Íslensk erfðagreining gæti hlaupið undir bagga í lífsýnarannsóknum í sakamálum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2022 23:38 Kári bendir á að á Íslandi er auðvelt að finna einstaklinga eingöngu á grundvelli erfðaefnis. Vísir/Vilhelm „Ef að það er þörf á okkar getu og kunnáttu og leitað eftir henni þá erum við hér til staðar og reiðubúin að skoða allt milli himins og jarðar,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar en hann telur Íslenska erfðagreiningu fyllilega í stakk búna til að sinna lífsýnarannsóknum í sakamálum hér á landi. Lífsýni í íslenskum sakamálum hafa hingað til verið send til rannsóknar í Svíþjóð á vottuðum rannsóknarstofum. Hrina alvarlega sakamála í Svíþjóð undanfarið hefur hins vegar valdið því að biðtími eftir sýnum hefur lengst og hefur það tafið rannsókn sakamála hérlendis. Sænska rannsóknarstofan annar einfaldlega ekki eftirspurn. Kári ræddi við Reykjavík síðdegis um málið og sagði það vera tiltölulega auðvelt fyrir Íslenska erfðagreiningu að sjá um þessar lífsýnarannsóknir. „Þetta er sú tegund af vinnu sem við erum að vinna öllum stundum, sem er að taka erfðaefni úr fólki og raðgreina það, aðgerðagreina og finna samsvörun á milli sýna. Þannig að þetta væri ekki flókið fyrir okkur.“ Kári bendir á að áður en slíkt gæti átt sér stað þyrfti að ganga frá formlegum atriðum. Til að mynda þyrfti Íslensk erfðagreining að fá viðurkenningu sem formleg rannsóknarstofa á þessu sviði. Það væri lítill vandi. „Það þarf fyrst og fremst vilja til að nýta þá aðstöðu sem hér er. Þegar Svíar vilja fara út í flóknar rannsóknir á erfðaefni þá leita þeir til okkar. Þannig að það hvergi í Norður Evrópu eru menn með sömu getu og við. Þannig að þetta ætti að vera tiltölulega auðvelt.“ Kári segir að um einföld vísindi sé að ræða. Hægt væri að skila niðurstöðum úr rannsóknum innan nokkurra daga. Hann segir það þó ekki vera markmið hjá Íslenskri erfðagreiningu að sinna rannsóknum af þessu tagi. „Það mætti líta á þetta að einhverju leyti sem þegnskyldu, ef menn lenda í vandræðum með þetta í Svíþjóð, en þá þarf að vera vilji fyrir hendi hjá lögreglunni til að nýta þá getu sem við höfum. Einhvern veginn hefur enginn séð ástæðu til að ganga frá málum þannig að það yrði þannig.“ Auðvelt að finna einstaklinga á grundvelli erfðaefnis Hann hefur þó ekki áhuga á að gera Íslenska erfðagreiningu að rannsóknarstofu í réttarlæknisfræði. „Við myndum alls ekki vilja gera það. En okkur þykir vænt um íslenskt samfélag og eins og kom í ljós í Covid þegar þörf er á okkar þjónustu, þegar það sem við getum og kunnum er ekki til staðar annars staðar, þá hlaupum við í skarðið. En það þýðir hins vegar alls ekki að okkur langi að verða einhvers konar sóttvarnarstofnun, og það þýðir heldur ekki að okkur langi til að verða einhvers konar réttarlæknisfræðileg rannsóknarstofa.ׅ“ Kári bendir jafnframt á að á Íslandi er auðvelt að finna einstaklinga eingöngu á grundvelli erfðaefnis. Hins vegar þurfi að vera vilji í samfélaginu til að notfæra sér slíkt. „En eins og stendur þá erum við hérna í Vatnsmýrinni að reyna að gera uppgvötanir og lögreglan er í stöðugum viðskiptum við stórkostlega rannsóknarstofu í Svíþjóð sem hreyfir sig tiltölulega hægt.“ Reykjavík síðdegis Íslensk erfðagreining Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Lífsýni í íslenskum sakamálum hafa hingað til verið send til rannsóknar í Svíþjóð á vottuðum rannsóknarstofum. Hrina alvarlega sakamála í Svíþjóð undanfarið hefur hins vegar valdið því að biðtími eftir sýnum hefur lengst og hefur það tafið rannsókn sakamála hérlendis. Sænska rannsóknarstofan annar einfaldlega ekki eftirspurn. Kári ræddi við Reykjavík síðdegis um málið og sagði það vera tiltölulega auðvelt fyrir Íslenska erfðagreiningu að sjá um þessar lífsýnarannsóknir. „Þetta er sú tegund af vinnu sem við erum að vinna öllum stundum, sem er að taka erfðaefni úr fólki og raðgreina það, aðgerðagreina og finna samsvörun á milli sýna. Þannig að þetta væri ekki flókið fyrir okkur.“ Kári bendir á að áður en slíkt gæti átt sér stað þyrfti að ganga frá formlegum atriðum. Til að mynda þyrfti Íslensk erfðagreining að fá viðurkenningu sem formleg rannsóknarstofa á þessu sviði. Það væri lítill vandi. „Það þarf fyrst og fremst vilja til að nýta þá aðstöðu sem hér er. Þegar Svíar vilja fara út í flóknar rannsóknir á erfðaefni þá leita þeir til okkar. Þannig að það hvergi í Norður Evrópu eru menn með sömu getu og við. Þannig að þetta ætti að vera tiltölulega auðvelt.“ Kári segir að um einföld vísindi sé að ræða. Hægt væri að skila niðurstöðum úr rannsóknum innan nokkurra daga. Hann segir það þó ekki vera markmið hjá Íslenskri erfðagreiningu að sinna rannsóknum af þessu tagi. „Það mætti líta á þetta að einhverju leyti sem þegnskyldu, ef menn lenda í vandræðum með þetta í Svíþjóð, en þá þarf að vera vilji fyrir hendi hjá lögreglunni til að nýta þá getu sem við höfum. Einhvern veginn hefur enginn séð ástæðu til að ganga frá málum þannig að það yrði þannig.“ Auðvelt að finna einstaklinga á grundvelli erfðaefnis Hann hefur þó ekki áhuga á að gera Íslenska erfðagreiningu að rannsóknarstofu í réttarlæknisfræði. „Við myndum alls ekki vilja gera það. En okkur þykir vænt um íslenskt samfélag og eins og kom í ljós í Covid þegar þörf er á okkar þjónustu, þegar það sem við getum og kunnum er ekki til staðar annars staðar, þá hlaupum við í skarðið. En það þýðir hins vegar alls ekki að okkur langi að verða einhvers konar sóttvarnarstofnun, og það þýðir heldur ekki að okkur langi til að verða einhvers konar réttarlæknisfræðileg rannsóknarstofa.ׅ“ Kári bendir jafnframt á að á Íslandi er auðvelt að finna einstaklinga eingöngu á grundvelli erfðaefnis. Hins vegar þurfi að vera vilji í samfélaginu til að notfæra sér slíkt. „En eins og stendur þá erum við hérna í Vatnsmýrinni að reyna að gera uppgvötanir og lögreglan er í stöðugum viðskiptum við stórkostlega rannsóknarstofu í Svíþjóð sem hreyfir sig tiltölulega hægt.“
Reykjavík síðdegis Íslensk erfðagreining Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira