HM ekki í hættu hjá Viktori Gísla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. desember 2022 12:23 Viktor Gísli Hallgrímsson er á leið á sitt fjórða stórmót þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára. vísir/hulda margrét Aðdáendur íslenska karlalandsliðsins í handbolta geta varpað öndinni léttar því allar líkur eru á því að Viktor Gísli Hallgrímsson verji mark þess á HM í Svíþjóð og Póllandi í byrjun næsta árs. Viktor fór meiddur af velli þegar Nantes sigraði Sélestat, 31-24, í frönsku úrvalsdeildinni í fyrradag. Hann meiddist á olnboga en þetta voru sömu meiðsli og héldu honum frá keppni í nokkrar vikur í haust. „Þetta er það sama og seinast. Þetta er í olnboganum. Ég fékk slæmt högg í hraðaupphlaupi. Ég fékk skot af eins metra færi í útrétta hönd,“ sagði Viktor í samtali við Vísi í dag. „En ég verð betri með hverjum deginum. Ég fór til læknis í gær og hann sagði að það væru engir aukaáverkar.“ Hjarta flestra aðdáenda íslenska handboltalandsliðsins tók aukaslag þegar þeir heyrðu af því að gömul meiðsli hefðu tekið sig upp hjá Viktori enda bara rúmur mánuður þar til HM hefst. Markvörðurinn var hins vegar hinn rólegasti þegar blaðamaður Vísis tók púlsinn á honum. Viktor var allavega ekki verri í hendinni en svo að hann spilaði tölvuleikinn FIFA á meðan viðtalinu stóð. Viktor Gísli varð danskur meistari með GOG á síðasta tímabili.vísir/vilhelm „Ég tek þetta bara frá degi til dags. Ég hef engar áhyggjur af HM,“ sagði Viktor og bætti við að meiðslin væru ekki jafn slæm og í haust. „Þá var ég að drepast og gat ekki notað höndina í viku. Þetta lagast af sjálfu sér með hvíld en ég hef ekki þann tíma. En ég er mjög bjartsýnn á að ná HM.“ Ánægður með durgavörnina Viktor gekk í raðir Nantes frá Danmerkurmeisturum GOG fyrir tímabilið. Hann kann einkar vel við sig hjá franska liðinu sem spilar vörn sem dregur fram það besta í honum. „Þetta er búið að vera geggjað og ég hef staðið mig mjög vel. Þetta er geggjað lið og vörn sem hentar mér vel. Þetta eru stórir durgar og sterkir menn sem eru góðir að blokka, eitthvað sem ég var ekki alveg með í Danmörku. Ég fæ létta bolta til að koma mér í gang og fæ sjálfstraust. Það er gott traust og góð samskipti milli mín og varnarinnar,“ sagði Viktor. Viktor Gísli hefur leikið sem atvinnumaður erlendis síðan 2019.vísir/hulda margrét Frammarinn fyrrverandi átti stórleik þegar Nantes sigraði Álaborg, 35-28, í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Þetta var annar sigur liðsins á Dönunum á skömmum tíma. „Það var rosalegt. Að vinna Álaborg er magnað fyrir mig eftir árin í Danmörku. Þetta var geggjað. Ég byrjaði líka vel í fyrri leiknum en Álaborg spilar mjög hratt og skora létt mörk. En í þessum leik hélt ég dampi. Við spiluðum líka betri vörn,“ sagði Viktor sem varði tuttugu skot í leiknum. Þar af voru þrjú vítaköst, meðal annars tvö frá Mikkel Hansen. Milli þess sem Viktor spilar handbolta og FIFA stundar hann fjarnám í sálfræði. Hann nýtur líka lífsins í Nantes. „Þetta er mjög flott félag og það kom mér á óvart hvað þetta er flott borg. Það er líka ótrúlega góð umgjörð í kringum liðið,“ sagði Viktor. Pælir lítið í áhuga Kiel Eftir frábæra frammistöðu að undanförnu hefur hann meðal annars verið orðaður við Kiel. Hann veit þó lítið um þann áhuga. „Það er rkkert sem ég hef heyrt. Ég veit ekkert meira en þú. Ég veit bara að þeir fá [Vincent] Gérard fyrir næsta tímabil og það er erfitt fyrir mig að hugsa til 2025,“ sagði Viktor en þá rennur samningur hans við Nantes út. Sem fyrr sagði hefst HM í handbolta um miðjan janúar. Miklar vonir eru bundnar við íslenska liðið eftir vaska framgöngu á EM í byrjun þessa árs. Þar endaði Ísland í 6. sæti og Viktor var valinn í úrvalslið mótsins. Markvörðurinn hlakkar skiljanlega til heimsmeistaramótsins. „Klárlega. Ég er mjög spenntur. Það verður spennandi að sjá hvernig við stöndum,“ sagði Viktor að lokum. Franski handboltinn Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Viktor fór meiddur af velli þegar Nantes sigraði Sélestat, 31-24, í frönsku úrvalsdeildinni í fyrradag. Hann meiddist á olnboga en þetta voru sömu meiðsli og héldu honum frá keppni í nokkrar vikur í haust. „Þetta er það sama og seinast. Þetta er í olnboganum. Ég fékk slæmt högg í hraðaupphlaupi. Ég fékk skot af eins metra færi í útrétta hönd,“ sagði Viktor í samtali við Vísi í dag. „En ég verð betri með hverjum deginum. Ég fór til læknis í gær og hann sagði að það væru engir aukaáverkar.“ Hjarta flestra aðdáenda íslenska handboltalandsliðsins tók aukaslag þegar þeir heyrðu af því að gömul meiðsli hefðu tekið sig upp hjá Viktori enda bara rúmur mánuður þar til HM hefst. Markvörðurinn var hins vegar hinn rólegasti þegar blaðamaður Vísis tók púlsinn á honum. Viktor var allavega ekki verri í hendinni en svo að hann spilaði tölvuleikinn FIFA á meðan viðtalinu stóð. Viktor Gísli varð danskur meistari með GOG á síðasta tímabili.vísir/vilhelm „Ég tek þetta bara frá degi til dags. Ég hef engar áhyggjur af HM,“ sagði Viktor og bætti við að meiðslin væru ekki jafn slæm og í haust. „Þá var ég að drepast og gat ekki notað höndina í viku. Þetta lagast af sjálfu sér með hvíld en ég hef ekki þann tíma. En ég er mjög bjartsýnn á að ná HM.“ Ánægður með durgavörnina Viktor gekk í raðir Nantes frá Danmerkurmeisturum GOG fyrir tímabilið. Hann kann einkar vel við sig hjá franska liðinu sem spilar vörn sem dregur fram það besta í honum. „Þetta er búið að vera geggjað og ég hef staðið mig mjög vel. Þetta er geggjað lið og vörn sem hentar mér vel. Þetta eru stórir durgar og sterkir menn sem eru góðir að blokka, eitthvað sem ég var ekki alveg með í Danmörku. Ég fæ létta bolta til að koma mér í gang og fæ sjálfstraust. Það er gott traust og góð samskipti milli mín og varnarinnar,“ sagði Viktor. Viktor Gísli hefur leikið sem atvinnumaður erlendis síðan 2019.vísir/hulda margrét Frammarinn fyrrverandi átti stórleik þegar Nantes sigraði Álaborg, 35-28, í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Þetta var annar sigur liðsins á Dönunum á skömmum tíma. „Það var rosalegt. Að vinna Álaborg er magnað fyrir mig eftir árin í Danmörku. Þetta var geggjað. Ég byrjaði líka vel í fyrri leiknum en Álaborg spilar mjög hratt og skora létt mörk. En í þessum leik hélt ég dampi. Við spiluðum líka betri vörn,“ sagði Viktor sem varði tuttugu skot í leiknum. Þar af voru þrjú vítaköst, meðal annars tvö frá Mikkel Hansen. Milli þess sem Viktor spilar handbolta og FIFA stundar hann fjarnám í sálfræði. Hann nýtur líka lífsins í Nantes. „Þetta er mjög flott félag og það kom mér á óvart hvað þetta er flott borg. Það er líka ótrúlega góð umgjörð í kringum liðið,“ sagði Viktor. Pælir lítið í áhuga Kiel Eftir frábæra frammistöðu að undanförnu hefur hann meðal annars verið orðaður við Kiel. Hann veit þó lítið um þann áhuga. „Það er rkkert sem ég hef heyrt. Ég veit ekkert meira en þú. Ég veit bara að þeir fá [Vincent] Gérard fyrir næsta tímabil og það er erfitt fyrir mig að hugsa til 2025,“ sagði Viktor en þá rennur samningur hans við Nantes út. Sem fyrr sagði hefst HM í handbolta um miðjan janúar. Miklar vonir eru bundnar við íslenska liðið eftir vaska framgöngu á EM í byrjun þessa árs. Þar endaði Ísland í 6. sæti og Viktor var valinn í úrvalslið mótsins. Markvörðurinn hlakkar skiljanlega til heimsmeistaramótsins. „Klárlega. Ég er mjög spenntur. Það verður spennandi að sjá hvernig við stöndum,“ sagði Viktor að lokum.
Franski handboltinn Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira