Sektar Fiskikónginn fyrir að fara ekki að fyrirmælum Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2022 14:24 Kristján Berg Ásgeirsson rekur Fiskikónginn og heitirpottar.is. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur sektað Fiskikónginn um 50 þúsund krónur fyrir að hafa ekki fylgt fyrirmælum stofnunarinnar um verðmerkingar á síðunni heitirpottar.is með fullnægjandi hætti. Neytendastofa tók málið til skoðunar eftir að ábending barst vegna skorts á verðupplýsingum um heita potta. Vefsíðan heitirpottar.is er rekin er af Fiskikóngnum ehf. Fram kemur að undir meðferð málsins hafi verið bætt við verðmerkingum á margar vörur á vefsíðunni en þrátt fyrir ítrekanir Neytendastofu hafi ekki bætt við verðmerkingum á yfirlitssíður. Eingöngu hafi verið tilgreint „verð frá“ þar sem hægt væri að velja mismunandi útgáfur af sömu vöru. „Í ljósi þess að Fiskikóngurinn ehf., eigandi vefsíðunnar heitirpottar.is, fylgdi ekki fyrirmælum Neytendastofu með fullnægjandi hætti innan tilskilins frests hefur stofnunin nú lagt 50.000 kr. stjórnvaldssekt á verslunina,“ segir í ákvörðun Neytendastofu. Áfram er því beint til Fiskikóngsins að koma verðupplýsingum á vefsíðu sinni, heitirpottar.is, í rétt horf innan tveggja vikna frá dagsetningu ákvörðunarinnar. Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Neytendastofa tók málið til skoðunar eftir að ábending barst vegna skorts á verðupplýsingum um heita potta. Vefsíðan heitirpottar.is er rekin er af Fiskikóngnum ehf. Fram kemur að undir meðferð málsins hafi verið bætt við verðmerkingum á margar vörur á vefsíðunni en þrátt fyrir ítrekanir Neytendastofu hafi ekki bætt við verðmerkingum á yfirlitssíður. Eingöngu hafi verið tilgreint „verð frá“ þar sem hægt væri að velja mismunandi útgáfur af sömu vöru. „Í ljósi þess að Fiskikóngurinn ehf., eigandi vefsíðunnar heitirpottar.is, fylgdi ekki fyrirmælum Neytendastofu með fullnægjandi hætti innan tilskilins frests hefur stofnunin nú lagt 50.000 kr. stjórnvaldssekt á verslunina,“ segir í ákvörðun Neytendastofu. Áfram er því beint til Fiskikóngsins að koma verðupplýsingum á vefsíðu sinni, heitirpottar.is, í rétt horf innan tveggja vikna frá dagsetningu ákvörðunarinnar.
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira