Innlent

Biðu eftir björgunarsveitum á þaki bíls í Krossá í tvo tíma

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Það er talsvert frost í Þórsmörk en sem betur fer blotnaði fólkið ekki, sem hefði bætt gráu ofan í svart. Myndin er úr safni.
Það er talsvert frost í Þórsmörk en sem betur fer blotnaði fólkið ekki, sem hefði bætt gráu ofan í svart. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir á Hvolsvelli og Hellu voru kallaðar út í dag eftir að tveir erlendir ferðamenn með leiðsögumanni í för festu bíl sinn í Krossá. Fólkið þurfti að bíða á þaki bílsins í tvo klukkutíma þar til hjálp bar að garði. 

Að því er kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu barst björgunarsveitum hjálparbeiðnin klukkan eitt eftir hádegi. Björgunarsveitin Dagreinnig á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitin á Hellu fóru inn í Þórsmörk til aðstoðar.

Bíll frá ferðaþjónustufyrirtækinu var þá kominn á staðinn og yfir Krossá en fólkið var komið upp á þak bílsins og höfðu þau beðið þar í um tvo klukkutíma. Fólkið blotnaði ekki við það að fara út úr bílnum en þeim var kalt þegar björgunarsveitirnar komu, enda talsvert frost í Þórsmörk. 

Þegar búið var að tryggja aðstæður var fólkinu komið í land og bíllinn, sem var óskemmdur, í kjölfarið dreginn upp úr ánni. Aðgerðum lauk rétt fyrir 15 í dag. 

Eftir að hafa hlýjað sér inni í heitum bíl hélt fólkið för sinni áfram ásamt leiðsögumanninum. 


Tengdar fréttir

Komu ökumanni sem sat fastur í Krossá til bjargar

Skálaverðir og björgunarsveitarmenn komu ökumanni til bjargar í morgun þegar bíll hans festist í Krossá í Þórsmörk. Þyrla Landhelgisgæslunnar var í æfingarflugi á svæðinu en ekki reyndist þörf á aðstoð þeirra. 

Festu bíl úti í miðri Steins­holts­á

Björgunarsveitir og skálaverðir í Langadal í Þórsmörk voru kallaðir út rétt fyrir klukkan sex í kvöld þegar tilkynnt var um fastan bíl úti í miðri Steinsholtsá. Tveir menn voru inni í bílnum og þurfti að sækja þá á dráttarvél.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×