„Á okkar ábyrgð að það fari ekki með verri geðheilsu heim“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. desember 2022 13:30 Elín Helga Sveinbjörnsdóttir við hlið óróa með ýmsum uppskriftum starfsfólks Hvíta hússins að góðri geðheilsu. Verkið hefur hlotið nafnið Er einhver órói í þér? Er einhver órói í þér? „Umræðan um geðheilsu hefur breyst mikið á undanförnum árum. Ungt fólk hefur verið leiðandi í að opna umræðuna um geðheilbrigðismál og við sem eldri erum þurfum að taka þau til fyrirmyndar,“ segir Elín Helga Sveinbjörnsdóttir framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Hvíta húsið. Fyrirtækið var að gefa út sérstaka geðheilsustefnu. „Við erum alin upp við að þessi mál megi ekki ræða og að það sé feimnismál að glíma við geðsjúkdóm. Þessi tími er sem betur fer liðinn og við að upplifa nýja tíma þar sem umræðan er heiðarlegri og betri fyrir líðan allra,“ segir Elín Helga um stefnuna. „Við vitum í dag að við þurfum að hlúa að geðheilsunni alveg eins og við hlúum að annarri líkmlegri heilsu. Það er talað um að 25 prósent fólks þjáist af geðvanda á hverjum tíma og flest þeirra eru á vinnumarkaðnum. Enn fleiri glíma við vægari hliðstæðan vanda og vanlíðan. Þessi vandamál eru kostnaðarsöm fyrir vinnumarakaðinn í formi til dæmis aukinna veikindafjarvista, minnkandi framleiðni og aukinnar starfsmannaveltu. Erlendis eru fyrirtæki sem eru leiðandi á sínu sviði, byrjuð að huga vel að þessum málum því þau telja sig vita að geðheilbrigði á vinnustað sé að verða eitt mikilvægasta viðfangsefnið í viðskiptalífinu í dag.“ Fyrst til að setja sér geðheilsustefnu Elín segir að þegar hún skoðaði þessar staðreyndir sem atvinnurekandi hafi blasað við henni að nauðsynlegt væri að setja geðheilbrigðismálin á dagskrá. „Starfið okkar snýst um sköpunargleði, þjónustu og árangur og það er oft mikið álag á fólki og tímapressan mikil. Þetta hefur auðvitað stundum þau áhrif til lengri tíma að fólk verður þreytt og framleiðni minnkar.“ Leituðu þau til Helenu Jónsdóttur sálfræðings sem er með ráðgjafafyrirtækið Mental við innleiðingu og eftirfylgni verkefnisins. „Við ákváðum á staðnum að Hvíta húsið yrði fyrsta fyrirtækið á Íslandi til þess að setja sér geðheilsustefnu. Við vildum sýna starfsfólkinu okkar að við ætluðum að stíga fast til jarðar í þessum efnum, taka ábyrgð og vera leiðandi. Við ætluðum ekki að gera það með því að halda stuttan fyrirlestur og niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Við vildum fara í ítarlega naflaskoðun á starfsumhverfinu og setja okkur markmið um gagngerar breytingar ef þessi þurfti. Þetta er eitthvað sem þarf að meitla inn í menninguna og það mun taka tíma. Þess vegna settum við okkur langtímaplan þar sem við gerum ráð fyrir að þetta verði þriggja ára verkefni.“ Færri veikindadagar Geðheilsustefna Hvíta hússins er unnin af starfsfólk eftir viðtöl og ítarlega könnun á stöðu geðheilsumála á stofunni. Stefnan er sáttmáli um samskipti, stjórnun og aðra þætti sem líklegir eru til efla geðheilsu og tryggja árangur. „Stefnan skiptist í fimm liði sem snúa að forvörnum og fræðslu, samskiptum og menningu, stjórnun og starfsmannastjórnun, stjórnun verkefna, ferli og flæði og stuðningur við fólk í geðvanda. Við erum með nokkur mælanleg markmið sem snúa bæði að líðan fólks og rekstarlegum þáttum eins og fjarvistum vegna veikinda.“ Með starfsmannastjórnun er átt við sveigjanleika í vinnu, samræmingu vinnu og einkalífs, þjálfun stjórnenda og fleira. „Við finnum fyrir því að starfsfólk Hvíta hússins er virkilega ánægt með stefnuna sem við höfum tekið í þessum málum. Við erum alltaf í samkeppni um gott starfsfólk og vonum að góð geðheilsumenning geri okkur að eftirsóknarverðum vinnustað. Við trúum því líka að við séum að skapa virði fyrir viðskiptavini því ánægt starfsfólk skilar betri vinnu. Við sjáum líka að þessi skref geti skilað okkur bættri rekstrarafkomu til lengri tíma litið í formi færri veikindadaga og bættri framleiðni. Svo er það auðvitað ábyrgð okkar gagnvart samfélaginu: starfsfólk kemur með geðheilsuna með sér í vinnuna og það er á okkar ábyrgð að það fari ekki með verri geðheilsu heim.“ Heilsa Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
„Við erum alin upp við að þessi mál megi ekki ræða og að það sé feimnismál að glíma við geðsjúkdóm. Þessi tími er sem betur fer liðinn og við að upplifa nýja tíma þar sem umræðan er heiðarlegri og betri fyrir líðan allra,“ segir Elín Helga um stefnuna. „Við vitum í dag að við þurfum að hlúa að geðheilsunni alveg eins og við hlúum að annarri líkmlegri heilsu. Það er talað um að 25 prósent fólks þjáist af geðvanda á hverjum tíma og flest þeirra eru á vinnumarkaðnum. Enn fleiri glíma við vægari hliðstæðan vanda og vanlíðan. Þessi vandamál eru kostnaðarsöm fyrir vinnumarakaðinn í formi til dæmis aukinna veikindafjarvista, minnkandi framleiðni og aukinnar starfsmannaveltu. Erlendis eru fyrirtæki sem eru leiðandi á sínu sviði, byrjuð að huga vel að þessum málum því þau telja sig vita að geðheilbrigði á vinnustað sé að verða eitt mikilvægasta viðfangsefnið í viðskiptalífinu í dag.“ Fyrst til að setja sér geðheilsustefnu Elín segir að þegar hún skoðaði þessar staðreyndir sem atvinnurekandi hafi blasað við henni að nauðsynlegt væri að setja geðheilbrigðismálin á dagskrá. „Starfið okkar snýst um sköpunargleði, þjónustu og árangur og það er oft mikið álag á fólki og tímapressan mikil. Þetta hefur auðvitað stundum þau áhrif til lengri tíma að fólk verður þreytt og framleiðni minnkar.“ Leituðu þau til Helenu Jónsdóttur sálfræðings sem er með ráðgjafafyrirtækið Mental við innleiðingu og eftirfylgni verkefnisins. „Við ákváðum á staðnum að Hvíta húsið yrði fyrsta fyrirtækið á Íslandi til þess að setja sér geðheilsustefnu. Við vildum sýna starfsfólkinu okkar að við ætluðum að stíga fast til jarðar í þessum efnum, taka ábyrgð og vera leiðandi. Við ætluðum ekki að gera það með því að halda stuttan fyrirlestur og niðurgreiða sálfræðiþjónustu. Við vildum fara í ítarlega naflaskoðun á starfsumhverfinu og setja okkur markmið um gagngerar breytingar ef þessi þurfti. Þetta er eitthvað sem þarf að meitla inn í menninguna og það mun taka tíma. Þess vegna settum við okkur langtímaplan þar sem við gerum ráð fyrir að þetta verði þriggja ára verkefni.“ Færri veikindadagar Geðheilsustefna Hvíta hússins er unnin af starfsfólk eftir viðtöl og ítarlega könnun á stöðu geðheilsumála á stofunni. Stefnan er sáttmáli um samskipti, stjórnun og aðra þætti sem líklegir eru til efla geðheilsu og tryggja árangur. „Stefnan skiptist í fimm liði sem snúa að forvörnum og fræðslu, samskiptum og menningu, stjórnun og starfsmannastjórnun, stjórnun verkefna, ferli og flæði og stuðningur við fólk í geðvanda. Við erum með nokkur mælanleg markmið sem snúa bæði að líðan fólks og rekstarlegum þáttum eins og fjarvistum vegna veikinda.“ Með starfsmannastjórnun er átt við sveigjanleika í vinnu, samræmingu vinnu og einkalífs, þjálfun stjórnenda og fleira. „Við finnum fyrir því að starfsfólk Hvíta hússins er virkilega ánægt með stefnuna sem við höfum tekið í þessum málum. Við erum alltaf í samkeppni um gott starfsfólk og vonum að góð geðheilsumenning geri okkur að eftirsóknarverðum vinnustað. Við trúum því líka að við séum að skapa virði fyrir viðskiptavini því ánægt starfsfólk skilar betri vinnu. Við sjáum líka að þessi skref geti skilað okkur bættri rekstrarafkomu til lengri tíma litið í formi færri veikindadaga og bættri framleiðni. Svo er það auðvitað ábyrgð okkar gagnvart samfélaginu: starfsfólk kemur með geðheilsuna með sér í vinnuna og það er á okkar ábyrgð að það fari ekki með verri geðheilsu heim.“
Heilsa Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira