Marokkó fyrsta afríska liðið í undanúrslit HM eftir sigur á Portúgal í metleik Ronaldo Atli Arason skrifar 10. desember 2022 17:00 Youssef En-Nesyri skoraði mark Marokkó. Alex Grimm/Getty Images Marokkó verður fyrsta liðið frá Afríku til að spila í undanúrslitum HM eftir 1-0 sigur á Portúgal í 8-liða úrslitum í dag. Cristiano Ronaldo byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inn á völlinn í síðari hálfleik og jafnaði því landsleikjamet FIFA. Leikmenn Marokkó voru vel studdir af stuðningsmönnum sínum í stúkunni á Al Thumama vellinum í Doha en stuðningsmenn liðsins fjölmenntu á leikinn og var nánast eins og um heimaleik Marokkó að ræða. Lætin í stúkunni voru svo mikil að leikmenn heyrðu oftar en ekki í flautu dómarans á meðan leik stóð. Portúgal fékk fyrsta hættulega færi leiksins þegar Joao Felix reis hæst í teignum eftir fyrirgjöf úr föstu leikatriði en Bono, markvörður Marokkó, sá við marktilraun Felix. Portúgalar sóttu meira í fyrri hálfleik og voru meira með boltann en það var hins vegar Marokkó sem skoraði fyrsta og eina mark leiksins. Þar var að verkum Youssef En-Nesyri sem stýrði boltanum í netið með kollinum eftir fyrirgjöf Yahya Attiat-Allah á 42. mínútu. Stuttu síðar átti Bruno Fernandes, leikmaður Portúgals, þrumuskot sem endaði í þverslánni á marki Marokkó og rétt fyrir hálfleik vildu Portúgalar fá vítaspyrnu þegar Bruno féll innan vítateigs en ekkert var dæmt og hálfleikstölur því 1-0 fyrir Marokkó. Á 51. mínútu kom Cristiano Ronaldo inn á leikvöllinn í sínum 196 landsleik fyrir Portúgal. Þar með jafnaði hann leikjamet Bader Al-Mutawa frá Kúveit yfir flesta landsleiki í sögu fótboltans. Portúgalar sóttu án afláts í síðari hálfleik sem var nánast einstefna í átt að marki Marokkó en inn vildi boltinn ekki þrátt fyrir fjölda tilrauna. Undir lok leiksins fékk Walid Cheddira, leikmaður Marokkó, tvö gul spjöld á skömmum tíma og Marokkó spilaði uppbótatímann einum leikmanni færri en það kom ekki á sök því Portúgal náði ekki að koma knettinum í marknet Marokkó. Marokkó nær því sögulegum árangri með því að vera fyrsta liðið frá Afríku til að fara í undanúrslit HM. Þar verður mótherjinn annað hvort Frakkland eða England, sem eigast við síðar í kvöld. HM 2022 í Katar Fótbolti Marokkó
Marokkó verður fyrsta liðið frá Afríku til að spila í undanúrslitum HM eftir 1-0 sigur á Portúgal í 8-liða úrslitum í dag. Cristiano Ronaldo byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inn á völlinn í síðari hálfleik og jafnaði því landsleikjamet FIFA. Leikmenn Marokkó voru vel studdir af stuðningsmönnum sínum í stúkunni á Al Thumama vellinum í Doha en stuðningsmenn liðsins fjölmenntu á leikinn og var nánast eins og um heimaleik Marokkó að ræða. Lætin í stúkunni voru svo mikil að leikmenn heyrðu oftar en ekki í flautu dómarans á meðan leik stóð. Portúgal fékk fyrsta hættulega færi leiksins þegar Joao Felix reis hæst í teignum eftir fyrirgjöf úr föstu leikatriði en Bono, markvörður Marokkó, sá við marktilraun Felix. Portúgalar sóttu meira í fyrri hálfleik og voru meira með boltann en það var hins vegar Marokkó sem skoraði fyrsta og eina mark leiksins. Þar var að verkum Youssef En-Nesyri sem stýrði boltanum í netið með kollinum eftir fyrirgjöf Yahya Attiat-Allah á 42. mínútu. Stuttu síðar átti Bruno Fernandes, leikmaður Portúgals, þrumuskot sem endaði í þverslánni á marki Marokkó og rétt fyrir hálfleik vildu Portúgalar fá vítaspyrnu þegar Bruno féll innan vítateigs en ekkert var dæmt og hálfleikstölur því 1-0 fyrir Marokkó. Á 51. mínútu kom Cristiano Ronaldo inn á leikvöllinn í sínum 196 landsleik fyrir Portúgal. Þar með jafnaði hann leikjamet Bader Al-Mutawa frá Kúveit yfir flesta landsleiki í sögu fótboltans. Portúgalar sóttu án afláts í síðari hálfleik sem var nánast einstefna í átt að marki Marokkó en inn vildi boltinn ekki þrátt fyrir fjölda tilrauna. Undir lok leiksins fékk Walid Cheddira, leikmaður Marokkó, tvö gul spjöld á skömmum tíma og Marokkó spilaði uppbótatímann einum leikmanni færri en það kom ekki á sök því Portúgal náði ekki að koma knettinum í marknet Marokkó. Marokkó nær því sögulegum árangri með því að vera fyrsta liðið frá Afríku til að fara í undanúrslit HM. Þar verður mótherjinn annað hvort Frakkland eða England, sem eigast við síðar í kvöld.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“