Stærsta rafmyntakauphöll heims stöðvaði úttektir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. desember 2022 14:02 Binance, stærsta rafmyntakauphöll heims, segir óþarft að hafa áhyggjur. Getty Binance, stærsta rafmyntakauphöll í heimi, stöðvaði tímabundið úttektir af reikningum viðskiptavina í gær. Fjárfestar hafa samanlagt tekið ígildi þriggja milljarða bandaríkjadala út af reikningum sínum síðustu daga. Eigendur rafmynta hafa verið áhyggjufullir eftir fall rafmyntafyrirtækisins FTX. Stofnandi fyrirtækisins, Sam Bankman-Fried, var handtekinn af bandarískum yfirvöldum í gær. Hann er sakaður um að hafa féflett viðskiptavini og fjárfesta rafmyntafyrirtækisins um árabil. FTX var þriðja stærsta rafmyntakauphöll í heimi en hún var tekin til gjaldþrotameðferðar í síðasta mánuði. Félagið lenti í alvarlegri lausafjárþurrð þegar viðskiptavinir gerðu áhlaup og drógu út milljarða dollara innistæður eftir fréttir af því að nátengt fyrirtæki stæði á brauðfótum. Viðskiptavinir Binance virðast hafa áhyggjur af lausafjárstöðu kauphallarinnar í kjölfar frétta af falli FTX og hafa því tekið út fjármuni í miklum mæli. Binance tísti skýrslu frá endurskoðendafyrirtækinu Mazars nýlega þar sem fram kom að eign fyrirtækisins í Bitcoin væri töluvert meiri en því sem nemur úttektum viðskiptavina. Changpeng Zhao, forstjóri Binance, gefur lítið fyrir áhyggjur viðskiptamanna og segir stórar úttektir ekki nýjar af nálinni: „Við höfum séð þetta áður. Stundum eru úttektir meira áberandi og á móti koma dagar þar sem innlagnir eru töluvert umfangsmeiri.“ Talsmaður Binance tekur í sama streng og segir að lausafjárstaðan sé mjög fín. Fyrirtækið hafi nægt fjármagn til að mæta úttektum viðskiptavina. Things seem to have stabilized. Yesterday was not the highest withdrawals we processed, not even top 5. We processed more during LUNA or FTX crashes. Now deposits are coming back in. 🤷♂️💪 https://t.co/WLK2KyCym0— CZ 🔶 Binance (@cz_binance) December 14, 2022 Ástæðan fyrir tímabundna úttektabanninu er sögð vera bakvinnsla. Færa þurfi rafmyntir af „köldum“ veskjum, sem ekki eru beintengd internetinu, yfir á önnur veski, sem tekið gæti nokkurn tíma. Það eigi sérstaklega við þegar margar stórar úttektir eru gerðar samtímis. Zhao segir óþarft að hafa áhyggjur af fyrirtækinu: „Það, að þú lendir í slæmum viðskiptum við einhvern banka einhvern tímann þýðir það ekki að allir aðrir bankar séu það.“ Reuters og CNN greindu frá. The world's largest crypto exchange is blocking the ability to withdraw your funds after getting hit with almost $1 billion in withdrawals over 24 hours. https://t.co/YGzRhPC1cz— Max Burns (@themaxburns) December 13, 2022 Rafmyntir Fjártækni Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. 13. desember 2022 07:39 Rafmyntagrafarar í kröppum dansi Lánveitendur hafa gengið að veðum í hundruð þúsundum véla sem eru notaðar til þess að grafa eftir rafmyntum í kjöfar falls rafmyntakauphallarinnar FTX í síðasta mánuði. Rafmyntagrafarar geta nú margir ekki staðið í skilum á lánum sínum þegar þrengir að þeim úr nokkrum áttum. 2. desember 2022 11:08 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Eigendur rafmynta hafa verið áhyggjufullir eftir fall rafmyntafyrirtækisins FTX. Stofnandi fyrirtækisins, Sam Bankman-Fried, var handtekinn af bandarískum yfirvöldum í gær. Hann er sakaður um að hafa féflett viðskiptavini og fjárfesta rafmyntafyrirtækisins um árabil. FTX var þriðja stærsta rafmyntakauphöll í heimi en hún var tekin til gjaldþrotameðferðar í síðasta mánuði. Félagið lenti í alvarlegri lausafjárþurrð þegar viðskiptavinir gerðu áhlaup og drógu út milljarða dollara innistæður eftir fréttir af því að nátengt fyrirtæki stæði á brauðfótum. Viðskiptavinir Binance virðast hafa áhyggjur af lausafjárstöðu kauphallarinnar í kjölfar frétta af falli FTX og hafa því tekið út fjármuni í miklum mæli. Binance tísti skýrslu frá endurskoðendafyrirtækinu Mazars nýlega þar sem fram kom að eign fyrirtækisins í Bitcoin væri töluvert meiri en því sem nemur úttektum viðskiptavina. Changpeng Zhao, forstjóri Binance, gefur lítið fyrir áhyggjur viðskiptamanna og segir stórar úttektir ekki nýjar af nálinni: „Við höfum séð þetta áður. Stundum eru úttektir meira áberandi og á móti koma dagar þar sem innlagnir eru töluvert umfangsmeiri.“ Talsmaður Binance tekur í sama streng og segir að lausafjárstaðan sé mjög fín. Fyrirtækið hafi nægt fjármagn til að mæta úttektum viðskiptavina. Things seem to have stabilized. Yesterday was not the highest withdrawals we processed, not even top 5. We processed more during LUNA or FTX crashes. Now deposits are coming back in. 🤷♂️💪 https://t.co/WLK2KyCym0— CZ 🔶 Binance (@cz_binance) December 14, 2022 Ástæðan fyrir tímabundna úttektabanninu er sögð vera bakvinnsla. Færa þurfi rafmyntir af „köldum“ veskjum, sem ekki eru beintengd internetinu, yfir á önnur veski, sem tekið gæti nokkurn tíma. Það eigi sérstaklega við þegar margar stórar úttektir eru gerðar samtímis. Zhao segir óþarft að hafa áhyggjur af fyrirtækinu: „Það, að þú lendir í slæmum viðskiptum við einhvern banka einhvern tímann þýðir það ekki að allir aðrir bankar séu það.“ Reuters og CNN greindu frá. The world's largest crypto exchange is blocking the ability to withdraw your funds after getting hit with almost $1 billion in withdrawals over 24 hours. https://t.co/YGzRhPC1cz— Max Burns (@themaxburns) December 13, 2022
Rafmyntir Fjártækni Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. 13. desember 2022 07:39 Rafmyntagrafarar í kröppum dansi Lánveitendur hafa gengið að veðum í hundruð þúsundum véla sem eru notaðar til þess að grafa eftir rafmyntum í kjöfar falls rafmyntakauphallarinnar FTX í síðasta mánuði. Rafmyntagrafarar geta nú margir ekki staðið í skilum á lánum sínum þegar þrengir að þeim úr nokkrum áttum. 2. desember 2022 11:08 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Sjá meira
Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. 13. desember 2022 07:39
Rafmyntagrafarar í kröppum dansi Lánveitendur hafa gengið að veðum í hundruð þúsundum véla sem eru notaðar til þess að grafa eftir rafmyntum í kjöfar falls rafmyntakauphallarinnar FTX í síðasta mánuði. Rafmyntagrafarar geta nú margir ekki staðið í skilum á lánum sínum þegar þrengir að þeim úr nokkrum áttum. 2. desember 2022 11:08