Frakkland í úrslit á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2022 21:00 Frakkland fagnar síðara marki sínu í kvöld. Catherine Ivill/Getty Images Marokkó hefur komið gríðarlega á óvart og vann Portúgal 1-0 í átta liða úrslitum. Liðið lenti hins vegar á vegg gegn Frakklandi í kvöld. Vinstri bakvörðurinn Theo Hernández skoraði eftir aðeins fimm mínútna leik og virtist sem Frakkar myndu vinna stórsigur miðið við upphafsmínútur leiksins. 4:39 - Theo Hernández s opener is the earliest scored by any side in a World Cup semi-final since 1958, when Vavá scored within two minutes for Brazil against France. Front-foot. pic.twitter.com/f4yNzxQFM1— OptaJoe (@OptaJoe) December 14, 2022 Kylian Mbappé átti skot eftir góðan undirbúning Antoine Griezmann. Skotið fór af varnarmanni og barst boltinn þaðan til Hernández sem sýndi mögnuð tilþrif og klippti boltann í netið. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en Frakkar gerðu sig ekki líklega til að bæta við marki eftir að þeir komust yfir. Marokkó vaknaði til lífsins þegar líða tók á fyrri hálfleik en fengu engin alvöru færi. Síðari hálfleikur var stál í stál en lítið var um opin marktækifæri. Það var svo á 79. mínútu sem varamaðurinn Randal Kolo Muani gulltryggði sigurinn og sæti í úrslitum. Hann hafði aðeins verið inn á vellinum í 44 sekúndur þegar Mbappé lék frábærlega á varnarmenn Marokkó og átti skot sem fór af varnarmanni. 44 - Randal Kolo Muani has scored the third-quickest goal for a substitute in World Cup history (44 seconds after coming on), only behind Morales in 2002 (16 seconds) and Sand in 1998 (26 seconds). Quick. pic.twitter.com/3x3ePscG24— OptaJean (@OptaJean) December 14, 2022 Aftur barst boltinn á fjær og Muani gat ekki annað en skilað boltanum í netið. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Marokkó var næstum búið að minnka muninn í uppbótartíma en Jules Koundé bjargaði á línu. Frakkland er þar á með á leiðinni í úrslit þar sem Argentína bíður, leikurinn fer fram 18. desember. Degi fyrr mætast Króatía og Marokkó í leik um bronsið. HM 2022 í Katar Fótbolti Frakkland Marokkó
Marokkó hefur komið gríðarlega á óvart og vann Portúgal 1-0 í átta liða úrslitum. Liðið lenti hins vegar á vegg gegn Frakklandi í kvöld. Vinstri bakvörðurinn Theo Hernández skoraði eftir aðeins fimm mínútna leik og virtist sem Frakkar myndu vinna stórsigur miðið við upphafsmínútur leiksins. 4:39 - Theo Hernández s opener is the earliest scored by any side in a World Cup semi-final since 1958, when Vavá scored within two minutes for Brazil against France. Front-foot. pic.twitter.com/f4yNzxQFM1— OptaJoe (@OptaJoe) December 14, 2022 Kylian Mbappé átti skot eftir góðan undirbúning Antoine Griezmann. Skotið fór af varnarmanni og barst boltinn þaðan til Hernández sem sýndi mögnuð tilþrif og klippti boltann í netið. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en Frakkar gerðu sig ekki líklega til að bæta við marki eftir að þeir komust yfir. Marokkó vaknaði til lífsins þegar líða tók á fyrri hálfleik en fengu engin alvöru færi. Síðari hálfleikur var stál í stál en lítið var um opin marktækifæri. Það var svo á 79. mínútu sem varamaðurinn Randal Kolo Muani gulltryggði sigurinn og sæti í úrslitum. Hann hafði aðeins verið inn á vellinum í 44 sekúndur þegar Mbappé lék frábærlega á varnarmenn Marokkó og átti skot sem fór af varnarmanni. 44 - Randal Kolo Muani has scored the third-quickest goal for a substitute in World Cup history (44 seconds after coming on), only behind Morales in 2002 (16 seconds) and Sand in 1998 (26 seconds). Quick. pic.twitter.com/3x3ePscG24— OptaJean (@OptaJean) December 14, 2022 Aftur barst boltinn á fjær og Muani gat ekki annað en skilað boltanum í netið. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Marokkó var næstum búið að minnka muninn í uppbótartíma en Jules Koundé bjargaði á línu. Frakkland er þar á með á leiðinni í úrslit þar sem Argentína bíður, leikurinn fer fram 18. desember. Degi fyrr mætast Króatía og Marokkó í leik um bronsið.