Taumlaus óráðsía skólabarna, unglinga, bókaorma, siglinga- og sundfólks Þorsteinn Sæmundsson skrifar 5. desember 2022 19:31 Hvað eiga skátar skólabörn, unglingar, bókaormar, siglinga- og sundfólk sameiginlegt? Jú þetta lið er að ríða rekstri Reykjavíkurborgar á slig ef marka má sparnaðartillögur meirihluta borgarstjórnar. Þau eru hin breiðu bök sem hagræðingarsvipan er nú látin ganga á. Af öðrum merkilegum tillögum má nefna að minnka á öryggi vegfarenda hvort sem er akandi í bíl gangandi eða hjólandi með því að draga úr viðhaldi götuljósa vegna LED væðingar. Hélt að nú þegar skammdegið er svartast með tilheyrandi hættu einkum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur væri slíkt ekki uppá borðum. Það merkilega við tillögurnar er kannski það hverjir eru ekki þar. Það á að vísu að kaupa færri og ódýrari snittur samkvæmt tillögunum en að öðru leyti sleppur Hirðin. Ekki virðist ætlað að fækka í hópnum á borgarstjórakontórnum hvað þá á s.k. samskiptasviði sem gárungar kalla gjarnan Norður – Kóreu vegna verkefna sviðsins við glærusmíðaar í áróðursskyni og að fegra ásýnd leiðtogans mikla meðan borgin sekkur dýpra I dýkið. Ekki er hróflað við starfsmannafjölda borgarinnar sem hefur aukist um 20% síðustu nokkur ár. Ekki er hróflað við fjölda millistjórnenda. Ekki er hróflað við gæluverkefnum. Nei allt skal þetta ósnert vegna þess að hinir raunverulegu eyðsluseggir eru skátar skólabörn unglingar siglinga og sundfólk. Nú skulu þau taka á og gjalda fyrir óráðsíu sína undanfarin ár. Ekkert er gert með uppeldis- forvarnargildi starfsins því skal fórnað á altari skuldasúpunnar. Hver er svo áætlaður sparnaður af því að herða sultaról skólabarna unglinga bókaorma siglinga- og sundfólks? Jú hann mun nema um einum milljarði króna. Auk þess eru boðaðar ,,aðrar aðgerðir” sem skila eiga einum komma fjórum milljörðum króna. Að sögn liðléttings borgarstjórans (hann gaf ekki kost á viðtali sjálfur) er stefnan að spara þrjá milljarða á ári næstu þrjú ár. Þess má geta að áætlað er að tap á rekstri A-hluta borgarsjóðs verði alls um 19 milljarðar árin 2020 til 2022. Og liðléttingurinn segir að menn ætli að spara 3 milljarða á ári. Ekki er að sjá vilja til að auka tekjur borgarinnar með auknu lóðaframboði enda þýðir það ekkert að sögn borgarstjóra. Lánastofnanir draga lappirnar í lánveitingum að hans sögn. Að auki er byggingageirinn ekki í færum til að byggja allar þær lóðir sem borgin býr yfir að sögn sama borgarstjóra. Þess má geta að bæði byggingafyrirtæki og lánastofnanir hafa mótmælt þessu fleipri borgarstjórans. Dapurlegt er hlutskipti Framsóknarflokksins sem tekið hefur að sér hlutverk nýjustu hækjunnar í hjálpartækjabanka borgarstjórans. ,,Við viljum breytingar í borginni” sagði glaðbeittur oddviti Framsóknar í aðdraganda síðustu kosninga. Hann lét þess raunar ekki getið í hverju breytingarnar yrðu fólgnar en sagði ,,bara best að kjósa Framsókn.” Nú vitum við hverjar breytingar Framsóknar eru. Við þá sem létu blekkjast vil ég segja að skilafrestur atkvæðisins rennur upp eftir fjögur ár. Þá geta kjósendur Framsóknarflokksins skilað skömminni. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Sjá meira
Hvað eiga skátar skólabörn, unglingar, bókaormar, siglinga- og sundfólk sameiginlegt? Jú þetta lið er að ríða rekstri Reykjavíkurborgar á slig ef marka má sparnaðartillögur meirihluta borgarstjórnar. Þau eru hin breiðu bök sem hagræðingarsvipan er nú látin ganga á. Af öðrum merkilegum tillögum má nefna að minnka á öryggi vegfarenda hvort sem er akandi í bíl gangandi eða hjólandi með því að draga úr viðhaldi götuljósa vegna LED væðingar. Hélt að nú þegar skammdegið er svartast með tilheyrandi hættu einkum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur væri slíkt ekki uppá borðum. Það merkilega við tillögurnar er kannski það hverjir eru ekki þar. Það á að vísu að kaupa færri og ódýrari snittur samkvæmt tillögunum en að öðru leyti sleppur Hirðin. Ekki virðist ætlað að fækka í hópnum á borgarstjórakontórnum hvað þá á s.k. samskiptasviði sem gárungar kalla gjarnan Norður – Kóreu vegna verkefna sviðsins við glærusmíðaar í áróðursskyni og að fegra ásýnd leiðtogans mikla meðan borgin sekkur dýpra I dýkið. Ekki er hróflað við starfsmannafjölda borgarinnar sem hefur aukist um 20% síðustu nokkur ár. Ekki er hróflað við fjölda millistjórnenda. Ekki er hróflað við gæluverkefnum. Nei allt skal þetta ósnert vegna þess að hinir raunverulegu eyðsluseggir eru skátar skólabörn unglingar siglinga og sundfólk. Nú skulu þau taka á og gjalda fyrir óráðsíu sína undanfarin ár. Ekkert er gert með uppeldis- forvarnargildi starfsins því skal fórnað á altari skuldasúpunnar. Hver er svo áætlaður sparnaður af því að herða sultaról skólabarna unglinga bókaorma siglinga- og sundfólks? Jú hann mun nema um einum milljarði króna. Auk þess eru boðaðar ,,aðrar aðgerðir” sem skila eiga einum komma fjórum milljörðum króna. Að sögn liðléttings borgarstjórans (hann gaf ekki kost á viðtali sjálfur) er stefnan að spara þrjá milljarða á ári næstu þrjú ár. Þess má geta að áætlað er að tap á rekstri A-hluta borgarsjóðs verði alls um 19 milljarðar árin 2020 til 2022. Og liðléttingurinn segir að menn ætli að spara 3 milljarða á ári. Ekki er að sjá vilja til að auka tekjur borgarinnar með auknu lóðaframboði enda þýðir það ekkert að sögn borgarstjóra. Lánastofnanir draga lappirnar í lánveitingum að hans sögn. Að auki er byggingageirinn ekki í færum til að byggja allar þær lóðir sem borgin býr yfir að sögn sama borgarstjóra. Þess má geta að bæði byggingafyrirtæki og lánastofnanir hafa mótmælt þessu fleipri borgarstjórans. Dapurlegt er hlutskipti Framsóknarflokksins sem tekið hefur að sér hlutverk nýjustu hækjunnar í hjálpartækjabanka borgarstjórans. ,,Við viljum breytingar í borginni” sagði glaðbeittur oddviti Framsóknar í aðdraganda síðustu kosninga. Hann lét þess raunar ekki getið í hverju breytingarnar yrðu fólgnar en sagði ,,bara best að kjósa Framsókn.” Nú vitum við hverjar breytingar Framsóknar eru. Við þá sem létu blekkjast vil ég segja að skilafrestur atkvæðisins rennur upp eftir fjögur ár. Þá geta kjósendur Framsóknarflokksins skilað skömminni. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar