Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynning klukkan 5:25 þar sem flæddi um götur og inn í tvö hús við Marbakkabraut, neðan Kársnesbrautar.
Einn dælubíll var sendur á vettvang með fjórum mönnum. Búið er að loka fyrir vatnið og hætt að flæða og bíða þeir nú eftir að vatnið sjatni.
Í tilkynningu frá Kópavogsbæ, sem send var á fjölmiðla upp úr klukkan níu, segir að kaldavatnslaust sé víða á Kársnesi og truflana á vatnsflæði gæti víðar í Kópavogi vegna málsins.
„Viðgerð í gangi en ekki liggur ekki fyrir hversu langan tíma hún mun taka. Því er ekki vitað hvenær vatn kemst aftur á.
Lögnin fór í sundur á 30 metra kafla en hvers vegna það gerðist er ekki vitað. Flætt hefur inn í nokkur hús við götuna vegna bilunarinnar.
Haft hefur verið samband við þjónustuver bæjarins vegna vatnsleysis víðar en á Kársnesi, skýring þessa er að þrýstingsfall er í kerfinu vegna bilunarinnar,“ segir í tilkynningunni.
Fréttin hefur verið uppfærð.