Innlent

Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp á geðdeild Landspítala

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málið kom upp í ágúst 2021.
Málið kom upp í ágúst 2021. Vísir/Vilhelm

Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið ákærður fyrir manndráp og brot í opinberu starfi. Hjúkrunarfræðingnum er gefið að sök að hafa banað sjúklingnum með því að neyða mat ofan í hana.

Anna Barbara Andradóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara staðfestir við Ríkistútvarpið að ákæra hafi verið gefin út í málinu fyrir tveimur vikum. Málið kom upp í ágúst í fyrra þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu þess efnis að talið væri að andlát sjúklings hefði borið að með saknæmum hætti.

Fréttastofa hafði heimildir fyrir því að sjúklingurinn, kona á sextugsaldri, hefði kafnað á matmálstíma.

Hjúkrunarfræðingurinn er á sextugsaldri var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að hafa konuna áfram í haldi vegna rannsóknarhagsmuna.

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 16. janúar.


Tengdar fréttir

Hjúkrunar­fræðingurinn laus úr haldi lög­reglu

Hjúkrunarfræðingur sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana er laus úr haldi lögreglu. Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.

Hjúkrunar­fræðingur á Land­spítala grunaður um mann­dráp

Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×