Þumalputtareglan að svara gagnrýni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. desember 2022 22:40 Andrés Jónsson almannatengill ræddi málin í Reykjavík síðdegis. Vísir/Vilhelm Almannatengill segir almennt ekki vænlegt til árangurs að bíða opinbera gagnrýni af sér, þegjandi og hljóðalaust. Yfirleitt sé betra að svara eða sýna að verið sé að hlusta. Reglan er þó ekki undantekningarlaus. Andrés Jónsson almannatengill ræddi krísustjórnun á almennum nótum í Reykjavík síðdegis í dag. Eðli málsins samkvæmt gat hann ekki rætt einstök mál efnislega en tilefni viðtalsins er meðal annars vegna einhliða yfirlýsinga fyrirtækja, sem gagnrýndar hafa verið undanfarið. Forstjóri Brims vísaði til að mynda einungis til yfirlýsingar fyrr í dag, sem samin var af almannatengslafyrirtæki, og vildi engu við hana bæta. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins ræddi málið einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði að samfélagið þyrfti að stöðva þessa þróun. Andrés segir málið ekki klippt og skorið. „Almenna þumalputtareglan er að svara gagnrýni og bregðast við, og leiðrétta ef eitthvað er, eða segja alla vega: Við erum að hlusta, við vitum af þessu, við skiljum af hverju þið eruð að varpa þessum spurningum fram. Og sýna, ef við erum ekki með svörin, þá munum við koma með þau um leið og við erum búin að skoða málið betur,“ segir Andrés. Stundum gildar ástæður Hann bætir við að með þessari aðferð sé hægt að ná betur utan um umræðuna og því eðlilegt að svara eftir atvikum. Eins og með allflestar reglur, er hún þó ekki undantekningarlaus. „Það eru stundum gildar ástæður. Það eru alls konar ástæður fyrir því að fólk kannski bregst seint við eða treystir sér ekki til að fara í viðtal eða annað. Stundum er það þannig að mál verða bara verri, það er kannski eitthvað sem við ekki vitum sem tengist þessu sem þú getur ekki sagt. Og ef þú myndir segja það þá yrði útkoman jafnvel enn verri í umræðunni heldur en að láta yfir sig ganga einhverja svona öldu,“ segir Andrés. Hann segir að málin geti jafnan verið flókin, sérstaklega þegar tilfinningar eru í spilinu. „Öll þessi mál geta snúist mjög hratt og það er mjög auðvelt að gera mistök. Ég hef unnið með fullt af aðilum sem hafa mikið traust og eru góðir í samskiptum. Flest fyrirtæki á Íslandi, flestar stofnanir þurfa að viðhalda trausti almennings. Það er mikilvægt að vera góður í að svara, það er verra að vera með enga góða talsmenn og fara aldrei í viðtöl, og hlaupa undan slæmum málum, af því það rýrir traustið. En það er samt engin trygging. Það er mjög auðvelt að verða fótaskortur á þessu svelli og ég bið kannski fólk að hafa aðeins í huga að það eru ekki allir vitleysingar og það eru ekki allir illgjarnir.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Reykjavík síðdegis Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Andrés Jónsson almannatengill ræddi krísustjórnun á almennum nótum í Reykjavík síðdegis í dag. Eðli málsins samkvæmt gat hann ekki rætt einstök mál efnislega en tilefni viðtalsins er meðal annars vegna einhliða yfirlýsinga fyrirtækja, sem gagnrýndar hafa verið undanfarið. Forstjóri Brims vísaði til að mynda einungis til yfirlýsingar fyrr í dag, sem samin var af almannatengslafyrirtæki, og vildi engu við hana bæta. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins ræddi málið einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði að samfélagið þyrfti að stöðva þessa þróun. Andrés segir málið ekki klippt og skorið. „Almenna þumalputtareglan er að svara gagnrýni og bregðast við, og leiðrétta ef eitthvað er, eða segja alla vega: Við erum að hlusta, við vitum af þessu, við skiljum af hverju þið eruð að varpa þessum spurningum fram. Og sýna, ef við erum ekki með svörin, þá munum við koma með þau um leið og við erum búin að skoða málið betur,“ segir Andrés. Stundum gildar ástæður Hann bætir við að með þessari aðferð sé hægt að ná betur utan um umræðuna og því eðlilegt að svara eftir atvikum. Eins og með allflestar reglur, er hún þó ekki undantekningarlaus. „Það eru stundum gildar ástæður. Það eru alls konar ástæður fyrir því að fólk kannski bregst seint við eða treystir sér ekki til að fara í viðtal eða annað. Stundum er það þannig að mál verða bara verri, það er kannski eitthvað sem við ekki vitum sem tengist þessu sem þú getur ekki sagt. Og ef þú myndir segja það þá yrði útkoman jafnvel enn verri í umræðunni heldur en að láta yfir sig ganga einhverja svona öldu,“ segir Andrés. Hann segir að málin geti jafnan verið flókin, sérstaklega þegar tilfinningar eru í spilinu. „Öll þessi mál geta snúist mjög hratt og það er mjög auðvelt að gera mistök. Ég hef unnið með fullt af aðilum sem hafa mikið traust og eru góðir í samskiptum. Flest fyrirtæki á Íslandi, flestar stofnanir þurfa að viðhalda trausti almennings. Það er mikilvægt að vera góður í að svara, það er verra að vera með enga góða talsmenn og fara aldrei í viðtöl, og hlaupa undan slæmum málum, af því það rýrir traustið. En það er samt engin trygging. Það er mjög auðvelt að verða fótaskortur á þessu svelli og ég bið kannski fólk að hafa aðeins í huga að það eru ekki allir vitleysingar og það eru ekki allir illgjarnir.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira