Sérreglur í þágu sérhagsmuna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2022 20:01 Verðbólgan bítur og hún bítur fast. Fyrst og fremst bitnar hún á heimilum landsins sem greiða nú þegar eitt hæsta matvöruverðið, ekki síst þegar kemur að landbúnaðarvörum. Raunar greiða íslensk heimili eitt hæsta verðið fyrir allar sínar vörur. Margt liggur að baki þessa háa vöruverðs en að stórum hluta skýrist vandinn af þeim samkeppnisskorti sem hér ríkir og er markvisst viðhaldið með ákvörðunum og aðgerðum núverandi ríkisstjórnar. Nú á svo að veita enn eina undanþáguna frá reglum samkeppnislaga. Það boða ný frumvarpsdrög matvælaráðherra um aðgerðir til að koma til móts við afurðastöðvar í sláturiðnaði. Breyting ráðherrans er sögð mæta erfiðri stöðu afurðastöðva án þess að bitna á neytendum eða öðrum aðilum markaðarins. En það fæst varla staðist sé horft til reynslunnar. Höfum hugfast að almennar samkeppnisreglur eru settar til að tryggja jafnræði og standa vörð um almannahagsmuni. Annað gildir hins vegar um sérreglurnar. Þær þjóna sértækum hagsmunum fremur en sameiginlegum. Við þekkjum auðvitað mörg dæmi af því hvernig sérreglur hafa á endanum alltaf komið sér illa fyrir neytendur. Slíkar reglur draga úr hvötum til verðlækkana og hindra nýsköpun og framþróun, með tilheyrandi viðbótarkostnaði. Virk samkeppni skiptir nefnilega öllu máli fyrir íslenskan almenning og velferð þjóðarinnar. Samkeppnin hefur reynst okkur vel á þeim sviðum sem hún hefur fengið að njóta sín á meðan samkeppnisskorturinn hefur reynst okkur þungbær. Kostnaðurinn blasir við á ýmsum sviðum og snertir okkur öll. Nefnum sem dæmi þær landbúnaðarvörur sem þegar falla utan ákvæði samkeppnislaga. Þær hafa jú lengi leitt lestina í verðhækkunum matvæla hér á landi. Við eigum að standa vörð um samkeppni þegar verðbólgan eykst, þegar vöruverð hækkar upp úr öllu valdi. Hún er nefnilega besta meðalið á slíkum tímum. Þess vegna er mikilvægt að bæta ekki á vandann með samkeppnishindrunum og öðrum aðgerðum sem grafa undir virkri samkeppni. Vandinn er einmitt samkeppnisskorturinn sem hér ríkir, ekki samkeppnin sjálf. Ríkisstjórnin hefur nú enn og aftur sýnt að hún stendur ekki vörð um heilbrigða og öfluga samkeppni á mörkuðum. Miklu heldur á fákeppnin þar skjól. Þess vegna skiptir öllu máli að tryggja að næsta ríkisstjórn beri hag neytenda fyrir brjósti og trúi á mátt virkrar samkeppni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Alþingi Verðlag Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Verðbólgan bítur og hún bítur fast. Fyrst og fremst bitnar hún á heimilum landsins sem greiða nú þegar eitt hæsta matvöruverðið, ekki síst þegar kemur að landbúnaðarvörum. Raunar greiða íslensk heimili eitt hæsta verðið fyrir allar sínar vörur. Margt liggur að baki þessa háa vöruverðs en að stórum hluta skýrist vandinn af þeim samkeppnisskorti sem hér ríkir og er markvisst viðhaldið með ákvörðunum og aðgerðum núverandi ríkisstjórnar. Nú á svo að veita enn eina undanþáguna frá reglum samkeppnislaga. Það boða ný frumvarpsdrög matvælaráðherra um aðgerðir til að koma til móts við afurðastöðvar í sláturiðnaði. Breyting ráðherrans er sögð mæta erfiðri stöðu afurðastöðva án þess að bitna á neytendum eða öðrum aðilum markaðarins. En það fæst varla staðist sé horft til reynslunnar. Höfum hugfast að almennar samkeppnisreglur eru settar til að tryggja jafnræði og standa vörð um almannahagsmuni. Annað gildir hins vegar um sérreglurnar. Þær þjóna sértækum hagsmunum fremur en sameiginlegum. Við þekkjum auðvitað mörg dæmi af því hvernig sérreglur hafa á endanum alltaf komið sér illa fyrir neytendur. Slíkar reglur draga úr hvötum til verðlækkana og hindra nýsköpun og framþróun, með tilheyrandi viðbótarkostnaði. Virk samkeppni skiptir nefnilega öllu máli fyrir íslenskan almenning og velferð þjóðarinnar. Samkeppnin hefur reynst okkur vel á þeim sviðum sem hún hefur fengið að njóta sín á meðan samkeppnisskorturinn hefur reynst okkur þungbær. Kostnaðurinn blasir við á ýmsum sviðum og snertir okkur öll. Nefnum sem dæmi þær landbúnaðarvörur sem þegar falla utan ákvæði samkeppnislaga. Þær hafa jú lengi leitt lestina í verðhækkunum matvæla hér á landi. Við eigum að standa vörð um samkeppni þegar verðbólgan eykst, þegar vöruverð hækkar upp úr öllu valdi. Hún er nefnilega besta meðalið á slíkum tímum. Þess vegna er mikilvægt að bæta ekki á vandann með samkeppnishindrunum og öðrum aðgerðum sem grafa undir virkri samkeppni. Vandinn er einmitt samkeppnisskorturinn sem hér ríkir, ekki samkeppnin sjálf. Ríkisstjórnin hefur nú enn og aftur sýnt að hún stendur ekki vörð um heilbrigða og öfluga samkeppni á mörkuðum. Miklu heldur á fákeppnin þar skjól. Þess vegna skiptir öllu máli að tryggja að næsta ríkisstjórn beri hag neytenda fyrir brjósti og trúi á mátt virkrar samkeppni.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar