Erlent

Af­nema einn frí­dag og setja kol­efnis­skatt á land­búnaðinn

Atli Ísleifsson skrifar
Mette Frederiksen verður áfram forsætisráðherra Danmerkur. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni verða hins vegar kynntir á morgun.
Mette Frederiksen verður áfram forsætisráðherra Danmerkur. Aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni verða hins vegar kynntir á morgun. EPA

Ný ríkisstjórn Danmerkur hyggst vinna að fjölgun starfa og afnema einn frídag til að fá Dani til að vinna meira. Þá stendur til að setja á sérstakan kolefnisskatt á landbúnaðinn.

Þetta var meðal þess sem kom fram þegar Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna og forsætisráðherra, Jakob Elleman-Jensen, formaður Venstre, og Lars Løkke Rasmussen, leiðtogi Moderaterne, kynntu stjórnarsáttmála flokkanna. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn verða fyrst kynntir á morgun, en þó er ljóst að Frederiksen mun áfram gegna embætti forsætisráðherra.

Stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið vikum saman í Danmörku eftir kosningarnar í byrjun nóvember og hefur nú verið mynduð stjórn yfir miðjuna.

Hin nýja ríkisstjórn hefur það að markmiði að fjölga vinnandi fólki um 45 þúsund. Þá mun Kóngsbænadagur (d. Store Bededag) ekki lengur verða rauður dagur, frá og með árinu 2024.

Þá var tilkynnt að ný stjórn ætli sér að koma á sérstöku kolefnisgjaldi á landbúnaðinn til að betur sé hægt að ná markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Markmiðið sé að Danmörk verði kolefnishlutlaust árið 2045.

Løkke greindi svo sérstaklega frá því að ríkisstjórnin muni hugsa heilbrigðiskerfið upp á nýtt, en heilbrigðismálin voru mjög áberandi í kosningabaráttunni. Auk þess verði gerðar breytingar á skattkerfinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×