Sérreglur í þágu sérhagsmuna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2022 20:01 Verðbólgan bítur og hún bítur fast. Fyrst og fremst bitnar hún á heimilum landsins sem greiða nú þegar eitt hæsta matvöruverðið, ekki síst þegar kemur að landbúnaðarvörum. Raunar greiða íslensk heimili eitt hæsta verðið fyrir allar sínar vörur. Margt liggur að baki þessa háa vöruverðs en að stórum hluta skýrist vandinn af þeim samkeppnisskorti sem hér ríkir og er markvisst viðhaldið með ákvörðunum og aðgerðum núverandi ríkisstjórnar. Nú á svo að veita enn eina undanþáguna frá reglum samkeppnislaga. Það boða ný frumvarpsdrög matvælaráðherra um aðgerðir til að koma til móts við afurðastöðvar í sláturiðnaði. Breyting ráðherrans er sögð mæta erfiðri stöðu afurðastöðva án þess að bitna á neytendum eða öðrum aðilum markaðarins. En það fæst varla staðist sé horft til reynslunnar. Höfum hugfast að almennar samkeppnisreglur eru settar til að tryggja jafnræði og standa vörð um almannahagsmuni. Annað gildir hins vegar um sérreglurnar. Þær þjóna sértækum hagsmunum fremur en sameiginlegum. Við þekkjum auðvitað mörg dæmi af því hvernig sérreglur hafa á endanum alltaf komið sér illa fyrir neytendur. Slíkar reglur draga úr hvötum til verðlækkana og hindra nýsköpun og framþróun, með tilheyrandi viðbótarkostnaði. Virk samkeppni skiptir nefnilega öllu máli fyrir íslenskan almenning og velferð þjóðarinnar. Samkeppnin hefur reynst okkur vel á þeim sviðum sem hún hefur fengið að njóta sín á meðan samkeppnisskorturinn hefur reynst okkur þungbær. Kostnaðurinn blasir við á ýmsum sviðum og snertir okkur öll. Nefnum sem dæmi þær landbúnaðarvörur sem þegar falla utan ákvæði samkeppnislaga. Þær hafa jú lengi leitt lestina í verðhækkunum matvæla hér á landi. Við eigum að standa vörð um samkeppni þegar verðbólgan eykst, þegar vöruverð hækkar upp úr öllu valdi. Hún er nefnilega besta meðalið á slíkum tímum. Þess vegna er mikilvægt að bæta ekki á vandann með samkeppnishindrunum og öðrum aðgerðum sem grafa undir virkri samkeppni. Vandinn er einmitt samkeppnisskorturinn sem hér ríkir, ekki samkeppnin sjálf. Ríkisstjórnin hefur nú enn og aftur sýnt að hún stendur ekki vörð um heilbrigða og öfluga samkeppni á mörkuðum. Miklu heldur á fákeppnin þar skjól. Þess vegna skiptir öllu máli að tryggja að næsta ríkisstjórn beri hag neytenda fyrir brjósti og trúi á mátt virkrar samkeppni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Alþingi Verðlag Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Verðbólgan bítur og hún bítur fast. Fyrst og fremst bitnar hún á heimilum landsins sem greiða nú þegar eitt hæsta matvöruverðið, ekki síst þegar kemur að landbúnaðarvörum. Raunar greiða íslensk heimili eitt hæsta verðið fyrir allar sínar vörur. Margt liggur að baki þessa háa vöruverðs en að stórum hluta skýrist vandinn af þeim samkeppnisskorti sem hér ríkir og er markvisst viðhaldið með ákvörðunum og aðgerðum núverandi ríkisstjórnar. Nú á svo að veita enn eina undanþáguna frá reglum samkeppnislaga. Það boða ný frumvarpsdrög matvælaráðherra um aðgerðir til að koma til móts við afurðastöðvar í sláturiðnaði. Breyting ráðherrans er sögð mæta erfiðri stöðu afurðastöðva án þess að bitna á neytendum eða öðrum aðilum markaðarins. En það fæst varla staðist sé horft til reynslunnar. Höfum hugfast að almennar samkeppnisreglur eru settar til að tryggja jafnræði og standa vörð um almannahagsmuni. Annað gildir hins vegar um sérreglurnar. Þær þjóna sértækum hagsmunum fremur en sameiginlegum. Við þekkjum auðvitað mörg dæmi af því hvernig sérreglur hafa á endanum alltaf komið sér illa fyrir neytendur. Slíkar reglur draga úr hvötum til verðlækkana og hindra nýsköpun og framþróun, með tilheyrandi viðbótarkostnaði. Virk samkeppni skiptir nefnilega öllu máli fyrir íslenskan almenning og velferð þjóðarinnar. Samkeppnin hefur reynst okkur vel á þeim sviðum sem hún hefur fengið að njóta sín á meðan samkeppnisskorturinn hefur reynst okkur þungbær. Kostnaðurinn blasir við á ýmsum sviðum og snertir okkur öll. Nefnum sem dæmi þær landbúnaðarvörur sem þegar falla utan ákvæði samkeppnislaga. Þær hafa jú lengi leitt lestina í verðhækkunum matvæla hér á landi. Við eigum að standa vörð um samkeppni þegar verðbólgan eykst, þegar vöruverð hækkar upp úr öllu valdi. Hún er nefnilega besta meðalið á slíkum tímum. Þess vegna er mikilvægt að bæta ekki á vandann með samkeppnishindrunum og öðrum aðgerðum sem grafa undir virkri samkeppni. Vandinn er einmitt samkeppnisskorturinn sem hér ríkir, ekki samkeppnin sjálf. Ríkisstjórnin hefur nú enn og aftur sýnt að hún stendur ekki vörð um heilbrigða og öfluga samkeppni á mörkuðum. Miklu heldur á fákeppnin þar skjól. Þess vegna skiptir öllu máli að tryggja að næsta ríkisstjórn beri hag neytenda fyrir brjósti og trúi á mátt virkrar samkeppni.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun