Seinni bylgjan hefur áhyggjur: Hvað er að gerast í Kópavogi? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2022 16:30 HK-konan Inga Dís Jóhannsdóttir í síðasta sigurleik HK-liðsins sem var á móti KA/Þór í október. Vísir/Vilhelm Kvennalið HK situr á botni Olís deildar kvenna í handbolta og hefur aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum. Seinni bylgjan hefur áhyggjur af liðinu eftir nítján marka tap á heimavelli á móti Fram. HK vann sinn eina leik á móti KA/Þór 22. október síðastliðinn en hefur síðan tapað fjórum leikjum í röð og það með samtals 41 marks mun eða meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Hvað getum við sagt um HK? „Hvað getum við sagt um HK,“ spurði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Framkonur koma pínu særðar inn í þennan leik og ætluðu aldeilis að sanna sig sem og þær gerðu. Á móti kemur finnst mér frammistaða HK ekki til fyrirmyndar,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Þær eru með gríðarlega efnivið, voru Íslandsmeistarar í 3. flokki og eru með fullt af leikmönnum í U18 ára landsliðinu. Þær eru með fullt af efnilegum leikmönnum,“ sagði Sigurlaug. Ég sé ekki neinar framfarir „Ég sé bara engan stíganda hjá þeim. Ég sé ekki neinar framfarir og ég sé ekki neina þróun í leik þeirra. Mér finnst vanta einhvers konar strúktúr í liðið hjá þeim. Að þær séu alla vega að vinna með eitthvað markvisst,“ sagði Sigurlaug. „Þessi leikur var arfaslakur af þeirra hálfu eins og mér þykir það leiðinlegt að segja þetta um mína Kópavogsbúa þá er þetta bara rosalega þungt í Kópavogi. Ég spyr bara: Hvað er að gerast þar? Það bjóst enginn við að þær væru að hala inn stigum en við bjuggumst við því að sjá unga og efnilega leikmenn þroskast og vera að vaxa. Vera að brjótast út úr einhverju. Það er einhvern veginn rosalega lítið að gerast þarna,“ sagði Sigurlaug. Rosalega efnilegir leikmenn þarna „Ég hef áhyggjur af þessu því þetta er kannski okkar mesti efniviður sem við eigum. Þarna eru framtíðarlandsliðsmenn en ef ekki verður eitthvað gert þá gætum við verið að tapa einhverjum gæðum sem við vorum að vonast til að sjá í framtíðinni,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það eru rosalega efnilegir leikmenn þarna en ég tek undir með Sillu,“ sagði Einar. Það má sjá alla umfjöllunina um HK-liðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að gerast hjá HK? Seinni bylgjan Olís-deild kvenna HK Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
HK vann sinn eina leik á móti KA/Þór 22. október síðastliðinn en hefur síðan tapað fjórum leikjum í röð og það með samtals 41 marks mun eða meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Hvað getum við sagt um HK? „Hvað getum við sagt um HK,“ spurði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Framkonur koma pínu særðar inn í þennan leik og ætluðu aldeilis að sanna sig sem og þær gerðu. Á móti kemur finnst mér frammistaða HK ekki til fyrirmyndar,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Þær eru með gríðarlega efnivið, voru Íslandsmeistarar í 3. flokki og eru með fullt af leikmönnum í U18 ára landsliðinu. Þær eru með fullt af efnilegum leikmönnum,“ sagði Sigurlaug. Ég sé ekki neinar framfarir „Ég sé bara engan stíganda hjá þeim. Ég sé ekki neinar framfarir og ég sé ekki neina þróun í leik þeirra. Mér finnst vanta einhvers konar strúktúr í liðið hjá þeim. Að þær séu alla vega að vinna með eitthvað markvisst,“ sagði Sigurlaug. „Þessi leikur var arfaslakur af þeirra hálfu eins og mér þykir það leiðinlegt að segja þetta um mína Kópavogsbúa þá er þetta bara rosalega þungt í Kópavogi. Ég spyr bara: Hvað er að gerast þar? Það bjóst enginn við að þær væru að hala inn stigum en við bjuggumst við því að sjá unga og efnilega leikmenn þroskast og vera að vaxa. Vera að brjótast út úr einhverju. Það er einhvern veginn rosalega lítið að gerast þarna,“ sagði Sigurlaug. Rosalega efnilegir leikmenn þarna „Ég hef áhyggjur af þessu því þetta er kannski okkar mesti efniviður sem við eigum. Þarna eru framtíðarlandsliðsmenn en ef ekki verður eitthvað gert þá gætum við verið að tapa einhverjum gæðum sem við vorum að vonast til að sjá í framtíðinni,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það eru rosalega efnilegir leikmenn þarna en ég tek undir með Sillu,“ sagði Einar. Það má sjá alla umfjöllunina um HK-liðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að gerast hjá HK?
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna HK Mest lesið Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira