Úkraínumenn sagðir gera drónaárásir langt inni í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2022 09:01 Hermaður fylgist með Tu-95-sprengjuflugvél á flugbraut á herflugvellinum í Engels í Rússlandi árið 2008. Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárás á flugvöllinn í gær. Vísir/Getty Drónaárás olli tjóni á olíubirgðastöð við flugvöll í Rússlandi nærri landamærunum að Úkraínu í nótt. Hún kemur beint í kjölfar úkraínskra árása á flugvelli langt inni í Rússlandi í gær. New York Times hefur eftir Roman Starovoit, ríkisstjóranum í Kúrskhéraði í Rússlandi að engan hafi sakað í drónaárásinni þar snemma í morgun. Búið væri að slökkva eld sem kviknaði í stöðinni. Rússneski herinn notar flugvöllinn sem ráðist var á en hann er einnig notaður í borgaralegum tilgangi. Þá virðast Úkraínumenn hafa borið ábyrgð á sprengingum á rússneskar herstöðvar í Rjazan og Engels, hundruð kílómetra frá landamærunum, í gær. Bandaríska blaðið hefur það eftir rússneska varnarmálaráðuneytinu og úkraínskum embættismanni að úkraínskir drónar hafi lent á herstöðvunum. Þrír hermenn eru sagðir hafa fallið og fjórir aðrir særst. Úkraínski heimildarmaður New York Times segir að drónarnir hafi tekið á loft í Úkraínu. Sérsveit á staðnum hafi hjálpað að minnsta kosti öðrum þeirra að finna skotmark sitt. Rússar fullyrða að þeir hafi stöðvað drónana en að mannfallið og tjón á tveimur flugvélum hafi orðið þegar drónarnir hröpuðu og brakið sprakk. Engels-herflugvöllurinn við ána Volgu er bækistöð fyrir langdræg vopn rússneska hersins, þar á meðal kjarnorkusprengjuflugvélar. Úkraínumenn halda því fram að herstöðin sé einnig notuð til þess að stýra linnulausum flugskeytaárásum á innviði landsins, þar á meðal rafstöðvar og vatnsveitu. Kort sem sýnir staðsetningu herflugvallanna tveggja í Rjazan og Engels sem Úkraínumenn eru sagðir hafa ráðist á með drónum.AP Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
New York Times hefur eftir Roman Starovoit, ríkisstjóranum í Kúrskhéraði í Rússlandi að engan hafi sakað í drónaárásinni þar snemma í morgun. Búið væri að slökkva eld sem kviknaði í stöðinni. Rússneski herinn notar flugvöllinn sem ráðist var á en hann er einnig notaður í borgaralegum tilgangi. Þá virðast Úkraínumenn hafa borið ábyrgð á sprengingum á rússneskar herstöðvar í Rjazan og Engels, hundruð kílómetra frá landamærunum, í gær. Bandaríska blaðið hefur það eftir rússneska varnarmálaráðuneytinu og úkraínskum embættismanni að úkraínskir drónar hafi lent á herstöðvunum. Þrír hermenn eru sagðir hafa fallið og fjórir aðrir særst. Úkraínski heimildarmaður New York Times segir að drónarnir hafi tekið á loft í Úkraínu. Sérsveit á staðnum hafi hjálpað að minnsta kosti öðrum þeirra að finna skotmark sitt. Rússar fullyrða að þeir hafi stöðvað drónana en að mannfallið og tjón á tveimur flugvélum hafi orðið þegar drónarnir hröpuðu og brakið sprakk. Engels-herflugvöllurinn við ána Volgu er bækistöð fyrir langdræg vopn rússneska hersins, þar á meðal kjarnorkusprengjuflugvélar. Úkraínumenn halda því fram að herstöðin sé einnig notuð til þess að stýra linnulausum flugskeytaárásum á innviði landsins, þar á meðal rafstöðvar og vatnsveitu. Kort sem sýnir staðsetningu herflugvallanna tveggja í Rjazan og Engels sem Úkraínumenn eru sagðir hafa ráðist á með drónum.AP
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira