„Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. desember 2022 18:31 Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. Hussein var meðal fimmtán hælisleitenda sem vísað var úr landi snemma í nóvember og flogið til Grikklands með valdi. „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur hingað til Íslands,“ segir Hussein. Ósannað að fjölskyldan hafi tafið málið Fjölskyldan var fyrir brottvísun sökuð um að hafa tafið mál sitt. Lögmaður þeirra segir að dómurinn hafi talið það ósannað. „Hvaða þýðingu þetta hefur fyrir fólkið er að að óbreyttu ættu íslensk stjórnvöld að taka málið þeirra til efnislegrar meðferðar,“ segir Claudia Wilson, lögmaður. Claudia Wilson, lögmaður.Vísir/Stína Hussein notar hjólastól og gagnrýndu ýmis samtök hvernig stjórnvöld stóðu að framkvæmdinni. „Þegar ég var í Grikklandi var lífið martröð en þegar ég er hér er ég mjög glaður því hér get ég fengið heilbrigðisþjónustu og ég elska Ísland. Ég er mjög glaður,“ segir Hussein. Claudia segir dóminn hafa fordæmisgildi í þeim málum þar sem fólk hefur verið sakað um að tefja mál sitt. Systur Hussein stunduðu nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla áður en þeim var vísað úr landi og hafa stundað námið í fjarnámi í Grikklandi. Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein.Vísir/Bjarni Hlakka til að mæta í skólann „Mér heyrist af stelpunum að þær séu mjög mjög ánægðar að geta farið aftur í skólann á morgun. Það fannst mér skemmtilegt. Þær vilja halda hundrað prósent mætingu,“ segir Claudia. „Á morgun fer ég í skólann. Ég er mjög spennt. Ég mun hitta vini mína og er mjög spennt að vera komin til Íslands.“ „Ég held að þær séu mjög efnilegar og vilja láta gott af sér leiða til samfélagsins,“ segir Claudia. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Dómsmál Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Hussein var meðal fimmtán hælisleitenda sem vísað var úr landi snemma í nóvember og flogið til Grikklands með valdi. „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur hingað til Íslands,“ segir Hussein. Ósannað að fjölskyldan hafi tafið málið Fjölskyldan var fyrir brottvísun sökuð um að hafa tafið mál sitt. Lögmaður þeirra segir að dómurinn hafi talið það ósannað. „Hvaða þýðingu þetta hefur fyrir fólkið er að að óbreyttu ættu íslensk stjórnvöld að taka málið þeirra til efnislegrar meðferðar,“ segir Claudia Wilson, lögmaður. Claudia Wilson, lögmaður.Vísir/Stína Hussein notar hjólastól og gagnrýndu ýmis samtök hvernig stjórnvöld stóðu að framkvæmdinni. „Þegar ég var í Grikklandi var lífið martröð en þegar ég er hér er ég mjög glaður því hér get ég fengið heilbrigðisþjónustu og ég elska Ísland. Ég er mjög glaður,“ segir Hussein. Claudia segir dóminn hafa fordæmisgildi í þeim málum þar sem fólk hefur verið sakað um að tefja mál sitt. Systur Hussein stunduðu nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla áður en þeim var vísað úr landi og hafa stundað námið í fjarnámi í Grikklandi. Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein.Vísir/Bjarni Hlakka til að mæta í skólann „Mér heyrist af stelpunum að þær séu mjög mjög ánægðar að geta farið aftur í skólann á morgun. Það fannst mér skemmtilegt. Þær vilja halda hundrað prósent mætingu,“ segir Claudia. „Á morgun fer ég í skólann. Ég er mjög spennt. Ég mun hitta vini mína og er mjög spennt að vera komin til Íslands.“ „Ég held að þær séu mjög efnilegar og vilja láta gott af sér leiða til samfélagsins,“ segir Claudia. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Dómsmál Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06