„Mér finnst Patti vera í einskismannslandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2022 12:01 Patrekur Jóhannesson að stýra Stjörnuliðinu í Olís deildinni. Vísir/Diego Karlalið Stjörnunnar í Olís deildinni tapaði á móti Aftureldingu í síðasta leik sínum og strákarnir í Seinni bylgjunni höfðu áhyggjur af því að þjálfari liðsins, Patrekur Jóhannesson, fái ekki nógu mikla aðstoð. Stjarnan missti frá sér leikinn undir lokin þegar Afturelding skoraði þrjú mörk á áttatíu sekúndum. „Í kjölfarið þá bara hrynur sóknarleikur Stjörnunnar. Á þessu tímabili var Gunnar Steinn (Jónsson) með tvær lélegar línusendingar,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Arnar Daði fór í stuttu máli yfir mistök Stjörnumanna í lok leiksins en þar voru reyndustu leikmenn liðsins ekki að skila. „Þú ert í jöfnum leik á móti Aftureldingu. Þú ert með Tandra Má (Konráðsson), sem á fleiri fleiri ár í atvinnumennsku, Gunnar Stein (Jónsson) og Leó Snær (Pétursson) sem er búinn að spila bæði úti og lengi hérna heima,“ sagði Arnar Daði. „Tökum Gunnar Stein hérna. Hann er með tvö mörk úr sex skotum og tapar boltanum tvívegis. þetta er aðstoðarþjálfari liðsins. Hvaða skilaboð ertu að senda til liðsins,“ spurði Arnar og hélt áfram: „Ég er búinn að fjalla um handbolta heillengi og búinn að tala um þetta í handkastinu í allan vetur. Ég er alltaf að reyna að finna einhverja útskýringar hvað sé að hjá Stjörnunni. Svo vinna þeir leik og allt er frábært, bla bla bla,“ sagði Arnar Daði. „Í hvaða stöðu er Patti einn þarna? Mér finnst Patti vera svolítið í einskismannslandi. Það er erfitt að vera með leikmann sem er spilandi aðstoðarþjálfari,“ sagði Arnar Daði. „Ég skil það með Ása (Ásbjörn Friðriksson hjá FH) sem er frábær leik eftir leik og ef hann er ekki frábær þá er hann bara meiddur. Hvert er hlutverk Gunnars Steins með fullri alvöru“ spurði Arnar. „Patti er að sjá um yngri flokkana og hann er að vinna í húsinu. Hann er að redda hinu og þessu. Er hann ekki svolítið með allt á herðum sér þarna? Hvaða gagnrýnisraddir fær Patti að heyra ef það gengur illa? Hver er að hjálpa honum? Í Krikanum er Logi Geirsson á Steina Arndal og upp á Ásvöllum er Aron Kristjáns að hjálpa til og í Valsheimilinu er Dagur Sig. Hver er að hjálpa Patta í að reyna að finna lausnir á því hver vandinn sé í Garðabænum,“ spurði Arnar Daði enn og aftur. Hér fyrir neðan má sjá þessar vangaveltur og hvað Logi Geirsson hafði að segja við þessu og um Stjörnuliðið. Klippa: Seinni bylgjan: Umfjöllun um þjálfarateymi Stjörnunnar Olís-deild karla Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Stjarnan missti frá sér leikinn undir lokin þegar Afturelding skoraði þrjú mörk á áttatíu sekúndum. „Í kjölfarið þá bara hrynur sóknarleikur Stjörnunnar. Á þessu tímabili var Gunnar Steinn (Jónsson) með tvær lélegar línusendingar,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Arnar Daði fór í stuttu máli yfir mistök Stjörnumanna í lok leiksins en þar voru reyndustu leikmenn liðsins ekki að skila. „Þú ert í jöfnum leik á móti Aftureldingu. Þú ert með Tandra Má (Konráðsson), sem á fleiri fleiri ár í atvinnumennsku, Gunnar Stein (Jónsson) og Leó Snær (Pétursson) sem er búinn að spila bæði úti og lengi hérna heima,“ sagði Arnar Daði. „Tökum Gunnar Stein hérna. Hann er með tvö mörk úr sex skotum og tapar boltanum tvívegis. þetta er aðstoðarþjálfari liðsins. Hvaða skilaboð ertu að senda til liðsins,“ spurði Arnar og hélt áfram: „Ég er búinn að fjalla um handbolta heillengi og búinn að tala um þetta í handkastinu í allan vetur. Ég er alltaf að reyna að finna einhverja útskýringar hvað sé að hjá Stjörnunni. Svo vinna þeir leik og allt er frábært, bla bla bla,“ sagði Arnar Daði. „Í hvaða stöðu er Patti einn þarna? Mér finnst Patti vera svolítið í einskismannslandi. Það er erfitt að vera með leikmann sem er spilandi aðstoðarþjálfari,“ sagði Arnar Daði. „Ég skil það með Ása (Ásbjörn Friðriksson hjá FH) sem er frábær leik eftir leik og ef hann er ekki frábær þá er hann bara meiddur. Hvert er hlutverk Gunnars Steins með fullri alvöru“ spurði Arnar. „Patti er að sjá um yngri flokkana og hann er að vinna í húsinu. Hann er að redda hinu og þessu. Er hann ekki svolítið með allt á herðum sér þarna? Hvaða gagnrýnisraddir fær Patti að heyra ef það gengur illa? Hver er að hjálpa honum? Í Krikanum er Logi Geirsson á Steina Arndal og upp á Ásvöllum er Aron Kristjáns að hjálpa til og í Valsheimilinu er Dagur Sig. Hver er að hjálpa Patta í að reyna að finna lausnir á því hver vandinn sé í Garðabænum,“ spurði Arnar Daði enn og aftur. Hér fyrir neðan má sjá þessar vangaveltur og hvað Logi Geirsson hafði að segja við þessu og um Stjörnuliðið. Klippa: Seinni bylgjan: Umfjöllun um þjálfarateymi Stjörnunnar
Olís-deild karla Stjarnan Seinni bylgjan Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira