(Sér)íslensk jólaljós á krepputímum Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 13. desember 2022 09:01 Jólaljósin í skammdeginu á Íslandi eru eitt af mörgu sem er í uppáhaldi hjá mér við jólin. Maðurinn minn fór án mín í jólaljósa-innkaup á dögunum og missti sig örlítið. Það verður í það minnsta enginn runni hjá okkur óupplýstur þetta árið. Það kólnaði talsvert í vikunni. Nóg til þess að ég fór á milli ofna á heimilinu og skrúfaði þá vel upp. Þetta hljóma eins og hversdagsleg vetrarverk, en er í raun mjög fjarri veruleika flestra nágranna okkar í Evrópu. Það er nefnilega orkukrísa í Evrópu og þar leggjast allir á eitt við að spara orku. Smitskömm hefur vikið fyrir orkuskömm. Við Íslendingar erum hins vegar í algjörri forréttindastöðu í þessum málum og tengjum illa við bága stöðu á meginlandinu. En staðan okkar kom ekki af sjálfu sér; datt ekki af himnum ofan. Hér höfðu íslensk stjórnvöld, bæði í ríki og borg, hugrekki til þess að fara í orkuskipti á síðustu öld. Glæfralegar ákvarðanir forsvarsmanna Evrópusambandsins, einkum Þýskalands, leiddu hins vegar til þeirrar stöðu álfunnar, að hún er háð rússneskri orku. Íbúarnir súpa nú seyðið af því. Og þótt mér leiðist ekki að gagnrýna Evrópusambandið, þá er mikilvægt að við leggjum Evrópu lið og deilum með þeim þekkingu okkar á orkumálum. Það er nefnilega sameiginlegt markið okkar að vinna gegn loftslagbreytingum og bæta orkuöryggi. Hér heima eru grænu orkuskiptin framundan risastórt verkefni, en við höfum sofnað á verðinum undanfarin ár. Við þurfum að forgangsaða orkuskiptum og leggjast á eitt við að auka framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Ástandið í Evrópu er brýn áminning um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Jólaljósin í skammdeginu á Íslandi eru eitt af mörgu sem er í uppáhaldi hjá mér við jólin. Maðurinn minn fór án mín í jólaljósa-innkaup á dögunum og missti sig örlítið. Það verður í það minnsta enginn runni hjá okkur óupplýstur þetta árið. Það kólnaði talsvert í vikunni. Nóg til þess að ég fór á milli ofna á heimilinu og skrúfaði þá vel upp. Þetta hljóma eins og hversdagsleg vetrarverk, en er í raun mjög fjarri veruleika flestra nágranna okkar í Evrópu. Það er nefnilega orkukrísa í Evrópu og þar leggjast allir á eitt við að spara orku. Smitskömm hefur vikið fyrir orkuskömm. Við Íslendingar erum hins vegar í algjörri forréttindastöðu í þessum málum og tengjum illa við bága stöðu á meginlandinu. En staðan okkar kom ekki af sjálfu sér; datt ekki af himnum ofan. Hér höfðu íslensk stjórnvöld, bæði í ríki og borg, hugrekki til þess að fara í orkuskipti á síðustu öld. Glæfralegar ákvarðanir forsvarsmanna Evrópusambandsins, einkum Þýskalands, leiddu hins vegar til þeirrar stöðu álfunnar, að hún er háð rússneskri orku. Íbúarnir súpa nú seyðið af því. Og þótt mér leiðist ekki að gagnrýna Evrópusambandið, þá er mikilvægt að við leggjum Evrópu lið og deilum með þeim þekkingu okkar á orkumálum. Það er nefnilega sameiginlegt markið okkar að vinna gegn loftslagbreytingum og bæta orkuöryggi. Hér heima eru grænu orkuskiptin framundan risastórt verkefni, en við höfum sofnað á verðinum undanfarin ár. Við þurfum að forgangsaða orkuskiptum og leggjast á eitt við að auka framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Ástandið í Evrópu er brýn áminning um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun