Sumac hrærir upp í jólunum með framandi kryddi Sumac 12. desember 2022 08:49 Matarmenning Norður Afríku einkennir matseðli veitingastaðarins Sumac. „Jólaseðillinn okkar er allt annað en hefðbundinn. Við kryddum upp á jólin í staðinn fyrir hefðirnar og sækjum innblástur frá Norður Afríku til Líbanon. Kryddin þaðan og matreiðsluaðferðirnar skína í gegn í öllum okkar réttum hjá yfirkokkinum okkar Jakobi Baldvinssyni. Þú færð ekki matinn okkar annarsstaðar í bænum,“ segir Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi og kokkur á veitingastaðnum Sumac. „Við erum með kolagrill sem flest allur matur fer á hjá okkur og ilmurinn inni á staðnum ber þess keim. Við vinnum mikið með grænmeti, grillum það og bökum og erum stöðugt að þróa réttina í áttina að matreiðslustíl landa eins og Líbanon,“ segir Þráinn sem ferðaðist um Norður Afríku og kynnti sér matargerð og menningu landanna við Miðjarðarhafið. Grillað brauð og dýfur er meðal þess sem boðið er upp á. „Ég var mjög forvitinn um þessa matarmenningu og fannst vanta svona mat á Íslandi. Þegar ég var að leita að hugmynd að systurveitingastað ÓX, sem ég rek einnig, ákvað ég að skoða þetta og fór bara í að heimsækja þessi lönd og leita að innblæstri. Nú er Sumac orðinn fimm ára og okkar aðalviðskiptavinahópur er íslenski markaðurinn. Við erum komin með nokkuð stóran hóp fastagesta,“ segir Þráinn. Hvað er þá eiginlega á jólamatseðlinum? „Ja, ekki hangikjöt og ekki dill eða súrar gúrkur. Jólaseðillinn telur átta rétti og þar er mikið um grænmeti og grillað flatbrauð, sósur til að dýfa í, grilluð bleikja með austurlensku þema og hægeldaður lambaháls sem hefur legið í kryddlegi í góðan tíma svo hann er mjög bragðmikill. Það er gaman að brjóta aðeins upp hefðirnar og prófa eitthvað annað í desember,“ segir Þráinn. „Við tökum á móti hópum og getum boðið upp á prívat herbergi sem við vorum að taka í notkun. Þar geta hópar allt að 16 manns verið út af fyrir sig. Við hlökkum mikið til að taka á móti gestum á aðventunni. Við verðum með opið á Þorláksmessu fram yfir hádegi og hvetjum fólk til að kíkja til okkar í einn eða tvo rétti á Þollák meðan það klárar jólainnkaupin,“ segir Þráinn. Sumac er veitingastaður vikunnar á Vísi. Nánar má kynna sér matseðil Sumac hér. Matur Jól Veitingastaðir Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Sjá meira
„Við erum með kolagrill sem flest allur matur fer á hjá okkur og ilmurinn inni á staðnum ber þess keim. Við vinnum mikið með grænmeti, grillum það og bökum og erum stöðugt að þróa réttina í áttina að matreiðslustíl landa eins og Líbanon,“ segir Þráinn sem ferðaðist um Norður Afríku og kynnti sér matargerð og menningu landanna við Miðjarðarhafið. Grillað brauð og dýfur er meðal þess sem boðið er upp á. „Ég var mjög forvitinn um þessa matarmenningu og fannst vanta svona mat á Íslandi. Þegar ég var að leita að hugmynd að systurveitingastað ÓX, sem ég rek einnig, ákvað ég að skoða þetta og fór bara í að heimsækja þessi lönd og leita að innblæstri. Nú er Sumac orðinn fimm ára og okkar aðalviðskiptavinahópur er íslenski markaðurinn. Við erum komin með nokkuð stóran hóp fastagesta,“ segir Þráinn. Hvað er þá eiginlega á jólamatseðlinum? „Ja, ekki hangikjöt og ekki dill eða súrar gúrkur. Jólaseðillinn telur átta rétti og þar er mikið um grænmeti og grillað flatbrauð, sósur til að dýfa í, grilluð bleikja með austurlensku þema og hægeldaður lambaháls sem hefur legið í kryddlegi í góðan tíma svo hann er mjög bragðmikill. Það er gaman að brjóta aðeins upp hefðirnar og prófa eitthvað annað í desember,“ segir Þráinn. „Við tökum á móti hópum og getum boðið upp á prívat herbergi sem við vorum að taka í notkun. Þar geta hópar allt að 16 manns verið út af fyrir sig. Við hlökkum mikið til að taka á móti gestum á aðventunni. Við verðum með opið á Þorláksmessu fram yfir hádegi og hvetjum fólk til að kíkja til okkar í einn eða tvo rétti á Þollák meðan það klárar jólainnkaupin,“ segir Þráinn. Sumac er veitingastaður vikunnar á Vísi. Nánar má kynna sér matseðil Sumac hér.
Matur Jól Veitingastaðir Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Sjá meira