Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Kjarasamningar verða undirritaðir í Karphúsinu klukkan eitt í dag eftir að samkomulag náðist í morgun.

Við fjöllum um þessi tíðindi í hádegisfréttum en undanfarið hafa fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, VR, LÍV og samflots iðnaðar- og tæknifólks setið á maraþonfundum í karphúsinu með það að markmiði að klára samning til skamms tíma.

Þá fjöllum við um mál sjómanns hjá Brim sem gagnrýndi fyrirtækið í gær. Í yfirlýsingu frá Brim er málið harmað en forsvarsmenn félagsins vilja þó ekki tjá sig nánar um málið. 

Kuldakastið á landinu verður einnig til umfjöllunar en spár gera ráð fyrir enn harðari frosthörkum næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×