hann yfir endurkomu þeirra eins og hann sé hvítþveginn af þessum glæp sem að ríkisstjórnin framdi.“ Þá vísaði hann til frétta í fjölmiðlum í gær þar sem fram kom að vísa ætti fleirum úr landi, þar á meðal átján ára stúlku. „Það er eins og Útlendingastofnun bíði með puttann á brottvísunartakkanum eftir því að börn nái átján ára aldri þannig það sé hægt að sparka þeim úr landi,“ sagði Andrés. „Dómurinn sem sýnir að Hussein hafi verið órétti beittur, börnin sem kerfið iðar í skinninu að sparka úr landi þegar þau verða átján ára, skaðræðisfrumvarp Jóns Gunnarssonar, allt er þetta stefna stjórnvalda. Fólk getur ekki þvegið hendur sínar af þessu ef það er í stjórnarflokkunum,“ sagði hann enn fremur. Fagna áfangasigri vegna frestun útlendingafrumvarps Nú hefur komið í ljós að umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra hafi verið tekið af dagskrá þingsins fyrir jól. Þá verður málið tekið aftur fyrir í allsherjar- og menntamálanefnd eftir ármót. „Píratar fagna þessum áfangasigri í baráttu sinni gegn mannfjandsamlegu frumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt er fram til höfuðs eins jaðarsettasta hóps fólks í íslensku samfélagi, fólks á flótta,“ segir í yfirlýsingu frá Pírötum vegna málsins. Þau taka þó fram að fulltrúar meirihlutans standi áfram í vegi fyrir því að óháð álitsgerð verði fengin um lögmæti frumvarpsins, með tilliti til þess hvort það samræmist stjórnarskrá og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum íslenska ríkisins um mannréttindi. „Það er einlæg von Pírata að friðsælar stundir á jólahátíðinni geri stjórnarliðum kleift að endurskoða afstöðu sína gagnvart ólýðræðislegum og ógagnsæjum vinnubrögðum sínum í þessu máli,“ segir í yfirlýsingunni.
Hælisleitendur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Tekist á um Jóladagatalið á Alþingi Skiptar skoðanir eru á Alþingi um útspil Útlendingastofnunar vegna Jóladagatals Ríkisútvarpsins. Þingmenn Miðflokksins eru hæstánægðir með upplýsingasíðu stofnunarinnar en þingmaður Pírata spurði hvort að eðlilegt gæti talist að starfsmaður stofnunarinnar hafi verið settur í þá vinnu að horfa á Jóladagatalið. 14. desember 2022 11:41 Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. 13. desember 2022 11:04 Segir stjórnarliða tefja eingreiðslu til öryrkja Umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga var sett aftur á dagskrá þingsins í dag en tímasetning umræðunnar var harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni sem segir mikilvæg mál eins og eingreiðslu til öryrkja tefjast í kjölfarið. 9. desember 2022 19:30 Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35 Fimmta tilraun til breytinga á útlendingalögum hafin á Alþingi Þingmenn tókust harkalega á um stöðu fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir stefna í að fjörutíu sinnum fleiri sæki um vernd á þessu ári en fyrir tíu árum. Stjórnarandstöðuþingmenn sökuðu ráðherra um brot á ýmsum lögum. 25. október 2022 19:21 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Tekist á um Jóladagatalið á Alþingi Skiptar skoðanir eru á Alþingi um útspil Útlendingastofnunar vegna Jóladagatals Ríkisútvarpsins. Þingmenn Miðflokksins eru hæstánægðir með upplýsingasíðu stofnunarinnar en þingmaður Pírata spurði hvort að eðlilegt gæti talist að starfsmaður stofnunarinnar hafi verið settur í þá vinnu að horfa á Jóladagatalið. 14. desember 2022 11:41
Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. 13. desember 2022 11:04
Segir stjórnarliða tefja eingreiðslu til öryrkja Umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga var sett aftur á dagskrá þingsins í dag en tímasetning umræðunnar var harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni sem segir mikilvæg mál eins og eingreiðslu til öryrkja tefjast í kjölfarið. 9. desember 2022 19:30
Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35
Fimmta tilraun til breytinga á útlendingalögum hafin á Alþingi Þingmenn tókust harkalega á um stöðu fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir stefna í að fjörutíu sinnum fleiri sæki um vernd á þessu ári en fyrir tíu árum. Stjórnarandstöðuþingmenn sökuðu ráðherra um brot á ýmsum lögum. 25. október 2022 19:21