Óttast dreifingu ösku á útivistarsvæðum og í almenningsgörðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2022 09:37 Frumvarpið er þverpólitískt samstarf nokkurra þingmanna. Reykjavíkurborg segir útivistarsvæði sveitarfélaga mögulega geta orðið eftirsótt fyrir öskudreifingu, ef öskudreifing verður gefin frjáls. Lagt er til að afla verði heimildar landeigenda eða umráðamanna lands áður en ösku er dreift. Þetta kemur fram í umsögn Reykjavíkurborgar vegna frumvarps um dreifingu ösku eftir líkbrennslu. Í frumvarpinu er lagt til að dreifing ösku verði gefin frjáls og að óskir hins látna um hvar og hvernig öskunni er dreift séu virtar. Reykjavíkurborg segir að svo virðist sem flutningsmenn frumvarpsins reikni ekki með neinum takmörkunum á dreifingu ösku og segja þá stöðu geta komið upp að eigandi eða umráðamaður lands sé ósáttur við dreifingu öskunnar á landinu, þrátt fyrir vilja hins látna. „Útivistarsvæði sveitarfélaga gætu mögulega orðið eftirsótt fyrir öskudreifingu,“ segir í umsögn borgarinnar. „Eðlilegt er að sveitarfélagið hefði eitthvað um það að segja hvort ösku yrði dreift á útivistarsvæði en auðvitað mætti hugsa sér að sveitarfélag skilgreindi ákveðið svæði þar sem heimilt væri að dreifa ösku.“ Telja ónauðsynlegt að rýmka heimildir til dreifingar ösku Kirkjugarðaráð hefur einnig skilað inn umsögn vegna frumvarpsins og gerir meðal annars athugasemd við það að frjáls dreifing ösku gæti stangast á við önnur lög, til að mynda um hollustuhætti. Þá er gerð athugasemd við málsgrein sem hljóðar þannig: „Virða ber ósk hins látna um hvar og hvernig ösku er dreift eða hún varðveitt sé ósk hins látna sú að askan sé ekki jarðsett.“ „Með ofangreindri tillögu verður ekki annað séð en að hægt verði að geyma ösku látinna og/eða dreifa henni hvar sem er án takmarkana. Þetta vekur spurningar um hvort framvegis verði jafnvel hægt að dreifa ösku innan skipulagðra svæða í þéttbýli til dæmis í íbúðahúsa- eða í almenningsgörðum,“ segir í umsögn Kirkjugarðaráðs. Ráðið segir að sér hafi ekki borist kvartanir vegna þess hvernig málum er háttað nú, þar sem sækja þarf um leyfi hjá sýslumanni til að dreifa ösku á öræfum eða sjó. Því telji ráðið ekki brýna nauðsyn á að rýmka heimildir til dreifingar ösku að svo stöddu. Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn Reykjavíkurborgar vegna frumvarps um dreifingu ösku eftir líkbrennslu. Í frumvarpinu er lagt til að dreifing ösku verði gefin frjáls og að óskir hins látna um hvar og hvernig öskunni er dreift séu virtar. Reykjavíkurborg segir að svo virðist sem flutningsmenn frumvarpsins reikni ekki með neinum takmörkunum á dreifingu ösku og segja þá stöðu geta komið upp að eigandi eða umráðamaður lands sé ósáttur við dreifingu öskunnar á landinu, þrátt fyrir vilja hins látna. „Útivistarsvæði sveitarfélaga gætu mögulega orðið eftirsótt fyrir öskudreifingu,“ segir í umsögn borgarinnar. „Eðlilegt er að sveitarfélagið hefði eitthvað um það að segja hvort ösku yrði dreift á útivistarsvæði en auðvitað mætti hugsa sér að sveitarfélag skilgreindi ákveðið svæði þar sem heimilt væri að dreifa ösku.“ Telja ónauðsynlegt að rýmka heimildir til dreifingar ösku Kirkjugarðaráð hefur einnig skilað inn umsögn vegna frumvarpsins og gerir meðal annars athugasemd við það að frjáls dreifing ösku gæti stangast á við önnur lög, til að mynda um hollustuhætti. Þá er gerð athugasemd við málsgrein sem hljóðar þannig: „Virða ber ósk hins látna um hvar og hvernig ösku er dreift eða hún varðveitt sé ósk hins látna sú að askan sé ekki jarðsett.“ „Með ofangreindri tillögu verður ekki annað séð en að hægt verði að geyma ösku látinna og/eða dreifa henni hvar sem er án takmarkana. Þetta vekur spurningar um hvort framvegis verði jafnvel hægt að dreifa ösku innan skipulagðra svæða í þéttbýli til dæmis í íbúðahúsa- eða í almenningsgörðum,“ segir í umsögn Kirkjugarðaráðs. Ráðið segir að sér hafi ekki borist kvartanir vegna þess hvernig málum er háttað nú, þar sem sækja þarf um leyfi hjá sýslumanni til að dreifa ösku á öræfum eða sjó. Því telji ráðið ekki brýna nauðsyn á að rýmka heimildir til dreifingar ösku að svo stöddu.
Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira